Forseti Real sagði Raúl og Casillas vera mestu brandara í sögu félagsins Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 14:30 Raúl og Iker Casillas fögnuðu ófáum titlum með Real Madrid. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hefur tekið til varna eftir að gömul, niðurlægjandi ummæli hans um tvo af dáðustu sonum félagsins voru birt í spænska miðlinum El Confidencial. Ummælin beindust að markverðinum Iker Casillas og markaskoraranum Raúl González. Um er að ræða hljóðupptöku frá árinu 2006 sem blaðamaðurinn José Antonio Abellán tók upp. Perez hafði þá nýlokið fyrri stjórnartíð sinni sem forseti Real Madrid. „Þetta var leynilegt samtal,“ segir Pérez í yfirlýsingu og segir ummælin tekin úr samhengi. Hann furðar sig á því að þau séu birt núna en ummælin ríma illa við þá glæstu arfleifð sem Casillas og Raúl skildu eftir sig. „Casillas er ekki markvörður í Real Madrid gæðaflokki, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Peréz meðal annars, í samtalinu við Abellán árið 2006, og bætti við: „Hann [Casillas] hefur aldrei verið það. Hann hefur verið algjört fíaskó fyrir okkur en vandamálið er að allir elska hann, spjalla við hann og vernda hann,“ en Casillas lék á endanum 510 leiki fyrir Real Madrid. Telur ummælin birt vegna baráttunnar fyrir Ofurdeildinni Raul skoraði 228 mörk í 550 leikjum fyrir Real Madrid en fékk engu skárri útreið hjá Pérez á sínum tíma: „Iker er einn mesti brandarinn í sögu félagsins og hið sama er að segja um Raúl. Stærstu fíaskóin eru Raúl og svo Casillas. Leikmennirnir eru ótrúlega miklir egóistar og aldrei hægt að stóla á þá. Ég hef átt ótrúlega slæma upplifun af leikmönnunum mínum,“ sagði Pérez. Eftir þriggja ára hlé tók Pérez aftur við sem forseti Real árið 2009 og er enn í brúnni. Hann telur framgöngu sína í því að reyna að koma Ofurdeildinni á fót í vetur eiga sinn þátt í því að verið sé að birta ummælin um Raúl og Casillas núna. Hann kveðst nú hafa lagt málið í hendur lögfræðinga til að ákveða næstu skref, án þess að geta þess hver þau gætu orðið. Comunicado del presidente del Real Madrid.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) July 13, 2021 Spænski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Ummælin beindust að markverðinum Iker Casillas og markaskoraranum Raúl González. Um er að ræða hljóðupptöku frá árinu 2006 sem blaðamaðurinn José Antonio Abellán tók upp. Perez hafði þá nýlokið fyrri stjórnartíð sinni sem forseti Real Madrid. „Þetta var leynilegt samtal,“ segir Pérez í yfirlýsingu og segir ummælin tekin úr samhengi. Hann furðar sig á því að þau séu birt núna en ummælin ríma illa við þá glæstu arfleifð sem Casillas og Raúl skildu eftir sig. „Casillas er ekki markvörður í Real Madrid gæðaflokki, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Peréz meðal annars, í samtalinu við Abellán árið 2006, og bætti við: „Hann [Casillas] hefur aldrei verið það. Hann hefur verið algjört fíaskó fyrir okkur en vandamálið er að allir elska hann, spjalla við hann og vernda hann,“ en Casillas lék á endanum 510 leiki fyrir Real Madrid. Telur ummælin birt vegna baráttunnar fyrir Ofurdeildinni Raul skoraði 228 mörk í 550 leikjum fyrir Real Madrid en fékk engu skárri útreið hjá Pérez á sínum tíma: „Iker er einn mesti brandarinn í sögu félagsins og hið sama er að segja um Raúl. Stærstu fíaskóin eru Raúl og svo Casillas. Leikmennirnir eru ótrúlega miklir egóistar og aldrei hægt að stóla á þá. Ég hef átt ótrúlega slæma upplifun af leikmönnunum mínum,“ sagði Pérez. Eftir þriggja ára hlé tók Pérez aftur við sem forseti Real árið 2009 og er enn í brúnni. Hann telur framgöngu sína í því að reyna að koma Ofurdeildinni á fót í vetur eiga sinn þátt í því að verið sé að birta ummælin um Raúl og Casillas núna. Hann kveðst nú hafa lagt málið í hendur lögfræðinga til að ákveða næstu skref, án þess að geta þess hver þau gætu orðið. Comunicado del presidente del Real Madrid.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) July 13, 2021
Spænski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira