Svekkjandi tap í fyrsta leik Guðlaugs Victors Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2021 20:30 Guðlaugur Victor og hans menn byrja ekki vel í nýrri deild. Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Schalke 04 er liðið tapaði 3-1 Hamburger SV í fyrstu umferð þýsku B-deildarinnar í fótbolta í Gelsenkirchen í kvöld. Varamenn Hamburgar reyndust þeirra liði vel á lokakaflanum. Guðlaugur Victor skipti til Schalke í sumar frá Darmstadt og byrjaði leikinn sem djúpur miðjumaður hjá liði Schalke sem féll úr úrvalsdeildinni síðasta vor. Andstæðingurinn var Hamburgar SV, en um er að ræða tvö sögufræg þýsk félög sem bæði stefna ótrauð upp í efstu deild að ári. Schalke byrjaði betur í Gelsenkirchen í kvöld þar sem framherjinn Simon Terodde kom liðinu í forystu með laglegri afgreiðslu eftir að hafa sloppið í gegn eftir skyndisókn á 7. mínútu. Markið var upprunalega dæmt af vegna rangstöðu en því var snúið við eftir endurskoðun myndbandsdómara. Robert Glatzel, framherji HSV, sem kom frá velska liðinu Cardiff City í sumar, fékk tækifæri til að skora í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið fékk vítaspyrnu á 28. mínútu. Hann lét hins vegar Michael Langer, markvörð Schalke, verja frá sér. 1-0 stóð í hléi en Glatzel gerði hins vegar upp fyrir mistökin snemma í síðari hálfleik þegar hann jafnaði metin er hann fylgdi eftir aukaspyrnu liðsfélaga síns sem Langer varði fyrir fætur hans. Allt virtist stefna í jafntefli en á 86. mínútu skoraði varamaðurinn Moritz Heyer annað mark HSV þar sem dekkning Schalke í teignum klikkaði og hann lagði boltann laglega af stuttu færi í netið. Schalke komst í tvígang nærri því að jafna í kjölfarið en Daniel Heuer Fernandes markmaður HSV varði vel. Hamburg fór eftir það í skyndisókn og Gambíumaðurinn Bakery Jatta, annar varamaður, skoraði frá markteig eftir fyrirgjöf frá vinstri til að innsigla 3-1 sigur Hamborgara. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn á miðju Schalke í kvöld. Þýski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Guðlaugur Victor skipti til Schalke í sumar frá Darmstadt og byrjaði leikinn sem djúpur miðjumaður hjá liði Schalke sem féll úr úrvalsdeildinni síðasta vor. Andstæðingurinn var Hamburgar SV, en um er að ræða tvö sögufræg þýsk félög sem bæði stefna ótrauð upp í efstu deild að ári. Schalke byrjaði betur í Gelsenkirchen í kvöld þar sem framherjinn Simon Terodde kom liðinu í forystu með laglegri afgreiðslu eftir að hafa sloppið í gegn eftir skyndisókn á 7. mínútu. Markið var upprunalega dæmt af vegna rangstöðu en því var snúið við eftir endurskoðun myndbandsdómara. Robert Glatzel, framherji HSV, sem kom frá velska liðinu Cardiff City í sumar, fékk tækifæri til að skora í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið fékk vítaspyrnu á 28. mínútu. Hann lét hins vegar Michael Langer, markvörð Schalke, verja frá sér. 1-0 stóð í hléi en Glatzel gerði hins vegar upp fyrir mistökin snemma í síðari hálfleik þegar hann jafnaði metin er hann fylgdi eftir aukaspyrnu liðsfélaga síns sem Langer varði fyrir fætur hans. Allt virtist stefna í jafntefli en á 86. mínútu skoraði varamaðurinn Moritz Heyer annað mark HSV þar sem dekkning Schalke í teignum klikkaði og hann lagði boltann laglega af stuttu færi í netið. Schalke komst í tvígang nærri því að jafna í kjölfarið en Daniel Heuer Fernandes markmaður HSV varði vel. Hamburg fór eftir það í skyndisókn og Gambíumaðurinn Bakery Jatta, annar varamaður, skoraði frá markteig eftir fyrirgjöf frá vinstri til að innsigla 3-1 sigur Hamborgara. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn á miðju Schalke í kvöld.
Þýski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira