Hársbreidd frá vallarmeti og er með þriggja högga forskot Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2021 12:10 Collin Morikawa veltir fyrir sér pútti á Opna breska í dag þar sem hann lék stórkostlegt golf. AP/Peter Morrison Hinn 24 ára gamli Collin Morikawa er kominn í baráttuna um að vinna sitt annað risamót á ferlinum eftir stórkostlega spilamennsku á öðrum degi Opna breska meistaramótsins í golfi í dag. Efstu kylfingar gærdagsins hefja brátt keppni og þurfa að vinna upp forskot Morikawa sem er orðinn efstur eftir að hafa leikið á sex höggum undir pari í dag. Morikawa var hársbreidd frá því að jafna vallarmetið á Royal St George vellinum, sem er 63 högg, en lokapúttið hans í dag fór naumlega ekki ofan í. Hann fékk alls sjö fugla og einn skolla á hringnum en paraði tíu holur. So close!No birdie at the last for Collin Morikawa but it's still a fantastic 64 See if anyone can catch him here https://t.co/xYY44zAFs3#TheOpen pic.twitter.com/eaMEEdaRuL— The Open (@TheOpen) July 16, 2021 Morikawa er nú samtals á -9 höggum, þremur höggum á undan Suður-Afríkumönnunum Daniel Van Tonder og Louis Oosthuizen. Oosthuizen, og þeir Jordan Pieth og Brian Harman sem léku á -5 höggum í gær, eiga hins vegar eftir að hefja leik í dag líkt og margir fleiri. Hinn 25 ára gamli Will Zalatoris hefur hins vegar neyðst til að hætta keppni vegna meiðsla. Zalatoris varð í 2. sæti á Opna bandaríska mótinu í apríl en hann lék á höggi undir pari í gær. We wish a speedy recovery to @WillZalatoris, who has withdrawn from The 149th Open due to injury #TheOpen pic.twitter.com/OWmV7EBpci— The Open (@TheOpen) July 16, 2021 Bein útsending frá mótinu er á Stöð 2 Golf en útsendingartíma má finna hér. Mótinu lýkur á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Efstu kylfingar gærdagsins hefja brátt keppni og þurfa að vinna upp forskot Morikawa sem er orðinn efstur eftir að hafa leikið á sex höggum undir pari í dag. Morikawa var hársbreidd frá því að jafna vallarmetið á Royal St George vellinum, sem er 63 högg, en lokapúttið hans í dag fór naumlega ekki ofan í. Hann fékk alls sjö fugla og einn skolla á hringnum en paraði tíu holur. So close!No birdie at the last for Collin Morikawa but it's still a fantastic 64 See if anyone can catch him here https://t.co/xYY44zAFs3#TheOpen pic.twitter.com/eaMEEdaRuL— The Open (@TheOpen) July 16, 2021 Morikawa er nú samtals á -9 höggum, þremur höggum á undan Suður-Afríkumönnunum Daniel Van Tonder og Louis Oosthuizen. Oosthuizen, og þeir Jordan Pieth og Brian Harman sem léku á -5 höggum í gær, eiga hins vegar eftir að hefja leik í dag líkt og margir fleiri. Hinn 25 ára gamli Will Zalatoris hefur hins vegar neyðst til að hætta keppni vegna meiðsla. Zalatoris varð í 2. sæti á Opna bandaríska mótinu í apríl en hann lék á höggi undir pari í gær. We wish a speedy recovery to @WillZalatoris, who has withdrawn from The 149th Open due to injury #TheOpen pic.twitter.com/OWmV7EBpci— The Open (@TheOpen) July 16, 2021 Bein útsending frá mótinu er á Stöð 2 Golf en útsendingartíma má finna hér. Mótinu lýkur á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira