NBA dagsins: Sjóðheitur Lopez sýndi að Milwaukee getur spjarað sig án síns besta manns Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 15:00 Brook Lopez skorar áðn þess að leikmenn Atlanta Hawks fái nokkuð við ráðið. AP/Aaron Gash Brook Lopez var afskaplega áreiðanlegur í nótt þegar Milwaukee Bucks unnu öruggan sigur á Atlanta Hawks og komust skrefi nær úrslitaeinvíginu í NBA-deildinni í körfubolta. Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo vegna meiðsla, rétt eins og Atlanta án Trae Young, en hinn stóri og stæðilegi Lopez og fleiri fylltu vel í skarðið fyrir Grikkjann. Milwaukee er því 3-2 yfir í einvíginu og miðað við söguna ætti liðið að komast í úrslit en Atlanta verður nú að vinna tvo leiki í röð. Næsti leikur er seint annað kvöld, eða laust eftir miðnætti að íslenskum tíma. Svipmyndir úr sigri Milwaukee í nótt má sjá hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 2. júlí Eins og sjá má í klippunum hér að ofan var Lopez ekkert að flækja hlutina heldur kom boltanum ofan í körfuna af öryggi. Svo miklu öryggi reyndar að hann skoraði úr 77,8% (14 af 18) skota sinna úr opnum leik. Lopez skoraði 33 stig og var með fjórðu bestu nýtingu sem 30 stiga maður hefur náð í leik fyrir Milwaukee í úrslitakeppni. Brook Lopez shot 77.8% (14-18 FG) tonight. That's the 4th-best FG percentage in a 30-point game in Bucks postseason history. pic.twitter.com/ykhedSkZsN— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 2, 2021 „Mér fannst við gera frábærlega í því að spila af krafti frá byrjun. Í síðustu tveimur leikjum fórum við svolítið hægt af stað. Núna gerðum við okkar besta til að ná yfirburðum á báðum endum vallarins frá byrjun,“ sagði Lopez eftir sigurinn. Auk hans skoruðu þeir Khris Middleton, Jrue Holiday og Bobby Portis allir að lágmarki 22 stig í leiknum. „Við gerðum frábærlega í að vinna þetta saman. Khris og Jrue gerðu sitt að vanda og bjuggu til tækifæri fyrir aðra til að gera eitthvað. Allir voru að skora og gera sitt, og þá er erfitt fyrir vörnina að taka ákvörðun um hvað hún á að gera.“ NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira
Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo vegna meiðsla, rétt eins og Atlanta án Trae Young, en hinn stóri og stæðilegi Lopez og fleiri fylltu vel í skarðið fyrir Grikkjann. Milwaukee er því 3-2 yfir í einvíginu og miðað við söguna ætti liðið að komast í úrslit en Atlanta verður nú að vinna tvo leiki í röð. Næsti leikur er seint annað kvöld, eða laust eftir miðnætti að íslenskum tíma. Svipmyndir úr sigri Milwaukee í nótt má sjá hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 2. júlí Eins og sjá má í klippunum hér að ofan var Lopez ekkert að flækja hlutina heldur kom boltanum ofan í körfuna af öryggi. Svo miklu öryggi reyndar að hann skoraði úr 77,8% (14 af 18) skota sinna úr opnum leik. Lopez skoraði 33 stig og var með fjórðu bestu nýtingu sem 30 stiga maður hefur náð í leik fyrir Milwaukee í úrslitakeppni. Brook Lopez shot 77.8% (14-18 FG) tonight. That's the 4th-best FG percentage in a 30-point game in Bucks postseason history. pic.twitter.com/ykhedSkZsN— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 2, 2021 „Mér fannst við gera frábærlega í því að spila af krafti frá byrjun. Í síðustu tveimur leikjum fórum við svolítið hægt af stað. Núna gerðum við okkar besta til að ná yfirburðum á báðum endum vallarins frá byrjun,“ sagði Lopez eftir sigurinn. Auk hans skoruðu þeir Khris Middleton, Jrue Holiday og Bobby Portis allir að lágmarki 22 stig í leiknum. „Við gerðum frábærlega í að vinna þetta saman. Khris og Jrue gerðu sitt að vanda og bjuggu til tækifæri fyrir aðra til að gera eitthvað. Allir voru að skora og gera sitt, og þá er erfitt fyrir vörnina að taka ákvörðun um hvað hún á að gera.“ NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum