Umdeild staðsetning dómara í marki KA: „Hrikalega klaufalegt af dómaranum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 10:00 Hér má sjá teikninguna á atvikinu umdeilda í Pepsi Max Stúkunni í gær. Skjámynd/S2 Sport Pepsi Max Stúkan skoðaði það betur þegar dómarinn „hjálpaði“ KA-mönnum að skora fyrsta markið í Pepsi Max deild karla í gær. Stjörnumenn voru ósáttir með dómarann í fyrra marki KA-manna á móti Stjörnunni í gær en staðsetning dómarans var mjög óheppileg fyrir leikmenn Garðabæjarliðsins. Pepsi Max Stúkan sýndi markið og viðtal við þjálfara Stjörnunnar þar sem hann ræddi markið sem kom KA-liðinu yfir í 1-0 í leiknum. „Hálfsvekkjandi að varnarmaður okkar er að koma til baka og dómarinn stendur eiginlega í vegi fyrir honum og stígur fyrir hann. Hrikalega klaufalegt af dómaranum en það eru hlutir sem hafa ekki verið að detta með okkur,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn sem KA liðið vann 2-1. Þorvaldur vildi þó ekki segja að markið hafi verið ólöglegt. „Ég er ekki að segja það en mér finnst hálfskrítið að dómarinn skuli ekki lesa stöðuna og sjá hvað er í gangi í kringum sig. Það finnst mér mjög sérkennilegt,“ sagði Þorvaldur. Nafni hans, Þorvaldur Árnason, dæmdi leikinn á Greifavellinum á Akureyri í gær. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umdeild staðsetning dómara í marki KA Guðmundur Benediktsson skoðaði þetta atvik betur með sérfræðingum sínum í Pespi Max Stúkunni. „Við skulum bara kíkja á þetta fyrsta mark í leiknum þar sem að KA nær forystunni,“ sagði Gummi Ben. „Þarna erum við að sjá staðsetninguna á Þorvaldi og hann er eiginlega fyrir þarna fyrst,“ sagði Guðmundur. „Síðan bara stendur hann þarna í góðan tíma, hey hvað er að gerast,“ skaut Þorkell Máni Pétursson inn í. „Þetta endar með því að KA skorar þarna,“ sagði Guðmundur. „Hann hendir Einari Karli niður af því að hann er eitthvað fyrir honum,“ sagði Þorkell Máni en Guðmundur leiðrétti hann strax. Ég ætla ekki að segja að hann hendi honum niður en getum við kallað þetta óheppni,“ sagði Guðmundur. „Einar Karl lendir í því í tvígang að Þorvaldur dómari er fyrir honum,“ sagði Guðmundur. Hér fyrir ofan má sjá Pepsi Max Stúkuna fara yfir þetta sérstaka mark í gær. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan KA Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Stjörnumenn voru ósáttir með dómarann í fyrra marki KA-manna á móti Stjörnunni í gær en staðsetning dómarans var mjög óheppileg fyrir leikmenn Garðabæjarliðsins. Pepsi Max Stúkan sýndi markið og viðtal við þjálfara Stjörnunnar þar sem hann ræddi markið sem kom KA-liðinu yfir í 1-0 í leiknum. „Hálfsvekkjandi að varnarmaður okkar er að koma til baka og dómarinn stendur eiginlega í vegi fyrir honum og stígur fyrir hann. Hrikalega klaufalegt af dómaranum en það eru hlutir sem hafa ekki verið að detta með okkur,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn sem KA liðið vann 2-1. Þorvaldur vildi þó ekki segja að markið hafi verið ólöglegt. „Ég er ekki að segja það en mér finnst hálfskrítið að dómarinn skuli ekki lesa stöðuna og sjá hvað er í gangi í kringum sig. Það finnst mér mjög sérkennilegt,“ sagði Þorvaldur. Nafni hans, Þorvaldur Árnason, dæmdi leikinn á Greifavellinum á Akureyri í gær. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umdeild staðsetning dómara í marki KA Guðmundur Benediktsson skoðaði þetta atvik betur með sérfræðingum sínum í Pespi Max Stúkunni. „Við skulum bara kíkja á þetta fyrsta mark í leiknum þar sem að KA nær forystunni,“ sagði Gummi Ben. „Þarna erum við að sjá staðsetninguna á Þorvaldi og hann er eiginlega fyrir þarna fyrst,“ sagði Guðmundur. „Síðan bara stendur hann þarna í góðan tíma, hey hvað er að gerast,“ skaut Þorkell Máni Pétursson inn í. „Þetta endar með því að KA skorar þarna,“ sagði Guðmundur. „Hann hendir Einari Karli niður af því að hann er eitthvað fyrir honum,“ sagði Þorkell Máni en Guðmundur leiðrétti hann strax. Ég ætla ekki að segja að hann hendi honum niður en getum við kallað þetta óheppni,“ sagði Guðmundur. „Einar Karl lendir í því í tvígang að Þorvaldur dómari er fyrir honum,“ sagði Guðmundur. Hér fyrir ofan má sjá Pepsi Max Stúkuna fara yfir þetta sérstaka mark í gær.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan KA Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira