„Sindri, fokking skammastu þín“ Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 12:01 Ósvald Jarl Traustason lenti í hörkutæklingu frá Sindra Snæ Magnússyni í Breiðholti í gærkvöld. Sindri fékk gult spjald fyrir brotið. Stöð 2 Sport „Mér finnst allt tal um rautt spjald argasta vitleysa,“ sagði Atli Viðar Björnsson um brot Sindra Snæs Magnússonar, leikmanns ÍA, gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Rauða spjaldið fór reyndar á loft, vegna mótmæla. „Þetta er gjörsamlega út úr kortinu! Sindri, fokking skammastu þín,“ var meðal þess sem mátti heyra frá varamannabekk Leiknismanna eftir brot Sindra á Ósvaldi Jarli Traustasyni. Hlynur Helgi Arngrímsson, aðstoðarþjálfari Leiknis, fékk að líta rauða spjaldið en Leiknismenn unnu leikinn 2-0. Sérfræðingarnir í Pepsi Max Stúkunni skoðuðu brot Sindra og voru ekki á því að brotið verðskuldaði rautt spjald. Sindri fékk gult spjald. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Rautt spjald á loft í Breiðholti „Það er mikil ákefð í tæklingunni. Sindri kemur inn af miklum krafti, áður en hann nálgast Ósvald, en það er ekkert að þessari tæklingu. Ég sé ekki betur en að hann fari bara í boltann. Hann fer „í gegn“, en allt tal um rautt spjald er argasta þvæla,“ sagði Atli Viðar. Sindri var augljóslega pirraður í aðdraganda brotsins, eftir að leikurinn hafði verið stöðvaður þegar Ísak Snær Þorvaldsson fékk högg í andlitið. Sindri virtist telja að Leiknismenn ættu að senda boltann á Skagamenn þegar leikurinn fór aftur í gang. Máni: Heppinn að hafa ekki slasað hann „Ég veit það ekki. Sindri er pirraður og er að fara þarna til þess að brjóta. Hann er augljóslega pirraður. Ég ætla ekki að fara að segja að þetta sé rautt spjald, hann tekur boltann, en hugarástand Sindra er ekki upp á tíu þarna og hann má teljast heppinn að hafa ekki farið verr í hann og slasað hann. Sindri gerir vanalega ekki svona heimskulega hluti í fótbolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Af hverju segir þú að þetta sé heimskulegt?“ spurði Atli Viðar. „Hann veður alveg í hann, á fullri ferð. Ef hann hefði misst aðeins marks og ekki hitt boltann þá hefði hann stórslasað manninn,“ sagði Máni. Atvikið og umræðurnar í Stúkunni má sjá hér að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr enn einum heimasigri Leiknis og kærkomnum KR-sigri á Meistaravöllum Leiknir vann fjórða heimasigur sinn á tímabilinu í gær á meðan KR vann langþráðan sigur á Meistaravöllum. 13. júlí 2021 09:27 „Sterkir karakterar verða til í mótlæti“ ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok. 12. júlí 2021 21:38 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. 12. júlí 2021 21:59 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
„Þetta er gjörsamlega út úr kortinu! Sindri, fokking skammastu þín,“ var meðal þess sem mátti heyra frá varamannabekk Leiknismanna eftir brot Sindra á Ósvaldi Jarli Traustasyni. Hlynur Helgi Arngrímsson, aðstoðarþjálfari Leiknis, fékk að líta rauða spjaldið en Leiknismenn unnu leikinn 2-0. Sérfræðingarnir í Pepsi Max Stúkunni skoðuðu brot Sindra og voru ekki á því að brotið verðskuldaði rautt spjald. Sindri fékk gult spjald. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Rautt spjald á loft í Breiðholti „Það er mikil ákefð í tæklingunni. Sindri kemur inn af miklum krafti, áður en hann nálgast Ósvald, en það er ekkert að þessari tæklingu. Ég sé ekki betur en að hann fari bara í boltann. Hann fer „í gegn“, en allt tal um rautt spjald er argasta þvæla,“ sagði Atli Viðar. Sindri var augljóslega pirraður í aðdraganda brotsins, eftir að leikurinn hafði verið stöðvaður þegar Ísak Snær Þorvaldsson fékk högg í andlitið. Sindri virtist telja að Leiknismenn ættu að senda boltann á Skagamenn þegar leikurinn fór aftur í gang. Máni: Heppinn að hafa ekki slasað hann „Ég veit það ekki. Sindri er pirraður og er að fara þarna til þess að brjóta. Hann er augljóslega pirraður. Ég ætla ekki að fara að segja að þetta sé rautt spjald, hann tekur boltann, en hugarástand Sindra er ekki upp á tíu þarna og hann má teljast heppinn að hafa ekki farið verr í hann og slasað hann. Sindri gerir vanalega ekki svona heimskulega hluti í fótbolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Af hverju segir þú að þetta sé heimskulegt?“ spurði Atli Viðar. „Hann veður alveg í hann, á fullri ferð. Ef hann hefði misst aðeins marks og ekki hitt boltann þá hefði hann stórslasað manninn,“ sagði Máni. Atvikið og umræðurnar í Stúkunni má sjá hér að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr enn einum heimasigri Leiknis og kærkomnum KR-sigri á Meistaravöllum Leiknir vann fjórða heimasigur sinn á tímabilinu í gær á meðan KR vann langþráðan sigur á Meistaravöllum. 13. júlí 2021 09:27 „Sterkir karakterar verða til í mótlæti“ ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok. 12. júlí 2021 21:38 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. 12. júlí 2021 21:59 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr enn einum heimasigri Leiknis og kærkomnum KR-sigri á Meistaravöllum Leiknir vann fjórða heimasigur sinn á tímabilinu í gær á meðan KR vann langþráðan sigur á Meistaravöllum. 13. júlí 2021 09:27
„Sterkir karakterar verða til í mótlæti“ ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok. 12. júlí 2021 21:38
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. 12. júlí 2021 21:59