Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 12:30 Joan Laporta, forseti Barcelona, á blaðamannafundi í dag. getty/Pedro Salado Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. Í gær greindi Barcelona frá því að Messi væri farinn frá félaginu sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Ekki tókst að semja aftur við hann vegna fjárhags- og kerfislegra hindrana. Barcelona á í fjárhagskröggum og félagið er skuldum hlaðið. Og staðan er verri en Laporta grunaði eins og hann sagði á blaðamannafundi í dag. „Tölurnar eru mun verri en við var búist. Við höfum ekkert svigrúm þegar kemur að launum. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi (FFP) setja okkur líka skorður. Ég gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu. Barcelona er það mikilvægasta,“ sagði Laporta. Hann sagði að Messi hefði viljað vera áfram hjá Barcelona og félagið hafi að sjálfsögðu viljað halda honum en það hafi verið ómögulegt. Laporta sagði jafnframt að enginn einstaklingur væri stærri en Barcelona, jafnvel ekki Messi sjálfur. „Ég er sorgmæddur en sannfærður um að við höfum gert það besta fyrir Barcelona,“ sagði Laporta og bætti við að ákvörðunin um að semja ekki við Messi hafi verið tekin fyrir tveimur dögum. Lionel Messi tekur við spænska konungsbikarnum, síðasta titlinum sem hann vann sem leikmaður Barcelona.epa/Julio Munoz „Arfleið Leos er stórkostleg. Hann er skrifaði söguna. Hann er farsælasti leikmaður í sögu Barcelona,“ sagði Laporta. „Núna hefst nýr kafli. Það verður alltaf talað um tímann fyrir og eftir Messi. Við verðum honum alltaf ævinlega þakklátir.“ Laporta, sem tók aftur við sem forseti Barcelona fyrr á þessu ári, gagnrýndi jafnframt fyrrverandi stjórn Barcelona og spænska knattspyrnusambandið og fjármálareglur þess sem hann sagði að væru of ósveigjanlegar. Að sögn Laportas var launakostnaður Barcelona 110 prósent af innkomu félagsins en eftir brotthvarf Messis sé hann 95 prósent. „Við erum á þolmörkunum, jafnvel án hans, og þurfum að endurskipuleggja okkur,“ sagði Laporta en Barcelona hefur ekki enn getað skráð nýja leikmenn félagsins eins og Memphis Depay og Sergio Agüero til leiks vegna fjárhagsörðugleika. Spænski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana Sjá meira
Í gær greindi Barcelona frá því að Messi væri farinn frá félaginu sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Ekki tókst að semja aftur við hann vegna fjárhags- og kerfislegra hindrana. Barcelona á í fjárhagskröggum og félagið er skuldum hlaðið. Og staðan er verri en Laporta grunaði eins og hann sagði á blaðamannafundi í dag. „Tölurnar eru mun verri en við var búist. Við höfum ekkert svigrúm þegar kemur að launum. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi (FFP) setja okkur líka skorður. Ég gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu. Barcelona er það mikilvægasta,“ sagði Laporta. Hann sagði að Messi hefði viljað vera áfram hjá Barcelona og félagið hafi að sjálfsögðu viljað halda honum en það hafi verið ómögulegt. Laporta sagði jafnframt að enginn einstaklingur væri stærri en Barcelona, jafnvel ekki Messi sjálfur. „Ég er sorgmæddur en sannfærður um að við höfum gert það besta fyrir Barcelona,“ sagði Laporta og bætti við að ákvörðunin um að semja ekki við Messi hafi verið tekin fyrir tveimur dögum. Lionel Messi tekur við spænska konungsbikarnum, síðasta titlinum sem hann vann sem leikmaður Barcelona.epa/Julio Munoz „Arfleið Leos er stórkostleg. Hann er skrifaði söguna. Hann er farsælasti leikmaður í sögu Barcelona,“ sagði Laporta. „Núna hefst nýr kafli. Það verður alltaf talað um tímann fyrir og eftir Messi. Við verðum honum alltaf ævinlega þakklátir.“ Laporta, sem tók aftur við sem forseti Barcelona fyrr á þessu ári, gagnrýndi jafnframt fyrrverandi stjórn Barcelona og spænska knattspyrnusambandið og fjármálareglur þess sem hann sagði að væru of ósveigjanlegar. Að sögn Laportas var launakostnaður Barcelona 110 prósent af innkomu félagsins en eftir brotthvarf Messis sé hann 95 prósent. „Við erum á þolmörkunum, jafnvel án hans, og þurfum að endurskipuleggja okkur,“ sagði Laporta en Barcelona hefur ekki enn getað skráð nýja leikmenn félagsins eins og Memphis Depay og Sergio Agüero til leiks vegna fjárhagsörðugleika.
Spænski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana Sjá meira