Klopp skilur ekki hvernig Manchester United getur eytt svona miklu í leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 12:15 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist þurfa að selja leikmenn til að geta keypt nýja leikmenn til Liverpool. EPA-EFE/Alex Livesey Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ekki skilja hvernig erkifjendurnir í Manchester United hafi getað eytt svona stórum upphæðum í nýja leikmenn í sumar. Það kemur honum aftur á móti ekki á óvart að Manchester City, Chelsea og Paris Saint-Germain geti eytt miklu. United keypti Jadon Sancho frá Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda og borgaði Real Madrid 34 milljónir punda fyrir franska miðvörðinn Raphael Varane. Þetta bætist ofan á kaup United undanfarin tímabil þar sem liðið hefur eytt miklu meira en Liverpool í nýja leikmenn. Á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Liverpool á tímabilinu, sem er á móti Norwich á morgun, var Klopp spurður út í eyðslu annarra liða. "What United is doing, I don't know how exactly they do it. I'm never surprised about the financial power of Chelsea or City or United."Jurgen Klopp compares Liverpool's transfer window to clubs like Man City, Chelsea, Man United and PSG pic.twitter.com/YOsb67bXvq— Football Daily (@footballdaily) August 13, 2021 „Við þekkjum öll stöðuna hjá Chelsea, City og PSG,“ sagði Jürgen Klopp en hélt svo áfram: „Það sem United er að gera. Ég veit ekki hvernig þeir fóru að því. Við förum okkar eigin leið og megum eyða þeim peningum sem við fáum inn í félagið. Svoleiðis hefur það alltaf verið,“ sagði Klopp. „Í ár eyddum við pening áður en við fengum hann inn þegar við keyptum [Ibrahima] Konate. Við urðum að gera það því við viljum ekki taka neina áhættu með að lenda í sömu stöðu og í fyrra,“ sagði Klopp en miðvarðarhallærið fór illa með Liverpool í öllum meiðslunum á síðasta tímabili. „Það kemur mér samt aldrei á óvart hversu mikla peninga Chelsea, City eða United hafa yfir að ráða. Ég hef verið hérna nógu lengi til að vita að þeir finna alltaf einhverjar lausnir fyrir sig,“ sagði Klopp. Manchester City setti nýtt breskt met með því að kaupa Jack Grealish frá Aston Villa fyrir hundrað milljónir punda og er líka að eltast við Harry Kane, framherja Tottenham. Chelsea bætti félagsmetið með því að kaupa Romelu Lukaku frá Internazionale fyrir 97,5 milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira
United keypti Jadon Sancho frá Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda og borgaði Real Madrid 34 milljónir punda fyrir franska miðvörðinn Raphael Varane. Þetta bætist ofan á kaup United undanfarin tímabil þar sem liðið hefur eytt miklu meira en Liverpool í nýja leikmenn. Á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Liverpool á tímabilinu, sem er á móti Norwich á morgun, var Klopp spurður út í eyðslu annarra liða. "What United is doing, I don't know how exactly they do it. I'm never surprised about the financial power of Chelsea or City or United."Jurgen Klopp compares Liverpool's transfer window to clubs like Man City, Chelsea, Man United and PSG pic.twitter.com/YOsb67bXvq— Football Daily (@footballdaily) August 13, 2021 „Við þekkjum öll stöðuna hjá Chelsea, City og PSG,“ sagði Jürgen Klopp en hélt svo áfram: „Það sem United er að gera. Ég veit ekki hvernig þeir fóru að því. Við förum okkar eigin leið og megum eyða þeim peningum sem við fáum inn í félagið. Svoleiðis hefur það alltaf verið,“ sagði Klopp. „Í ár eyddum við pening áður en við fengum hann inn þegar við keyptum [Ibrahima] Konate. Við urðum að gera það því við viljum ekki taka neina áhættu með að lenda í sömu stöðu og í fyrra,“ sagði Klopp en miðvarðarhallærið fór illa með Liverpool í öllum meiðslunum á síðasta tímabili. „Það kemur mér samt aldrei á óvart hversu mikla peninga Chelsea, City eða United hafa yfir að ráða. Ég hef verið hérna nógu lengi til að vita að þeir finna alltaf einhverjar lausnir fyrir sig,“ sagði Klopp. Manchester City setti nýtt breskt met með því að kaupa Jack Grealish frá Aston Villa fyrir hundrað milljónir punda og er líka að eltast við Harry Kane, framherja Tottenham. Chelsea bætti félagsmetið með því að kaupa Romelu Lukaku frá Internazionale fyrir 97,5 milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira