Var stressuð að byrja elleftu heimsleikana: „Snýst jafnmikið um andlega þáttinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir fékk að hvíla sig í gær en keppnin á heimsleikunum heldur síðan áfram í dag. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir fer ekki felur með neitt. Hún viðurkennir að hafa verið stressuð fyrir fyrsta daginn á heimsleikunum og það þótt hún væri reyndasti keppandinn á svæðinu og mætt á sína elleftu heimsleika á ferlinum. „Ég var stressuð fyrir keppnina í gær. Það hafði liðið langur tími síðan ég steig út á keppnisgólfið síðast Ég vissi ekki alveg hvar ég stæði gagnvart hinum stelpunum og öðruvísi aðdragandi að heimsleikunum í ár þýddi að efinn var meiri sem og óttinn að vera ekki nógu góð,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína í gær þegar keppendur fengu frídag til að safna kröftum eftir mjög viðburðaríkan miðvikudag. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Ég sagði sjálfri mér þetta: Anníe, þú hefur lagt allt þetta á þig í tólf mánuði og nú áttu það skilið að sýna það og sanna á keppnisgólfinu,“ skrifaði Anníe. „Dagur eitt er baki og ég er mjög stolt af frammistöðunni og það sem ég lagði í keppnina. Ég skildi ekkert eftir á tanknum í fyrstu, annarri og fjórðu greininni. Í þriðju greininni var lítill api mættur inn í hausinn á mér. Ég sagði sjálfri mér: Ég veit ekki hversu hratt ég kemst og hinar eru örugglega miklu fljótari en ég af því að ég hef ekki hlaupið það mikið. Ég vil bara ekki vera síðust,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Á þessu stigi í þessari keppni þá máttu alls ekki efast um hæfileika þína. Þú verður að gefa allt til að finna þröskuldinn þinn og ef hjólin detta af þá verður þú bara að gera þitt besta með það sem þú átt eftir,“ skrifaði Anníe. „Heimsleikarnir í CrossFit snúast alveg jafnmikið um það andlega og það líkamlega. Ég vildi bara gefa ykkur smá innsýn í það sem maður lendir í jafnvel þótt að þetta séu mínir elleftu heimsleikar,“ skrifaði Anníe. „Enginn efi lengur og engar afsakanir. Ég ætla bara að keyra á þetta og njóta þess í leiðinni,“ skrifaði Anníe Mist að lokum eins og sjá má hér fyrir ofan. Heimsleikarnir halda áfram í dag og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni hér á Vísi. CrossFit Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
„Ég var stressuð fyrir keppnina í gær. Það hafði liðið langur tími síðan ég steig út á keppnisgólfið síðast Ég vissi ekki alveg hvar ég stæði gagnvart hinum stelpunum og öðruvísi aðdragandi að heimsleikunum í ár þýddi að efinn var meiri sem og óttinn að vera ekki nógu góð,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína í gær þegar keppendur fengu frídag til að safna kröftum eftir mjög viðburðaríkan miðvikudag. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Ég sagði sjálfri mér þetta: Anníe, þú hefur lagt allt þetta á þig í tólf mánuði og nú áttu það skilið að sýna það og sanna á keppnisgólfinu,“ skrifaði Anníe. „Dagur eitt er baki og ég er mjög stolt af frammistöðunni og það sem ég lagði í keppnina. Ég skildi ekkert eftir á tanknum í fyrstu, annarri og fjórðu greininni. Í þriðju greininni var lítill api mættur inn í hausinn á mér. Ég sagði sjálfri mér: Ég veit ekki hversu hratt ég kemst og hinar eru örugglega miklu fljótari en ég af því að ég hef ekki hlaupið það mikið. Ég vil bara ekki vera síðust,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Á þessu stigi í þessari keppni þá máttu alls ekki efast um hæfileika þína. Þú verður að gefa allt til að finna þröskuldinn þinn og ef hjólin detta af þá verður þú bara að gera þitt besta með það sem þú átt eftir,“ skrifaði Anníe. „Heimsleikarnir í CrossFit snúast alveg jafnmikið um það andlega og það líkamlega. Ég vildi bara gefa ykkur smá innsýn í það sem maður lendir í jafnvel þótt að þetta séu mínir elleftu heimsleikar,“ skrifaði Anníe. „Enginn efi lengur og engar afsakanir. Ég ætla bara að keyra á þetta og njóta þess í leiðinni,“ skrifaði Anníe Mist að lokum eins og sjá má hér fyrir ofan. Heimsleikarnir halda áfram í dag og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni hér á Vísi.
CrossFit Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira