Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2021 09:07 Talibanar hafa tekið völdin í Afganistan, mörgum íbúum landsins til mikillar skelfingar. (AP Photo/Rahmat Gul Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmönnum fyrirtækisins að hópur afganskra sérfræðinga hefði verið fenginn til þess að fylgjast með og fjarlægja allt efni tengt Talibönum, sem hafa á síðustu árum verið duglegir að miðla efni og vekja athygli á sér á samfélagsmiðlum. „Talibanar eru hryðjuverkasamtök í skilningi bandarískra laga og við höfum útilokað þá á grundvelli stefnu okkar um hættuleg samtök. Þetta þýðir að við fjarlægjum reikninga sem haldið er úti af eða fyrir hönd Talibana, og bönnum stuðning og framsetningu á þeim,“ hefur BBC eftir fulltrúa Facebook. Talibanabannið mun einnig gilda á Instagram og WhatsApp, öðrum samskiptamiðlum í eigu Facebook. BBC segir þó frá því að fréttir frá Afganistan sýni fram á að Talibanar noti einmitt WhatsApp til þess að eiga í samskiptum en fulltrúar Facebook segja fyrirtækið munu bregðast við, komi í ljóst að það sé raunin. Talibanar hafa verið í stórsókn í Afganistan á undanförnum dögum og tekið hverja borgina á fætur annarri. Í fyrradag féll höfuðborgin Kabúl í þeirra hendur, án nokkurar raunverulegrar mótspyrnu frá afganska stjórnarhernum. Asraf Ghani, forseti landsins, flúði landið en til stóð að hann yrði viðstaddur viðræður um „friðsamleg valdaskipti“ frá ríkisstjórninni til Talibana. Fjöldi fólks hefur nú flúið eða reynt að flýja Afganistan, af ótta við ofbeldi og ofríki af hendi Talibana. Afganistan Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmönnum fyrirtækisins að hópur afganskra sérfræðinga hefði verið fenginn til þess að fylgjast með og fjarlægja allt efni tengt Talibönum, sem hafa á síðustu árum verið duglegir að miðla efni og vekja athygli á sér á samfélagsmiðlum. „Talibanar eru hryðjuverkasamtök í skilningi bandarískra laga og við höfum útilokað þá á grundvelli stefnu okkar um hættuleg samtök. Þetta þýðir að við fjarlægjum reikninga sem haldið er úti af eða fyrir hönd Talibana, og bönnum stuðning og framsetningu á þeim,“ hefur BBC eftir fulltrúa Facebook. Talibanabannið mun einnig gilda á Instagram og WhatsApp, öðrum samskiptamiðlum í eigu Facebook. BBC segir þó frá því að fréttir frá Afganistan sýni fram á að Talibanar noti einmitt WhatsApp til þess að eiga í samskiptum en fulltrúar Facebook segja fyrirtækið munu bregðast við, komi í ljóst að það sé raunin. Talibanar hafa verið í stórsókn í Afganistan á undanförnum dögum og tekið hverja borgina á fætur annarri. Í fyrradag féll höfuðborgin Kabúl í þeirra hendur, án nokkurar raunverulegrar mótspyrnu frá afganska stjórnarhernum. Asraf Ghani, forseti landsins, flúði landið en til stóð að hann yrði viðstaddur viðræður um „friðsamleg valdaskipti“ frá ríkisstjórninni til Talibana. Fjöldi fólks hefur nú flúið eða reynt að flýja Afganistan, af ótta við ofbeldi og ofríki af hendi Talibana.
Afganistan Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira