Hörmungarlokakafli skilaði fyrsta tapinu í 17 ár Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 15:15 Durant hefur átt betri leiki. Gregory Shamus/Getty Images Karlalandslið Bandaríkjanna í körfubolta þurfti að þola 83-76 tap fyrir Frakklandi í fyrstu umferð A-riðils á Ólympíuleikunum. Bandaríkin hafa ekki tapað leik á Ólympíuleikum síðan 2004. Bandaríska liðið er skipað eingöngu leikmönnum úr NBA-deildinni vestanhafs, þar á meðal eru Kevin Durant, Jrue Holiday, Damian Lillard, Draymond Green, Khris Middleton og fleiri. Þá þjálfar Gregg Popovich, sem stýrir San Antonio Spurs, liðinu með Steve Kerr, þjálfara Golden State Warriors, sér til aðstoðar. Bandaríska liðið var sterkara framan af í jöfnum leik liðanna. Átta stiga munur var í hálfleik, 45-37, fyrir Bandaríkin. Frakkar voru sterkari í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu 25 stig gegn aðeins 11 stigum Bandaríkjanna og voru því 62-56 yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. USA s Men s Basketball just lost in the Olympics for the first time since 2004 and honestly they were beat by a better team. the days of just showing up and running pickup and having the other team ask for pictures after getting waxed by 40 is over.— Rob Perez (@WorldWideWob) July 25, 2021 Bandaríkjamenn svöruðu fyrir sig og voru með öll völd framan af fjórða leikhlutanum, liðið skoraði 18 stig gegn fimm, og var með 74-67 forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Þá hrundi hins vegar leikur liðsins, Frakkar gengu á lagið og skoruðu 16 af síðustu 18 stigum leiksins. Frakkar unnu því frækinn 83-76 sigur á stjörnum prýddu liði Bandaríkjanna sem hefur ekki tapað leik á Ólympíuleikum síðan í Aþenu árið 2004. Evan Fournier, leikmaður Boston Celtics, fór mikinn fyrir Frakka og skoraði 28 stig í leiknum. Félagi hans Rudy Gobert, úr Utah Jazz, skoraði 14 stig og tók níu fráköst. Jrue Holiday var atkvæðamestur Bandaríkjamanna með 18 stig. Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu; tólf sti og tíu fráköst, Kevin Durant gerði tíu stig og Damian Lillard skoraði ellefu. Sigrar hjá Ítalíu, Tékklandi og Ástralíu Þrír aðrir leikir voru á dagskrá í dag. Tékkland vann Íran með sex stiga mun, 84-78, í A-riðlinum. Bandaríkin eru því á botni riðilsins með eitt stig, líkt og Íran, en Frakkar og Tékkar eru með tvö. Í B-riðli vann Ítalía sterkan 92-82 sigur á Þýskalandi og Ástralía rúllaði yfir Nígeríu, 84-65. Þrír riðlar eru á mótinu en keppt er í C-riðlinum á morgun. Tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk þeirra tveggja með bestan árangur í þriðja sæti. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Sjá meira
Bandaríska liðið er skipað eingöngu leikmönnum úr NBA-deildinni vestanhafs, þar á meðal eru Kevin Durant, Jrue Holiday, Damian Lillard, Draymond Green, Khris Middleton og fleiri. Þá þjálfar Gregg Popovich, sem stýrir San Antonio Spurs, liðinu með Steve Kerr, þjálfara Golden State Warriors, sér til aðstoðar. Bandaríska liðið var sterkara framan af í jöfnum leik liðanna. Átta stiga munur var í hálfleik, 45-37, fyrir Bandaríkin. Frakkar voru sterkari í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu 25 stig gegn aðeins 11 stigum Bandaríkjanna og voru því 62-56 yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. USA s Men s Basketball just lost in the Olympics for the first time since 2004 and honestly they were beat by a better team. the days of just showing up and running pickup and having the other team ask for pictures after getting waxed by 40 is over.— Rob Perez (@WorldWideWob) July 25, 2021 Bandaríkjamenn svöruðu fyrir sig og voru með öll völd framan af fjórða leikhlutanum, liðið skoraði 18 stig gegn fimm, og var með 74-67 forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Þá hrundi hins vegar leikur liðsins, Frakkar gengu á lagið og skoruðu 16 af síðustu 18 stigum leiksins. Frakkar unnu því frækinn 83-76 sigur á stjörnum prýddu liði Bandaríkjanna sem hefur ekki tapað leik á Ólympíuleikum síðan í Aþenu árið 2004. Evan Fournier, leikmaður Boston Celtics, fór mikinn fyrir Frakka og skoraði 28 stig í leiknum. Félagi hans Rudy Gobert, úr Utah Jazz, skoraði 14 stig og tók níu fráköst. Jrue Holiday var atkvæðamestur Bandaríkjamanna með 18 stig. Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu; tólf sti og tíu fráköst, Kevin Durant gerði tíu stig og Damian Lillard skoraði ellefu. Sigrar hjá Ítalíu, Tékklandi og Ástralíu Þrír aðrir leikir voru á dagskrá í dag. Tékkland vann Íran með sex stiga mun, 84-78, í A-riðlinum. Bandaríkin eru því á botni riðilsins með eitt stig, líkt og Íran, en Frakkar og Tékkar eru með tvö. Í B-riðli vann Ítalía sterkan 92-82 sigur á Þýskalandi og Ástralía rúllaði yfir Nígeríu, 84-65. Þrír riðlar eru á mótinu en keppt er í C-riðlinum á morgun. Tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk þeirra tveggja með bestan árangur í þriðja sæti.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Sjá meira