Tekjur Íslendinga: Tekjuhæsti listamaður landsins er klippari Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2021 11:30 Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir hefur gert það gott í Hollywood undanfarin ár. Tara Ziemba/Getty Images Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir klippari var með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur árið 2020 samkvæmt tekjublaði Frjálsar Verslunar sem kom út í dag. Elísabet Ólafía hefur um árabil getið sér gott orð sem kvikmyndaklippari, bæði hér á landi sem og erlendis. Hún hefur til að mynda klippt stórmyndir á borð við Deadpool 2, John Wick og Contraband. Árið 2021 koma út myndirnar Kate og Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings sem klipptar eru af Elísabetu. Í öðru sæti á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins er Óskar Magnússon rithöfundur og bóndi en hann þénaði rúmlega fjórar og hálfa milljón króna á síðasta ári. Óskar er einn eigenda Þórsmarkar ehf. sem gefur út Morgunblaðið. Þriðja sætið á listanum vermir Tolli Morthens myndlistarmaður með mánaðartekjur upp á þrjár milljónir króna. Í fjórða sæti er rithöfundurinn og lögfræðingurinn Ragnar Jónasson en hann þénaði rúmlega tvær milljónir króna á mánuði. Bækur Ragnars eru gefnar út um allan heim og hafa selst vel. Ragnar starfar á fjárfestingarsviði Arion banka samhliða ritstörfum. Kvikmyndagerðarmaðurinn Steinþór Birgisson er fimmti tekjuhæsti listamaður ársins 2020 með tekjur upp á 1,8 milljón króna á mánuði. Tekjuhæstu listamenn landsins árið 2020 Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir, kvikmyndagerðarmaður 6.242 þúsund Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi 4.648 þúsund Tolli Morthens, listamaður 3.028 þúsund Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur 2.171 þúsund Steinþór Birgisson, kvikmyndagerðarmaður 1.783 þúsund Baltasar Kormákur Baltarsson, leikstjóri 1.524 þúsund Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón), rithöfundur 1.495 þúsund Margrét Einarsdóttir, búningahönnuður 1.390 þúsund Stefán Sigurður Stefánsson, tónlistarmaður 1.374 þúsund Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri 1.347 þúsund Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Bíó og sjónvarp Myndlist Tekjur Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Elísabet Ólafía hefur um árabil getið sér gott orð sem kvikmyndaklippari, bæði hér á landi sem og erlendis. Hún hefur til að mynda klippt stórmyndir á borð við Deadpool 2, John Wick og Contraband. Árið 2021 koma út myndirnar Kate og Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings sem klipptar eru af Elísabetu. Í öðru sæti á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins er Óskar Magnússon rithöfundur og bóndi en hann þénaði rúmlega fjórar og hálfa milljón króna á síðasta ári. Óskar er einn eigenda Þórsmarkar ehf. sem gefur út Morgunblaðið. Þriðja sætið á listanum vermir Tolli Morthens myndlistarmaður með mánaðartekjur upp á þrjár milljónir króna. Í fjórða sæti er rithöfundurinn og lögfræðingurinn Ragnar Jónasson en hann þénaði rúmlega tvær milljónir króna á mánuði. Bækur Ragnars eru gefnar út um allan heim og hafa selst vel. Ragnar starfar á fjárfestingarsviði Arion banka samhliða ritstörfum. Kvikmyndagerðarmaðurinn Steinþór Birgisson er fimmti tekjuhæsti listamaður ársins 2020 með tekjur upp á 1,8 milljón króna á mánuði. Tekjuhæstu listamenn landsins árið 2020 Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir, kvikmyndagerðarmaður 6.242 þúsund Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi 4.648 þúsund Tolli Morthens, listamaður 3.028 þúsund Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur 2.171 þúsund Steinþór Birgisson, kvikmyndagerðarmaður 1.783 þúsund Baltasar Kormákur Baltarsson, leikstjóri 1.524 þúsund Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón), rithöfundur 1.495 þúsund Margrét Einarsdóttir, búningahönnuður 1.390 þúsund Stefán Sigurður Stefánsson, tónlistarmaður 1.374 þúsund Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri 1.347 þúsund Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.
Bíó og sjónvarp Myndlist Tekjur Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira