Segir samfélagsmiðla eiga þátt í „faraldri óbólusettra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2021 13:24 Joe Biden Bandaríkjaforseti. AP/Susan Walsh) Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að eini faraldurinn sem nú geisar í Bandaríkjunum sé faraldur kórónuveirunnar meðal samlanda hans sem ekki vilji láta bólusetja sig fyrir veirunni. Hann segir athæfi samfélagsmiðlarisa á borð við Facebook spila þar stórt hlutverk. „Eini faraldurinn sem við erum að glíma við er á meðal óbólusettra,“ sagði Biden við fréttamenn í gær. Á síðustu þremur vikum hefur fjöldi daglegra kórónuveirusmita í Bandaríkjunum þrefaldast, og er að miklu leyti bundinn við óbólusetta hópa víða um landið. Yfir 90 milljónir Bandaríkjamanna sem þegar hefðu getað látið bólusetja sig hafa ekki þáð bólusetningu. Fjögur ríki þar sem bólusetningarhlutfall er lágt eiga um 40 prósent nýsmitaðra á síðustu viku. Af þeim er um helmingur frá Flórídaríki einu og sér. Samkvæmt fréttastofu AP er, þrátt fyrir uppsveiflu í faraldrinum, lítil stemning í herbúðum forsetans fyrir því að ráðast aftur í víðtækar aðgerðir með boðum og bönnum til að hefta útbreiðsluna, þar sem 161 milljón Bandaríkjamanna hefur þegar verið bólusett. Ungt fólk ólíklegra í bólusetningu Bandarísk stjórnvöld hafa staðið í ströngu við að sannfæra ungt fólk um að þiggja bólusetningu. Ungt fólk er ólíklegra til að veikjast alvarlega af Covid-19, og tölfræði vestan hafs sýnir að ungt fólk er ólíklegra til þess að vilja bólusetningu. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig beint sjónum sínum að samfélagsmiðlum, einkum og sér í lagi Facebook, sem þau segja dreifa falsfréttum og áróðri gegn bólusetningum. Biden var ómyrkur í máli um samfélagsmiðlarisana þegar hann ræddi við fréttamenn í gær. „Þau eru að drepa fólk,“ sagði Biden, og tók þannig undir orð Viveks Murthy, landlæknis Bandaríkjanna, sem sagði í fyrradag að falsfréttir um bóluefni, sem dreifist líkt og eldur í sinu um Facebook, væru alvarleg heilbrigðisógn við bandarísku þjóðina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Samfélagsmiðlar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
„Eini faraldurinn sem við erum að glíma við er á meðal óbólusettra,“ sagði Biden við fréttamenn í gær. Á síðustu þremur vikum hefur fjöldi daglegra kórónuveirusmita í Bandaríkjunum þrefaldast, og er að miklu leyti bundinn við óbólusetta hópa víða um landið. Yfir 90 milljónir Bandaríkjamanna sem þegar hefðu getað látið bólusetja sig hafa ekki þáð bólusetningu. Fjögur ríki þar sem bólusetningarhlutfall er lágt eiga um 40 prósent nýsmitaðra á síðustu viku. Af þeim er um helmingur frá Flórídaríki einu og sér. Samkvæmt fréttastofu AP er, þrátt fyrir uppsveiflu í faraldrinum, lítil stemning í herbúðum forsetans fyrir því að ráðast aftur í víðtækar aðgerðir með boðum og bönnum til að hefta útbreiðsluna, þar sem 161 milljón Bandaríkjamanna hefur þegar verið bólusett. Ungt fólk ólíklegra í bólusetningu Bandarísk stjórnvöld hafa staðið í ströngu við að sannfæra ungt fólk um að þiggja bólusetningu. Ungt fólk er ólíklegra til að veikjast alvarlega af Covid-19, og tölfræði vestan hafs sýnir að ungt fólk er ólíklegra til þess að vilja bólusetningu. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig beint sjónum sínum að samfélagsmiðlum, einkum og sér í lagi Facebook, sem þau segja dreifa falsfréttum og áróðri gegn bólusetningum. Biden var ómyrkur í máli um samfélagsmiðlarisana þegar hann ræddi við fréttamenn í gær. „Þau eru að drepa fólk,“ sagði Biden, og tók þannig undir orð Viveks Murthy, landlæknis Bandaríkjanna, sem sagði í fyrradag að falsfréttir um bóluefni, sem dreifist líkt og eldur í sinu um Facebook, væru alvarleg heilbrigðisógn við bandarísku þjóðina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Samfélagsmiðlar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira