Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2021 23:27 Biden Bandaríkjaforseti svaraði því játandi þegar fréttamenn spurðu hann hvort að rétt væri að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segði af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni í dag. Vísir/EPA Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. Cuomo er sagður hafa áreitt að minnsta kosti ellefu konur kynferðislega í skýrslu rannsakenda dómsmálaráðherra New York-ríkis sem var gerð opinber í dag. Hann neitar ásökununum og hefur fram að þessu þverneitað að segja af sér. Biden sagði fréttamönnum í dag að hann teldi rétt að Cuomo segði af sér. Áður höfðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, hvatt Cuomo til þess. Fari Cuomo ekki sjálfviljugur gæti ríkisþing New York sparkað honum úr stóli á næstunni. Þingið hefur undanfarið unnið að kærum vegna embættisbrots á hendur ríkisstjóranum og er sú vinna nú sögð langt komin. Carl Heastie, forseti neðri deildar ríkisþingsins, segir Cuomo ekki sætt í embætti og að hann hyggist ljúka rannsókn á embættisbrotum ríkisstjórans fljótt. Konurnar sem Cuomo er sakaður um að hafa áreitt unnu bæði innan og utan ríkisstjórnar hans. Þær lýstu því hvernig ríkisstjórinn þuklaði á þeim, kyssti þær og talaði um útlit þeirra og kynlíf við þær. Í einu tilfelli hafi starfslið Cuomo beitt sér til að rýra trúverðugleika fyrrverandi starfsmanns sem sakaði hann um áreitni. Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Joe Biden Tengdar fréttir Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu. 3. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Fleiri fréttir Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Sjá meira
Cuomo er sagður hafa áreitt að minnsta kosti ellefu konur kynferðislega í skýrslu rannsakenda dómsmálaráðherra New York-ríkis sem var gerð opinber í dag. Hann neitar ásökununum og hefur fram að þessu þverneitað að segja af sér. Biden sagði fréttamönnum í dag að hann teldi rétt að Cuomo segði af sér. Áður höfðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, hvatt Cuomo til þess. Fari Cuomo ekki sjálfviljugur gæti ríkisþing New York sparkað honum úr stóli á næstunni. Þingið hefur undanfarið unnið að kærum vegna embættisbrots á hendur ríkisstjóranum og er sú vinna nú sögð langt komin. Carl Heastie, forseti neðri deildar ríkisþingsins, segir Cuomo ekki sætt í embætti og að hann hyggist ljúka rannsókn á embættisbrotum ríkisstjórans fljótt. Konurnar sem Cuomo er sakaður um að hafa áreitt unnu bæði innan og utan ríkisstjórnar hans. Þær lýstu því hvernig ríkisstjórinn þuklaði á þeim, kyssti þær og talaði um útlit þeirra og kynlíf við þær. Í einu tilfelli hafi starfslið Cuomo beitt sér til að rýra trúverðugleika fyrrverandi starfsmanns sem sakaði hann um áreitni.
Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Joe Biden Tengdar fréttir Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu. 3. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Fleiri fréttir Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Sjá meira
Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23
Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu. 3. ágúst 2021 15:27