Þriðji sigur Verstappen í röð Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2021 21:30 Max Verstappen er á góðu skriði í Formúlunni. Getty Images/Bryn Lennon Hollenski ökuþórinn Max Verstappen, úr Red Bull, fagnaði sigri í austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Fátt fær hann stöðvað þessa dagana. Um var að ræða annan kappaksturinn í Austurríki í röð en síðasta mót var Styrnukappaksturinn þar sem Verstappen fagnaði sigri, rétt eins og hann gerði í Frakklandi þar á undan. Verstappen var á ráspól í dag og hélt forystunni eftir fyrstu beygjurnar. Bretinn Lando Norris á McLaren var annar í rásröðinni en hann var lengi vel í baráttu við landa sinn, heimsmeistarann Lewis Hamilton, sem sótti að honum. Verstappen jók forskot sitt á meðan og hélt því allt til loka. Hamilton náði fram úr Norris en lenti síðar í dekkjavandræðum sem leiddi til þess að liðsfélaga hans Valtteri Bottas var hleypt fram úr honum. Norris nýtti sér þá vandræði Hamilton og tók af honum þriðja sætið. Verstappen fagnaði sigri, Bottas varð annar eftir að hafa hafið keppnina fimmti, Norris þriðji í mark og Hamilton fjórði. Verstappen er eftir sigur dagsins með 182 stig í keppni ökuþóra, 32 stigum á undan Hamilton sem er annar með 150 stig. Sergio Pérez, liðsfélagi Verstappen hjá RedBull sem varð sjötti í dag, er með 104 stig og Lando Norris með 101 stig. RedBull leiðir þá keppni bílaframleiðanda með 286 stig, Mercedes er með 242 stig en McLaren 141 stig. Vel má vera að sigurhrina Mercedes og Hamilton sé á enda en yfirburðirnir hafa verið svakalegir undanfarin ár. Mercedes hefur unnið keppni bílasmiðja óslitið frá 2014 og Hamilton orðið heimsmeistari sex af þeim sjö árum. Formúla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Um var að ræða annan kappaksturinn í Austurríki í röð en síðasta mót var Styrnukappaksturinn þar sem Verstappen fagnaði sigri, rétt eins og hann gerði í Frakklandi þar á undan. Verstappen var á ráspól í dag og hélt forystunni eftir fyrstu beygjurnar. Bretinn Lando Norris á McLaren var annar í rásröðinni en hann var lengi vel í baráttu við landa sinn, heimsmeistarann Lewis Hamilton, sem sótti að honum. Verstappen jók forskot sitt á meðan og hélt því allt til loka. Hamilton náði fram úr Norris en lenti síðar í dekkjavandræðum sem leiddi til þess að liðsfélaga hans Valtteri Bottas var hleypt fram úr honum. Norris nýtti sér þá vandræði Hamilton og tók af honum þriðja sætið. Verstappen fagnaði sigri, Bottas varð annar eftir að hafa hafið keppnina fimmti, Norris þriðji í mark og Hamilton fjórði. Verstappen er eftir sigur dagsins með 182 stig í keppni ökuþóra, 32 stigum á undan Hamilton sem er annar með 150 stig. Sergio Pérez, liðsfélagi Verstappen hjá RedBull sem varð sjötti í dag, er með 104 stig og Lando Norris með 101 stig. RedBull leiðir þá keppni bílaframleiðanda með 286 stig, Mercedes er með 242 stig en McLaren 141 stig. Vel má vera að sigurhrina Mercedes og Hamilton sé á enda en yfirburðirnir hafa verið svakalegir undanfarin ár. Mercedes hefur unnið keppni bílasmiðja óslitið frá 2014 og Hamilton orðið heimsmeistari sex af þeim sjö árum.
Formúla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira