Alvarlegt ástand í Afríku: „Sökin er alfarið ríku landanna“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2021 21:44 Smituðum hjálpað við sjúkrahús í Suður-Afríku. AP/Nardus Engelbrecht Ástandið vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar versnar sífellt í Afríku en í síðustu viku fjölgaði dauðsföllum um 43 prósent í heimsálfunni. Heilbrigðiskerfi margra ríkja eru að þrotum komin en ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á. Tilfellum hefur farið hratt fjölgandi í Afríku og þann 13. júlí fór heildarfjöldi þeirra sem hafa smitast, svo vitað sé, yfir sex milljónir. Í upphafi faraldursins óttuðust sérfræðingar að nýja kórónuveiran myndi leika heimsálfuna grátt. Heilbrigðiskerfi ríkustu Afríkuríkja hefðu ekki burði til að takast á við umfangsmikinn faraldur og skima fyrir veirunni. Það rættist þó ekki og vissu vísindamenn í raun ekki af hverju. Nú er Delta-afbrigðið að dreifast um Afríku eins og eldur í sinu. Sjá einnig: Dómsdagsspár vegna Afríku og Covid-19 rættust ekki Ríkari þjóðir heimsins hafa keypt upp gífurlega stóran hluta bóluefnabirgða og hafa Afríkuríki þurft að reiða sig á Covax-verkefni Sameinuðu þjóðanna. Lítið af bóluefnum hefur þó borist eftir að ríkisstjórn Indlands takmarkaði útflutning á bóluefnum vegna umfangsmikils faraldurs þar í landi. Forsvarsmenn Afríkubandalagsins hafa sett sér það markmið að bólusetja tuttugu prósent íbúa heimsálfunnar fyrir lok þessa árs. Það gæti þó reynst erfitt miðað við núverandi stöðu, samkvæmt frétt New York Times. Einungis eitt og hálft prósent Afríkubúa, sem eru um 1,3 milljarður, eru fullbólusettir. 2,97 prósent Afríkubúa hafa fengið minnst einn skammt, samanborið við 26 prósent í Asíu, 37,1 prósent í Suður-Ameríku, 44,8 prósent í Norður-Ameríku og 45,3 prósent í Evrópu. Á heimsvísu hafa 25,9 prósent manna fengið minnst einn skammt af bóluefni, samkvæmt upplýsingum frá Our World in Data. Dr. Matshidiso Moeti stýrir starfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Afríku. Hún sagði á blaðamannafundi í gær (fimmtudag) að staðan í Afríku væri alvarleg. "Africa s third wave continues its destructive pathway, pushing past yet another grim milestone as the continent s case count tops six million."Dr @MoetiTshidi warns that hospitals could be at a breaking point as #COVID19 cases and deaths increase across Africa. pic.twitter.com/glwOMIKMTU— WHO African Region (@WHOAFRO) July 16, 2021 Búist er við því að lyfjaframleiðendur muni framleiða um 10,9 milljarða bóluefnaskammta á þessu ári. Af þeim er þegar búið að selja 9,9 milljarða. Fari allt eftir jákvæðustu vonum forsvarsmanna Covax verða um 200 milljónum skammta dreift um Afríku fyrir lok október. Það myndi duga til að fullbólusetja um sjö prósent íbúa. Áætlað, samkvæmt New York Times, að fyrir lok ágúst muni ríkustu þjóðir heims sitja á 1,9 milljörðum skammta, umfram þá sem þarf til að fullbólusetja íbúa viðkomandi ríkja. „Sökin er alfarið ríku landanna,“ er haft eftir Dr. Githinji Gitahi, sem er í viðbragðsnefnd Afríkubandalagsins við Covid-19, í frétt NYT. WHO í Afríku segir sjúkrahús vera í basli með súrefnisbirgðir og gjörgæslurými. #COVID19 cases in #Africa have risen for eight straight weeks, topping 6 million on 13 July 2021. Over the past month, the continent recorded an additional 1 million cases. This is the shortest time it s taken so far to add 1 million cases. pic.twitter.com/o8OAR7O0Db— WHO African Region (@WHOAFRO) July 15, 2021 Þar sem engin eru bóluefninu þurfa yfirvöld í Afríku að reiða á annarskonar sóttvarnir eins og samkomutakmarkanir