PSG sigraði Strasbourg á heimavelli Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 14. ágúst 2021 21:05 Kylian Mbappé með boltann í leiknum í kvöld AP Photo/Francois Mori Paris Saint Germain sigraði í kvöld lið Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni. Parísarliðið var án Neymar og einnig án nýjasta liðsmannsins, Lionel Messi. Lokatölur leiksins 4-2 í leik sem hefði aldrei átt að verða eins jafn og hann varð. Það má segja að liðin komi með mismunandi væntingar inn í þetta tímabil. PSG mætir til leiks með eitt best mannað lið sögunnar á meðan að Strasbourg bjargaði sér frá falli í síðustu umferðinni á tímabilinu sem lauk í vor. Það voru líka liðsmenn PSG sem opnuðu markaskorun leiksins strax á 3. mínútu með marki frá Mauro Icardi sem skoraði með flottum skalla eftir frábæra sendingu frá Abdou Diallo. Kylian Mbappé jók svo forystuna á 25. mínútu þegar að skot hans fór í varnarmann og í netið. Óverjandi fyrir Matz Sels í marki gestanna. Julian Draxler skoraði svo strax tveimur mínútum síðar eftir fyrirgjöf Mbabbé og þarna var nokkuð ljóst hvert stefndi. First half is done! @PSG_English 3 - 0 @RCSA @MauroIcardi 3' @KMbappe 26' Draxler 27' # #ICICESTPARIS pic.twitter.com/0TmkW5Cjr2— Paris Saint-Germain (@PSG_English) August 14, 2021 Það var þó ekki alveg þannig. Kevin Gameiro skoraði með frábærum skalla á 53. mínútu og á 64. mínútu minnkuðu leikmenn Strasbourg muninn enn frekar þegar að Ludovic Ajourque skoraði með enn betri skalla frá vítateigslínunni. 3-2 og farið að fara um Parísarbúa. Líflínan varð þó stutt þegar að Alexander Djiku fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 79. mínútu. Ekki neitt sérstaklega sannfærandi gult en mótmælin í kjölfarið breyttu að venju engu. Það var svo Pablo Sarabia sem skoraði síðasta mark leiksins eftir undirbúning Mbappé. PSG með 6 stig eftir tvo leiki og það er erfitt að sjá hverjir ætla að stöðva þá. Franski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
Það má segja að liðin komi með mismunandi væntingar inn í þetta tímabil. PSG mætir til leiks með eitt best mannað lið sögunnar á meðan að Strasbourg bjargaði sér frá falli í síðustu umferðinni á tímabilinu sem lauk í vor. Það voru líka liðsmenn PSG sem opnuðu markaskorun leiksins strax á 3. mínútu með marki frá Mauro Icardi sem skoraði með flottum skalla eftir frábæra sendingu frá Abdou Diallo. Kylian Mbappé jók svo forystuna á 25. mínútu þegar að skot hans fór í varnarmann og í netið. Óverjandi fyrir Matz Sels í marki gestanna. Julian Draxler skoraði svo strax tveimur mínútum síðar eftir fyrirgjöf Mbabbé og þarna var nokkuð ljóst hvert stefndi. First half is done! @PSG_English 3 - 0 @RCSA @MauroIcardi 3' @KMbappe 26' Draxler 27' # #ICICESTPARIS pic.twitter.com/0TmkW5Cjr2— Paris Saint-Germain (@PSG_English) August 14, 2021 Það var þó ekki alveg þannig. Kevin Gameiro skoraði með frábærum skalla á 53. mínútu og á 64. mínútu minnkuðu leikmenn Strasbourg muninn enn frekar þegar að Ludovic Ajourque skoraði með enn betri skalla frá vítateigslínunni. 3-2 og farið að fara um Parísarbúa. Líflínan varð þó stutt þegar að Alexander Djiku fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 79. mínútu. Ekki neitt sérstaklega sannfærandi gult en mótmælin í kjölfarið breyttu að venju engu. Það var svo Pablo Sarabia sem skoraði síðasta mark leiksins eftir undirbúning Mbappé. PSG með 6 stig eftir tvo leiki og það er erfitt að sjá hverjir ætla að stöðva þá.
Franski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira