Spilaði allan leikinn enn einu tapinu Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 10:16 Gunnhildur Yrsa og stöllur hennar í Orlando Pride hafa verið í frjálsu falli. vísir/vilhelm Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Orlando Pride sem þurfti að þola 2-0 tap fyrir OL Reign á heimavelli í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta í nótt. Orlando hefur átt slæmu gengi að fagna að undanförnu. Engin pása er á deildinni í Bandaríkjunum þrátt fyrir að fjölmargir leikmenn taki þátt á Ólympíuleikunum þessa dagana. Leikur næturinnar var mikilvægur báðum liðum í baráttu sinni um sæti í úrslitakeppninni. Orlando var fyrir leikinn með 16 stig í jafnri baráttu við liðin í kringum sig en OL Reign var með 10 stig í næsta neðsta sæti og gat tekið stórt skref í átt að umspilssætis baráttunni með sigri. Hin velska Jessice Fishlock kom Reign yfir strax á 10. mínútu eftir stoðsendingu frá Tziarra King. King skoraði svo síðara mark Reign snemma í síðari hálfleik. Mark hennar lagði franska stórstjarnan Eugénie Le Sommer upp en hún er ásamt franska landsliðsmarkverðinum Söruh Bouhaddi á mála hjá Reign, líkt og þýska goðsögnin Dzsenifer Marozsán. Eftir góða byrjunar á mótinu hefur dregið allhressilega undan gengi Orlando Pride. Liðið vann fjóra og gerði þrjú jafntefli í fyrstu sjö leikjum sínum en hefur síðan aðeins fengið eitt stig í fimm leikjum. Tvö efstu lið deildarinnar fara beint í undanúrslit um meistaratitilinn en sæti 3-6 fara í umspil. Deildin er gríðarjöfn þar sem tvö lið eru með 17 stig í 2.-3. sæti, þrjú lið með 16 stig í 4.-6. sæti, þar á meðal Pride í því sjötta, Washington Spirit kemur næst með 15 stig og svo OL Reign með 13 stig í 8. sæti eftir sigurinn í nótt. NWSL Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Engin pása er á deildinni í Bandaríkjunum þrátt fyrir að fjölmargir leikmenn taki þátt á Ólympíuleikunum þessa dagana. Leikur næturinnar var mikilvægur báðum liðum í baráttu sinni um sæti í úrslitakeppninni. Orlando var fyrir leikinn með 16 stig í jafnri baráttu við liðin í kringum sig en OL Reign var með 10 stig í næsta neðsta sæti og gat tekið stórt skref í átt að umspilssætis baráttunni með sigri. Hin velska Jessice Fishlock kom Reign yfir strax á 10. mínútu eftir stoðsendingu frá Tziarra King. King skoraði svo síðara mark Reign snemma í síðari hálfleik. Mark hennar lagði franska stórstjarnan Eugénie Le Sommer upp en hún er ásamt franska landsliðsmarkverðinum Söruh Bouhaddi á mála hjá Reign, líkt og þýska goðsögnin Dzsenifer Marozsán. Eftir góða byrjunar á mótinu hefur dregið allhressilega undan gengi Orlando Pride. Liðið vann fjóra og gerði þrjú jafntefli í fyrstu sjö leikjum sínum en hefur síðan aðeins fengið eitt stig í fimm leikjum. Tvö efstu lið deildarinnar fara beint í undanúrslit um meistaratitilinn en sæti 3-6 fara í umspil. Deildin er gríðarjöfn þar sem tvö lið eru með 17 stig í 2.-3. sæti, þrjú lið með 16 stig í 4.-6. sæti, þar á meðal Pride í því sjötta, Washington Spirit kemur næst með 15 stig og svo OL Reign með 13 stig í 8. sæti eftir sigurinn í nótt.
NWSL Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira