Diana og Sue nú bara einum sigri frá gulli á fimmtu Ólympíuleikunum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 09:01 Diana Taurasi og Sue Bird fagna félögum sínum í bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. AP/Eric Gay Bandarísku körfuboltakonurnar Diana Taurasi og Sue Bird komust í nótt með landsliði sínu í úrslitaleik körfuboltakvenna kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó. Bandaríska liðið vann þá öruggan tuttugu stiga sigur á Evrópumeisturum Serba, 79-59, og er komið alla leið í úrslitaleik Ólympíuleikanna á sjöundu leikunum í röð. MEDAL GAME BOUND With a 79-59 win over Serbia, the U.S. Women's National Team will play for their 7th straight medal #Tokyo2020 #Basketball pic.twitter.com/0xv7f6BbS5— WNBA (@WNBA) August 6, 2021 Reynsluboltarnir Diana Taurasi og Sue Bird hafa verið með í síðustu fjórum Ólympíumeistaraliðum Bandaríkjanna og er nú því bara einum sigri frá gulli á fimmtu leikunum í röð. Báðar fengu þær gull um hálsinn í Aþenu 2004, í Peking 2008, í London 2012 og í Ríó 2016. Bird er fertug og Taurasi er 39 ára. Aðeins ein bandarísk körfuboltakona hefur unnið fimm Ólympíugull en því náði Teresa Edwards á árunum 1984 til 2000. Hún vann þó ekki fimm gull í röð því bandaríska liðið fékk bara brons í Barcelona 1992. Diana Taurasi and Sue Bird head to their 5th straight Olympic #basketball final. #USA Legends. pic.twitter.com/xkbF580iKr— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Bandarísku stelpurnar voru ekki alltof sannfærandi í byrjun mótsins en hafa spilað betur og betur með hverjum leik. Sigurinn í nótt var aldrei í hættu og nú bíða annað hvort Frakkland eða Japan í úrslitaleiknum. Miðherjinn Brittney Griner var atkvæðamest í bandaríska liðinu með 15 stig og 12 fráköst, Breanna Stewart var með 12 stig og 10 fráköst og Chelsea Gray kom inn af bekknum með 14 stig. Bird skoraði átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og stal þremur boltum en Taurasi var stigalaus en með fjórar stoðsendingar á þrettán mínútum. Enginn úr byrjunarliði Serba skoraði meira en sex stig í leiknum og byrjunarliðið var samtals með 17 stig og 28 prósent skotnýtingu. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Bandaríska liðið vann þá öruggan tuttugu stiga sigur á Evrópumeisturum Serba, 79-59, og er komið alla leið í úrslitaleik Ólympíuleikanna á sjöundu leikunum í röð. MEDAL GAME BOUND With a 79-59 win over Serbia, the U.S. Women's National Team will play for their 7th straight medal #Tokyo2020 #Basketball pic.twitter.com/0xv7f6BbS5— WNBA (@WNBA) August 6, 2021 Reynsluboltarnir Diana Taurasi og Sue Bird hafa verið með í síðustu fjórum Ólympíumeistaraliðum Bandaríkjanna og er nú því bara einum sigri frá gulli á fimmtu leikunum í röð. Báðar fengu þær gull um hálsinn í Aþenu 2004, í Peking 2008, í London 2012 og í Ríó 2016. Bird er fertug og Taurasi er 39 ára. Aðeins ein bandarísk körfuboltakona hefur unnið fimm Ólympíugull en því náði Teresa Edwards á árunum 1984 til 2000. Hún vann þó ekki fimm gull í röð því bandaríska liðið fékk bara brons í Barcelona 1992. Diana Taurasi and Sue Bird head to their 5th straight Olympic #basketball final. #USA Legends. pic.twitter.com/xkbF580iKr— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Bandarísku stelpurnar voru ekki alltof sannfærandi í byrjun mótsins en hafa spilað betur og betur með hverjum leik. Sigurinn í nótt var aldrei í hættu og nú bíða annað hvort Frakkland eða Japan í úrslitaleiknum. Miðherjinn Brittney Griner var atkvæðamest í bandaríska liðinu með 15 stig og 12 fráköst, Breanna Stewart var með 12 stig og 10 fráköst og Chelsea Gray kom inn af bekknum með 14 stig. Bird skoraði átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og stal þremur boltum en Taurasi var stigalaus en með fjórar stoðsendingar á þrettán mínútum. Enginn úr byrjunarliði Serba skoraði meira en sex stig í leiknum og byrjunarliðið var samtals með 17 stig og 28 prósent skotnýtingu.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn