Auddi skýtur á Nökkva Fjalar fyrir að vilja ekki bólusetningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2021 16:50 Auddi nýtti tækifærið til að skjóta létt á Nökkva. vísir/vilhelm/skjáskot/instagram Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal virðist ekki sáttur með skilaboð athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar til fylgjenda sinna þar sem hann segist hafa talið það best fyrir sína heilsu að sleppa því að fara í bólusetningu. Auddi nýtti tækifærið í dag þegar umræður um skilaboð Nökkva sköpuðust á Twitter til að hnýta aðeins í kollega sinn og saka hann um að hafa með störfum sínum í Áttunni hermt eftir hinum sívinsælu þáttum 70 mínútum. Nökkvi sat fyrir svörum fylgjenda sinna á miðlinum Instagram í gær þar sem hann var spurður hvort hann væri bólusettur. Kvað hann nei við. Spurður af hverju svo sé segir Nökkvi: „Ég las mig vel til um þetta og kynnti mér málið. Niðurstaða mín í þetta skiptið var að kýla ekki á bólusetningu. Ég veit alls ekki öll svörin en ég taldi þessa ákvörðun besta að þessu sinni. Ég vinn að heilsu minni 24/7 og tel það mína samfélagslegu ábyrgð.“ Skjáskot af svörum Nökkva við spurningum fylgjenda sinna á Instagram.instagram Sem fyrr segir sköpuðust umræður um þessa skýringu á Twitter þar sem fólk undrar sig á Nökkva. Auddi leggur þar orð í belg: „Benda honum á að allir úr 70min eru bólusettir. Hefur hermt eftir okkur áður 😊“ Benda honum á að allir úr 70min eru bólusettir. Hefur hermt eftir okkur áður 😊— Auðunn Blöndal (@Auddib) July 27, 2021 Tístið vekur mikla lukku og hafa hátt í þúsund manns lækað það þegar þetta er skrifað. Auddi vísar þarna líklega til þáttanna Áttunnar, sem Nökkvi Fjalar stóð meðal annars fyrir. Óhætt er að segja að margt í þeim hafi svipað mjög til 70 mínútna, sem var á sínum tíma í umsjón Audda, Sverris Þórs Sverrissonar, eða Sveppa, og þeirra félaga Sigmars Vilhjálmssonar og Jóhannesar Ásbjörnssonar, Simma og Jóa. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nökkvi Fjalar borðaði þrjú grömm af ofskynjunarsveppum eftir sjö daga föstu Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason fastaði í viku á dögunum og endaði síðan föstuna á því að borða þrjú grömm af ofskynjunarsveppum. 16. apríl 2021 14:32 Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Auddi nýtti tækifærið í dag þegar umræður um skilaboð Nökkva sköpuðust á Twitter til að hnýta aðeins í kollega sinn og saka hann um að hafa með störfum sínum í Áttunni hermt eftir hinum sívinsælu þáttum 70 mínútum. Nökkvi sat fyrir svörum fylgjenda sinna á miðlinum Instagram í gær þar sem hann var spurður hvort hann væri bólusettur. Kvað hann nei við. Spurður af hverju svo sé segir Nökkvi: „Ég las mig vel til um þetta og kynnti mér málið. Niðurstaða mín í þetta skiptið var að kýla ekki á bólusetningu. Ég veit alls ekki öll svörin en ég taldi þessa ákvörðun besta að þessu sinni. Ég vinn að heilsu minni 24/7 og tel það mína samfélagslegu ábyrgð.“ Skjáskot af svörum Nökkva við spurningum fylgjenda sinna á Instagram.instagram Sem fyrr segir sköpuðust umræður um þessa skýringu á Twitter þar sem fólk undrar sig á Nökkva. Auddi leggur þar orð í belg: „Benda honum á að allir úr 70min eru bólusettir. Hefur hermt eftir okkur áður 😊“ Benda honum á að allir úr 70min eru bólusettir. Hefur hermt eftir okkur áður 😊— Auðunn Blöndal (@Auddib) July 27, 2021 Tístið vekur mikla lukku og hafa hátt í þúsund manns lækað það þegar þetta er skrifað. Auddi vísar þarna líklega til þáttanna Áttunnar, sem Nökkvi Fjalar stóð meðal annars fyrir. Óhætt er að segja að margt í þeim hafi svipað mjög til 70 mínútna, sem var á sínum tíma í umsjón Audda, Sverris Þórs Sverrissonar, eða Sveppa, og þeirra félaga Sigmars Vilhjálmssonar og Jóhannesar Ásbjörnssonar, Simma og Jóa.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nökkvi Fjalar borðaði þrjú grömm af ofskynjunarsveppum eftir sjö daga föstu Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason fastaði í viku á dögunum og endaði síðan föstuna á því að borða þrjú grömm af ofskynjunarsveppum. 16. apríl 2021 14:32 Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Nökkvi Fjalar borðaði þrjú grömm af ofskynjunarsveppum eftir sjö daga föstu Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason fastaði í viku á dögunum og endaði síðan föstuna á því að borða þrjú grömm af ofskynjunarsveppum. 16. apríl 2021 14:32