Ræddu rauða spjaldið hjá Jóa Kalla í gær: „Ég held að hann sé alveg að segja satt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2021 11:01 Helgi Mikael Jónasson gefur Jóhannesi Karli Guðjónssyni rautt spjald í gær. Skjámynd/S2 Sport Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, fékk rautt spjald í fyrri hálfleik þegar hans með í Skagaliðinu unnu gríðarlega mikilvægan sigur í Pepsi Max deildinni í gærkvöldi. Pepsi Max Stúkan ræddi þetta rauða spjald. Jóhannes Karl fékk rautt spjald frá Helga Mikael Jónassyni dómara á 26. mínútu leiksins fyrir að mótmæla því að aðstoðardómarinn dæmdi boltann ekki inni þegar skot Gísla Laxdal Unnarssonar fór í slána og að því virtist inn fyrir marklínuna. Staðan var orðin 1-0 fyrir ÍA en spennustigið var hátt enda urðu Skagamenn að vinna þennan leik ætli þeir að halda sæti sínu í deildinni. Skagamenn sáu boltann inni og voru mjög ósáttir. Jóhannes Karl sjálfur hljóp alla hliðarlínuna til að segja sína skoðun við aðstoðardómarann Bryngeir Valdimarsson. Helgi Mikael kom þá að og gaf Jóhannesi Karli rauða spjaldið fyrir mótmælin. „Svo var þetta rauða spjald sem Jóhannes Karl fékk. Hann er þarna kominn ansi langt út úr boðvanginum, hvort sem hann var að fagna marki eða ekki,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Pepsi Max Stúkunnar í gær. „Ég held að hann sé alveg að segja satt með það að hann hafi ekki sagt neitt dónalegt. Viðbrögðin hjá Helga Mikael þegar hann gefur honum rauða spjaldið. Hann er bara segja: Þetta er bara reglan, ég á að reka þig út af af því að þú fórst of langt út úr boðvanginum,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar. „Maður skilur svekkelsið ef Jói hefur séð þetta svona svakalega vel strax frá byrjun. Eins og við töluðum fyrr í kvöld þá voru viðbrögðin svo rosalega sterk,“ sagði Baldur. Baldur fletti upp í reglubókinni og þar stendur þar svart á hvítu að þjálfari eigi að fá brottvísun fyrir að yfirgefa boðvanginn viljandi í þeim tilgangi að mótmæla eða kvarta við meðlim dómarateymisins. Hér fyrir neðan má sjá umræðu Pepsi Max Stúkunnar um rauða spjaldið. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Rauða spjaldið hjá Jóa Kalla Pepsi Max-deild karla ÍA Pepsi Max stúkan Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Jóhannes Karl fékk rautt spjald frá Helga Mikael Jónassyni dómara á 26. mínútu leiksins fyrir að mótmæla því að aðstoðardómarinn dæmdi boltann ekki inni þegar skot Gísla Laxdal Unnarssonar fór í slána og að því virtist inn fyrir marklínuna. Staðan var orðin 1-0 fyrir ÍA en spennustigið var hátt enda urðu Skagamenn að vinna þennan leik ætli þeir að halda sæti sínu í deildinni. Skagamenn sáu boltann inni og voru mjög ósáttir. Jóhannes Karl sjálfur hljóp alla hliðarlínuna til að segja sína skoðun við aðstoðardómarann Bryngeir Valdimarsson. Helgi Mikael kom þá að og gaf Jóhannesi Karli rauða spjaldið fyrir mótmælin. „Svo var þetta rauða spjald sem Jóhannes Karl fékk. Hann er þarna kominn ansi langt út úr boðvanginum, hvort sem hann var að fagna marki eða ekki,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Pepsi Max Stúkunnar í gær. „Ég held að hann sé alveg að segja satt með það að hann hafi ekki sagt neitt dónalegt. Viðbrögðin hjá Helga Mikael þegar hann gefur honum rauða spjaldið. Hann er bara segja: Þetta er bara reglan, ég á að reka þig út af af því að þú fórst of langt út úr boðvanginum,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar. „Maður skilur svekkelsið ef Jói hefur séð þetta svona svakalega vel strax frá byrjun. Eins og við töluðum fyrr í kvöld þá voru viðbrögðin svo rosalega sterk,“ sagði Baldur. Baldur fletti upp í reglubókinni og þar stendur þar svart á hvítu að þjálfari eigi að fá brottvísun fyrir að yfirgefa boðvanginn viljandi í þeim tilgangi að mótmæla eða kvarta við meðlim dómarateymisins. Hér fyrir neðan má sjá umræðu Pepsi Max Stúkunnar um rauða spjaldið. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Rauða spjaldið hjá Jóa Kalla
Pepsi Max-deild karla ÍA Pepsi Max stúkan Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira