Rio Tinto kostar rannsókn á áhrifum Panguna námunnar í Bougainville Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2021 07:50 Náman nær yfir gríðarlegt landsvæði og er sögð hafa haft hræðileg áhrif á umhverfið á eyjunni. Þá varð námugröfturinn kveikjan að áratugalangri borgarastyrjöld á eyjunni. Getty/NASA Landsat Þrjátíu og tveimur árum eftir að Rio Tinto flúði eyjuna Bougainville hefur námufyrirtækið lofað að kosta rannsókn, á vegum sjálfstæðra eftirlitsaðila, á umhverfisáhrifum Panguna námunnar. Landeigendur segja það mikilvægt skref til að snú aftur áratuga mengun og umhverfisspjöllum. Námurisinn hefur lofað að verja milljónum Bandaríkjadala í matið, sem á að snúa bæði að umhverfisáhrifum og áhrifum námunnar á mannréttindi á eyjunni. Gull- og koparnáman var kveikjan að áratugalangri borgarastyrjöld í Bougainville. Fréttastofa Guardian greinir frá. Loforð Rio Tinto er svar námufyrirtækisins við kvörtun sem 156 íbúar í Buigainville skrifuðu undir í september í fyrra. Íbúarnir eru allir búsettir við á sem rennur meðfram námunni og segja íbúarnir að milljörðum tonna af rusli og mengun frá námuni hafi verið dælt í Kawerong-Jaba ána. Þeir segja jafnframt að mengunin hafi enn hræðileg umhverfisáhrif og stefni lífi og lifibrauði þeirra í hættu. Samfélögin við ána hafa fengið til liðs við sig mannréttindalögmannsstofu í Melbourne og hafa verið í samtali við Rio Tinto síðan í desember. Þau eiga í viðræðum við námufyrirtækið með milligöngu ástralskra stjórnvalda. Rannsóknin verður framkvæmd á vegum sjálfstæðs rannsóknarfyrirtækis sem mun meta umhverfisáhrif frá námunni og áhrif hennar á mannréttindi á eyjunni. Rio Tinto hefur ekki lofað fjármagni í að hreinsa upp mengunina en það verður til umræðu þegar matinu er lokið. Náman var ein stærsta kopar- og gullnáma í heiminum á sínum tíma og á einum tímapunkti taldi útflutningur úr námunni 45 prósent útflutnings Papúa Nýju-Gíneu. Þrátt fyrir það rann aðeins eitt prósent hagnaðar frá námunni til Bougainville og segja landeigendur að náman hafi orðið til pólitískra ádeilna, ofbeldis og umhverfisspjalla. Árið 1989 lokaði námann eftir mikinn þrýsting landeigenda, sem höfðu skemmt rafmagnslínur og beitt valdi til að námugröftur gæti ekki haldið áfram. Stjórnvöld í Papúa Nýju-Gíneu sendu her sinn til eyjunnar gegn eigin almenningi til að námugröftur gæti hafist að nýju og í kjölfarið braust út áratugalöng borgarstyrjöld og talið er að allt að 20 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum. Árið 2001 var samið um frið og árið 2019 fór fram íbúakosning um sjálfstæði og var niðurstaða hennar afgerandi. 98 prósent íbúa vildu sjálfstæði. Rio Tinto sneri aldrei aftur til Panguna, sagði aðstæður óöruggar fyrir starfsmenn, og sagði skilið við námuna árið 2016. Papúa Nýja-Gínea Tengdar fréttir Bougainville: Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvember Íbúar á eyjunni Bougainville munu kjósa um hvort eyjan skuli verða sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir rúma tvo mánuði. 15. september 2019 07:15 98 prósent eyjaskeggja greiddu atkvæði með sjálfstæði Íbúar á Bougainville, eyjaklasa sem hluti er af Papúa Nýju-Gíneu, greiddu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæði með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á síðustu vikum. 11. desember 2019 07:15 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Námurisinn hefur lofað að verja milljónum Bandaríkjadala í matið, sem á að snúa bæði að umhverfisáhrifum og áhrifum námunnar á mannréttindi á eyjunni. Gull- og koparnáman var kveikjan að áratugalangri borgarastyrjöld í Bougainville. Fréttastofa Guardian greinir frá. Loforð Rio Tinto er svar námufyrirtækisins við kvörtun sem 156 íbúar í Buigainville skrifuðu undir í september í fyrra. Íbúarnir eru allir búsettir við á sem rennur meðfram námunni og segja íbúarnir að milljörðum tonna af rusli og mengun frá námuni hafi verið dælt í Kawerong-Jaba ána. Þeir segja jafnframt að mengunin hafi enn hræðileg umhverfisáhrif og stefni lífi og lifibrauði þeirra í hættu. Samfélögin við ána hafa fengið til liðs við sig mannréttindalögmannsstofu í Melbourne og hafa verið í samtali við Rio Tinto síðan í desember. Þau eiga í viðræðum við námufyrirtækið með milligöngu ástralskra stjórnvalda. Rannsóknin verður framkvæmd á vegum sjálfstæðs rannsóknarfyrirtækis sem mun meta umhverfisáhrif frá námunni og áhrif hennar á mannréttindi á eyjunni. Rio Tinto hefur ekki lofað fjármagni í að hreinsa upp mengunina en það verður til umræðu þegar matinu er lokið. Náman var ein stærsta kopar- og gullnáma í heiminum á sínum tíma og á einum tímapunkti taldi útflutningur úr námunni 45 prósent útflutnings Papúa Nýju-Gíneu. Þrátt fyrir það rann aðeins eitt prósent hagnaðar frá námunni til Bougainville og segja landeigendur að náman hafi orðið til pólitískra ádeilna, ofbeldis og umhverfisspjalla. Árið 1989 lokaði námann eftir mikinn þrýsting landeigenda, sem höfðu skemmt rafmagnslínur og beitt valdi til að námugröftur gæti ekki haldið áfram. Stjórnvöld í Papúa Nýju-Gíneu sendu her sinn til eyjunnar gegn eigin almenningi til að námugröftur gæti hafist að nýju og í kjölfarið braust út áratugalöng borgarstyrjöld og talið er að allt að 20 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum. Árið 2001 var samið um frið og árið 2019 fór fram íbúakosning um sjálfstæði og var niðurstaða hennar afgerandi. 98 prósent íbúa vildu sjálfstæði. Rio Tinto sneri aldrei aftur til Panguna, sagði aðstæður óöruggar fyrir starfsmenn, og sagði skilið við námuna árið 2016.
Papúa Nýja-Gínea Tengdar fréttir Bougainville: Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvember Íbúar á eyjunni Bougainville munu kjósa um hvort eyjan skuli verða sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir rúma tvo mánuði. 15. september 2019 07:15 98 prósent eyjaskeggja greiddu atkvæði með sjálfstæði Íbúar á Bougainville, eyjaklasa sem hluti er af Papúa Nýju-Gíneu, greiddu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæði með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á síðustu vikum. 11. desember 2019 07:15 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Bougainville: Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvember Íbúar á eyjunni Bougainville munu kjósa um hvort eyjan skuli verða sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir rúma tvo mánuði. 15. september 2019 07:15
98 prósent eyjaskeggja greiddu atkvæði með sjálfstæði Íbúar á Bougainville, eyjaklasa sem hluti er af Papúa Nýju-Gíneu, greiddu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæði með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á síðustu vikum. 11. desember 2019 07:15