og lokanir. Reuters segir faraldurinn í Afríku hafa komið töluvert niður á bágstöddum hagkerfum álfunnar. Í Nígeríu hafi verð á matvælum hækkað töluvert á undanförnum mánuðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Tilfellum hefur farið hratt fjölgandi í Afríku og þann 13. júlí fór heildarfjöldi þeirra sem hafa smitast, svo vitað sé, yfir sex milljónir. Í upphafi faraldursins óttuðust sérfræðingar að nýja kórónuveiran myndi leika heimsálfuna grátt. Heilbrigðiskerfi ríkustu Afríkuríkja hefðu ekki burði til að takast á við umfangsmikinn faraldur og skima fyrir veirunni. Það rættist þó ekki og vissu vísindamenn í raun ekki af hverju. Nú er Delta-afbrigðið að dreifast um Afríku eins og eldur í sinu. Sjá einnig: Dómsdagsspár vegna Afríku og Covid-19 rættust ekki Ríkari þjóðir heimsins hafa keypt upp gífurlega stóran hluta bóluefnabirgða og hafa Afríkuríki þurft að reiða sig á Covax-verkefni Sameinuðu þjóðanna. Lítið af bóluefnum hefur þó borist eftir að ríkisstjórn Indlands takmarkaði útflutning á bóluefnum vegna umfangsmikils faraldurs þar í landi. Forsvarsmenn Afríkubandalagsins hafa sett sér það markmið að bólusetja tuttugu prósent íbúa heimsálfunnar fyrir lok þessa árs. Það gæti þó reynst erfitt miðað við núverandi stöðu, samkvæmt frétt New York Times. Einungis eitt og hálft prósent Afríkubúa, sem eru um 1,3 milljarður, eru fullbólusettir. 2,97 prósent Afríkubúa hafa fengið minnst einn skammt, samanborið við 26 prósent í Asíu, 37,1 prósent í Suður-Ameríku, 44,8 prósent í Norður-Ameríku og 45,3 prósent í Evrópu. Á heimsvísu hafa 25,9 prósent manna fengið minnst einn skammt af bóluefni, samkvæmt upplýsingum frá Our World in Data. Dr. Matshidiso Moeti stýrir starfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Afríku. Hún sagði á blaðamannafundi í gær (fimmtudag) að staðan í Afríku væri alvarleg. "Africa s third wave continues its destructive pathway, pushing past yet another grim milestone as the continent s case count tops six million."Dr @MoetiTshidi warns that hospitals could be at a breaking point as #COVID19 cases and deaths increase across Africa. pic.twitter.com/glwOMIKMTU— WHO African Region (@WHOAFRO) July 16, 2021 Búist er við því að lyfjaframleiðendur muni framleiða um 10,9 milljarða bóluefnaskammta á þessu ári. Af þeim er þegar búið að selja 9,9 milljarða. Fari allt eftir jákvæðustu vonum forsvarsmanna Covax verða um 200 milljónum skammta dreift um Afríku fyrir lok október. Það myndi duga til að fullbólusetja um sjö prósent íbúa. Áætlað, samkvæmt New York Times, að fyrir lok ágúst muni ríkustu þjóðir heims sitja á 1,9 milljörðum skammta, umfram þá sem þarf til að fullbólusetja íbúa viðkomandi ríkja. „Sökin er alfarið ríku landanna,“ er haft eftir Dr. Githinji Gitahi, sem er í viðbragðsnefnd Afríkubandalagsins við Covid-19, í frétt NYT. WHO í Afríku segir sjúkrahús vera í basli með súrefnisbirgðir og gjörgæslurými. #COVID19 cases in #Africa have risen for eight straight weeks, topping 6 million on 13 July 2021. Over the past month, the continent recorded an additional 1 million cases. This is the shortest time it s taken so far to add 1 million cases. pic.twitter.com/o8OAR7O0Db— WHO African Region (@WHOAFRO) July 15, 2021 Þar sem engin eru bóluefninu þurfa yfirvöld í Afríku að reiða á annarskonar sóttvarnir eins og samkomutakmarkanir og lokanir. Reuters segir faraldurinn í Afríku hafa komið töluvert niður á bágstöddum hagkerfum álfunnar. Í Nígeríu hafi verð á matvælum hækkað töluvert á undanförnum mánuðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira