Lið Beckhams bæði það dýrasta og slakasta vestanhafs Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 23:16 Staðan er strembin hjá félögunum Phil Neville og David Beckham vestanhafs. Michael Reaves/Getty Images Ævintýri fyrrum knattspyrnuhetjunnar David Beckham með lið sitt Inter frá Miami í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta hefur ekki gengið að óskum enn sem komið er. Liðinu er stýrt af félaga Beckhams, Phil Neville, fyrrum liðsfélaga hans hjá Manchester United, og gengið verið vægast sagt brösugt þrátt fyrir rándýran leikmannahóp liðsins. Beckham fór fyrir hópi fjárfesta sem tók yfir liðið árið 2014 og fékk leyfi til þátttöku í MLS-deildinni frá og með tímabilinu 2020, í fyrra. Úrúgvæinn Diego Alonso var fyrsti þjálfari félagsins en var rekinn eftir fyrsta árið, í janúar á þessu ári, þar sem hann hafði unnið aðeins sjö leiki af 24 við stjórnvölin. Inn í hans stað kom Phil Neville, fyrrum liðsfélagi Beckhams hjá Manchester United, sem hefur gengið litlu betur. Inter Miami er með fæst stig í deildinni það sem af er yfirstandandi leiktíð, átta stig eftir ellefu leiki, og aðeins skorað níu mörk. Neville hefur aðeins unnið tvo leiki af ellefu við stjórnvölin. Despite having MLS s highest payroll*, Inter Miami now has the lowest points (8) and goals scored (9) in the entire league. (* per the most recent MLSPA release) pic.twitter.com/bS1kw3CxYI— Grant Wahl (@GrantWahl) July 19, 2021 Fjölmiðlamaðurinn Grant Wahl hjá Sports Illustrated greinir frá því á Twitter að liðið sé það dýrasta í deildinni ef marka má tölur frá MLS. Á mála hjá Inter-liðinu eru meðal annars Frakkinn Blaise Matuidi, mexíkóski landsliðsmaðurinn Rodolfo Pizarro, Bretinn Ryan Shawcross og bræðurnir Federico og Gonzalo Higuaín. Í maí á þessu ári var félagið sektað vegna brota á félagsskiptareglum deildarinnar þar sem það var fundið sekt um að hafa farið á svig við reglur um launaþak er við kom skiptum Matuidi og Kólumbíumannsins Andrésar Reyes til liðsins. Liðið var sektað um tvær milljónir bandaríkjadala og verður með lægra launaþak tímabilin 2022 og 2023 vegna málsins. Útlitið er því ekki bjart fyrir framhaldið hjá drengjunum hans Beckham í Miami. MLS Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Beckham fór fyrir hópi fjárfesta sem tók yfir liðið árið 2014 og fékk leyfi til þátttöku í MLS-deildinni frá og með tímabilinu 2020, í fyrra. Úrúgvæinn Diego Alonso var fyrsti þjálfari félagsins en var rekinn eftir fyrsta árið, í janúar á þessu ári, þar sem hann hafði unnið aðeins sjö leiki af 24 við stjórnvölin. Inn í hans stað kom Phil Neville, fyrrum liðsfélagi Beckhams hjá Manchester United, sem hefur gengið litlu betur. Inter Miami er með fæst stig í deildinni það sem af er yfirstandandi leiktíð, átta stig eftir ellefu leiki, og aðeins skorað níu mörk. Neville hefur aðeins unnið tvo leiki af ellefu við stjórnvölin. Despite having MLS s highest payroll*, Inter Miami now has the lowest points (8) and goals scored (9) in the entire league. (* per the most recent MLSPA release) pic.twitter.com/bS1kw3CxYI— Grant Wahl (@GrantWahl) July 19, 2021 Fjölmiðlamaðurinn Grant Wahl hjá Sports Illustrated greinir frá því á Twitter að liðið sé það dýrasta í deildinni ef marka má tölur frá MLS. Á mála hjá Inter-liðinu eru meðal annars Frakkinn Blaise Matuidi, mexíkóski landsliðsmaðurinn Rodolfo Pizarro, Bretinn Ryan Shawcross og bræðurnir Federico og Gonzalo Higuaín. Í maí á þessu ári var félagið sektað vegna brota á félagsskiptareglum deildarinnar þar sem það var fundið sekt um að hafa farið á svig við reglur um launaþak er við kom skiptum Matuidi og Kólumbíumannsins Andrésar Reyes til liðsins. Liðið var sektað um tvær milljónir bandaríkjadala og verður með lægra launaþak tímabilin 2022 og 2023 vegna málsins. Útlitið er því ekki bjart fyrir framhaldið hjá drengjunum hans Beckham í Miami.
MLS Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira