Kara ekki enn fengið þá litlu í fangið eftir martröðina á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 11:30 Kara Saunders með Scottie dóttur sína sem hefur ekki séð mömmu sína, nema í gegnum netið, í næstum því heilan mánuð. Instagram/karasaundo Kara Saunders nældi sér í kórónuveiruna á ferðalaginu frá Ástralíu til Bandaríkjanna, þurfti síðan að hætta keppni á heimsleikunum vegna áhrifa veirunnar og er enn ekki búin að fá dóttur sína í fangið þrátt fyrir að það séu tvær vikur síðan hún hætti keppni. Síðustu vikur hafa verið hræðilegar fyrir áströlsku CrossFit konuna sem ætlaði eins og Anníe Mist Þórisdóttir að koma sterk inn á heimsleikana stuttu eftir að hafa eignast barn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Barnið hennar Köru, Scottie, er reyndar einu og hálfu ári eldri en Freyja Mist hennar Anníe en Kara hafði einnig tryggt sig inn á heimsleikana fyrir ári síðan þegar keppnin fór fram í gegnum netið. Nú fékk Kara aftur á móti tækifærið til að koma og keppa í Madison í Bandaríkjunum. Það er ekki stutt ferðalag frá Evrópu til Bandaríkjanna en það er enn lengra að ferðast frá Ástralíu. Kara tók þá erfiðu ákvörðun að skilja tveggja ára dóttur sína eftir og fara ein í þetta langa ferðalag. Hún vildi ekki taka Scottie með vitandi að við heimkomuna þyrftu þær þá að dúsa í tvær vikur á sóttvarnarhóteli. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Það er vegna þessa sem saga Köru varð svo sorgleg þegar hún veiktist af kórónuveirunni á leið sinni til Bandaríkjanna. Allt þetta ferðalag og allur undirbúningurinn var til einskis. Hún fékk samt að keppa á heimsleikunum enda nógu langur tími liðinn. Þegar á reyndi þá voru áhrifin af kórónuveirunni það mikil að hún gat ekki nýtt nema brot af lungunum sínum sem er ekki góð uppskrift fyrir keppenda í CrossFit. Kara hætti því keppni eftir fyrsta daginn og næst á dagskrá var að koma sér aftur heim til Ástralíu. Það tókst á endanum en þar með var ekki öll sagan sögð. Nú beið hennar tveggja vikna vera á sóttvarnarhóteli. Kara var að klára fyrri vikuna í þessari viku en á eina viku eftir enn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Kara Saunders er því enn ekki búin að fá dóttur sína í fangið þótt að það séu liðnir fjórtán dagar síðan hún varð að hætta keppni á heimsleikunum. Það eru síðan tvær vikur til viðbótar liðnar síðan hún kvaddi Scottie sína og lagði af stað í þennan afdrifaríka leiðangur. Kara Saunders hefur lengi verið í hópi besti CrossFit kvenna heimsins. Hún hefur ekki orðið heimsmeistari en varð í öðru sæti árið 2017 og í fjórða sæti árið eftir. Hún hefur fimm sinnum verið með tíu efstu á heimsleikunum. CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið hræðilegar fyrir áströlsku CrossFit konuna sem ætlaði eins og Anníe Mist Þórisdóttir að koma sterk inn á heimsleikana stuttu eftir að hafa eignast barn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Barnið hennar Köru, Scottie, er reyndar einu og hálfu ári eldri en Freyja Mist hennar Anníe en Kara hafði einnig tryggt sig inn á heimsleikana fyrir ári síðan þegar keppnin fór fram í gegnum netið. Nú fékk Kara aftur á móti tækifærið til að koma og keppa í Madison í Bandaríkjunum. Það er ekki stutt ferðalag frá Evrópu til Bandaríkjanna en það er enn lengra að ferðast frá Ástralíu. Kara tók þá erfiðu ákvörðun að skilja tveggja ára dóttur sína eftir og fara ein í þetta langa ferðalag. Hún vildi ekki taka Scottie með vitandi að við heimkomuna þyrftu þær þá að dúsa í tvær vikur á sóttvarnarhóteli. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Það er vegna þessa sem saga Köru varð svo sorgleg þegar hún veiktist af kórónuveirunni á leið sinni til Bandaríkjanna. Allt þetta ferðalag og allur undirbúningurinn var til einskis. Hún fékk samt að keppa á heimsleikunum enda nógu langur tími liðinn. Þegar á reyndi þá voru áhrifin af kórónuveirunni það mikil að hún gat ekki nýtt nema brot af lungunum sínum sem er ekki góð uppskrift fyrir keppenda í CrossFit. Kara hætti því keppni eftir fyrsta daginn og næst á dagskrá var að koma sér aftur heim til Ástralíu. Það tókst á endanum en þar með var ekki öll sagan sögð. Nú beið hennar tveggja vikna vera á sóttvarnarhóteli. Kara var að klára fyrri vikuna í þessari viku en á eina viku eftir enn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Kara Saunders er því enn ekki búin að fá dóttur sína í fangið þótt að það séu liðnir fjórtán dagar síðan hún varð að hætta keppni á heimsleikunum. Það eru síðan tvær vikur til viðbótar liðnar síðan hún kvaddi Scottie sína og lagði af stað í þennan afdrifaríka leiðangur. Kara Saunders hefur lengi verið í hópi besti CrossFit kvenna heimsins. Hún hefur ekki orðið heimsmeistari en varð í öðru sæti árið 2017 og í fjórða sæti árið eftir. Hún hefur fimm sinnum verið með tíu efstu á heimsleikunum.
CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira