Conor sagðist vilja borða börnin hans Khabibs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 11:01 Conor McGregor tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov í UFC 229 í byrjun október 2018. getty/Hans Gutknecht Í færslu á Twitter, sem hann hefur nú eytt, sagðist Conor McGregor vilja borða börn Khabibs Nurmagomedov. Conor og Khabib eru litlir vinir og hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina. Þeir mættust í UFC 229 í október 2018 þar sem Khabib vann sannfærandi sigur. Í nýlegu viðtali í hlaðvarpi Mikes Tyson sagði Khabib að Conor væri illur og lágkúrulegur eftir að hann gerði grín að fráfalli föður hans. Eftir tap Conors fyrir Dustin Poirier í UFC 264 í síðasta mánuði tísti Khabib að hið góða myndi alltaf sigra hið illa. „Covid gott en pabbinn illur,“ svaraði Conor á Twitter og vísaði þar til þess að faðir Khabibs lést af völdum kórónuveirunnar. Hann eyddi svo færslunni. Khabib ræddi þessi ummæli Conors í hlaðvarpi Tysons og sagði Conor illan og að orð hans hefðu sýnt hans innri mann. Írinn tók þetta óstinnt upp, lét gamminn geysa á Twitter og fór langt yfir strikið. „Ég vil borða börnin hans!!!! Hvenær sá hann þau síðast? Konuna sína? Mömmu sína?“ skrifaði Conor. Færslunni hefur nú verið eytt. Conor Mcgregor tells Khabib that he wants to eat his children and speaks about his family in a deleted tweet pic.twitter.com/zhPcg0OCFl— My Mixtapez (@mymixtapez) August 6, 2021 Hinn umdeildi Conor fótbrotnaði í bardaganum gegn Poirier og búist er við því að hann verði frá keppni í allt að ár. Conor hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Khabib er hættur keppni en hann vann alla 29 bardaga sína á ferlinum. MMA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lamine Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Junior Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sjá meira
Conor og Khabib eru litlir vinir og hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina. Þeir mættust í UFC 229 í október 2018 þar sem Khabib vann sannfærandi sigur. Í nýlegu viðtali í hlaðvarpi Mikes Tyson sagði Khabib að Conor væri illur og lágkúrulegur eftir að hann gerði grín að fráfalli föður hans. Eftir tap Conors fyrir Dustin Poirier í UFC 264 í síðasta mánuði tísti Khabib að hið góða myndi alltaf sigra hið illa. „Covid gott en pabbinn illur,“ svaraði Conor á Twitter og vísaði þar til þess að faðir Khabibs lést af völdum kórónuveirunnar. Hann eyddi svo færslunni. Khabib ræddi þessi ummæli Conors í hlaðvarpi Tysons og sagði Conor illan og að orð hans hefðu sýnt hans innri mann. Írinn tók þetta óstinnt upp, lét gamminn geysa á Twitter og fór langt yfir strikið. „Ég vil borða börnin hans!!!! Hvenær sá hann þau síðast? Konuna sína? Mömmu sína?“ skrifaði Conor. Færslunni hefur nú verið eytt. Conor Mcgregor tells Khabib that he wants to eat his children and speaks about his family in a deleted tweet pic.twitter.com/zhPcg0OCFl— My Mixtapez (@mymixtapez) August 6, 2021 Hinn umdeildi Conor fótbrotnaði í bardaganum gegn Poirier og búist er við því að hann verði frá keppni í allt að ár. Conor hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Khabib er hættur keppni en hann vann alla 29 bardaga sína á ferlinum.
MMA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lamine Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Junior Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sjá meira