Stjörnufræðingar námu ljós fyrir aftan svarthol Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 22:30 Vísindamenn hafa í fyrsta sinn numið ljósbylgur í svartholi. Getty Stjörnufræðingar hafa í fyrsta skipti numið ljós sem barst til þeirra hlémegins svarthols, á svæðinu fyrir aftan það. Uppgötvunin er talin staðfesting á lýsingum hinnar almennu afstæðiskenningu á því hvernig þyngdarkraftur sveigir ljós í kringum svarthol. Bjartir blossar röntgengeisla sáust fyrir aftan risavaxið svarthol í miðju vetrarbrautar um 800 milljón ljósára í burtu frá okkur. Vísindamenn voru að rannsaka fyrirbæri sem kallast rosabaugur þegar sjónaukinn nam ljósbylgjur. Bylgjurnar voru veikari, minni og öðru vísi á litin en björtu röntgenblossarnir sem fyrst voru numdir. Blossarnir sem urðu til í vetrabrautinni voru svo skærir, að röntgengeislunin virkaði eins og ljóskastari sem lýsti á gas sem myndar skífu í kringum svarthol, einnig á gasið á fyrir aftan svartholið, þann hluta sem sést ekki beint. Vegna þess að svartholið sveigir og beygir geiminn er hægt að sjá endurkastið af ljósblossunum sem átti sér stað hinumegin frá, hlémeginn. Í þetta skiptið tókst að mæla bergmálið af ljósi sem skall á gas fyrir aftan svartholið, samkvæmt upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni stjörnufræðingi. Svartholið eru svo þungt að þau sveigja og beygja geiminn í kringum sig. Því má líkja við undinn þvottapokka. Ljósgeislar ferðast eftir sveigjunum eins og í linsu, svo það sem er fyrir aftan það getur birst okkur þótt svartholið byrgi okkur sýn, sé fyrir, að sögn Sævars Helga. Mælingarnar staðfesta lýsingar almennu afstæðiskenningarinnar á því hvernig þyngdarkrafturinn sveigir ljós í kringum svarthol. „Fyrir fimmtíu árum síðan, þegar stjörnufræðingar fóru að velta því fyrir sér hvernig segulsvið haga sér í nálægt svartholi höfðu þeir enga hugmynd um að einn daginn hefðum við tæknina til að sjá þetta og sjá afstæðiskenningu Einsteins með berum augum,“ segir Roger Blandford, einn höfunda rannsóknarinnar sem birtist í vísindablaðinu Nature, og haft er eftir honum í frétt Guardian. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni, auk þess að fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Geimurinn Vísindi Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Bjartir blossar röntgengeisla sáust fyrir aftan risavaxið svarthol í miðju vetrarbrautar um 800 milljón ljósára í burtu frá okkur. Vísindamenn voru að rannsaka fyrirbæri sem kallast rosabaugur þegar sjónaukinn nam ljósbylgjur. Bylgjurnar voru veikari, minni og öðru vísi á litin en björtu röntgenblossarnir sem fyrst voru numdir. Blossarnir sem urðu til í vetrabrautinni voru svo skærir, að röntgengeislunin virkaði eins og ljóskastari sem lýsti á gas sem myndar skífu í kringum svarthol, einnig á gasið á fyrir aftan svartholið, þann hluta sem sést ekki beint. Vegna þess að svartholið sveigir og beygir geiminn er hægt að sjá endurkastið af ljósblossunum sem átti sér stað hinumegin frá, hlémeginn. Í þetta skiptið tókst að mæla bergmálið af ljósi sem skall á gas fyrir aftan svartholið, samkvæmt upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni stjörnufræðingi. Svartholið eru svo þungt að þau sveigja og beygja geiminn í kringum sig. Því má líkja við undinn þvottapokka. Ljósgeislar ferðast eftir sveigjunum eins og í linsu, svo það sem er fyrir aftan það getur birst okkur þótt svartholið byrgi okkur sýn, sé fyrir, að sögn Sævars Helga. Mælingarnar staðfesta lýsingar almennu afstæðiskenningarinnar á því hvernig þyngdarkrafturinn sveigir ljós í kringum svarthol. „Fyrir fimmtíu árum síðan, þegar stjörnufræðingar fóru að velta því fyrir sér hvernig segulsvið haga sér í nálægt svartholi höfðu þeir enga hugmynd um að einn daginn hefðum við tæknina til að sjá þetta og sjá afstæðiskenningu Einsteins með berum augum,“ segir Roger Blandford, einn höfunda rannsóknarinnar sem birtist í vísindablaðinu Nature, og haft er eftir honum í frétt Guardian. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni, auk þess að fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira