Antetokounmpo áhorfandi þegar Milwaukee tók forystuna Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 07:31 Khris Middleton kemur boltanum í körfuna. AP/Aaron Gash Milwaukee Bucks eru einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta, gegn Phoenix Suns, eftir að hafa unnið Atlanta Hawks í nótt, 123-112. Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo eftir að Grikkinn magnaði, sem tvívegis hefur verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, meiddist í hné í fjórða leik einvígisins. Giannis Antetokounmpo fylgdist með leiknum í nótt en gat ekki tekið þátt.AP/Curtis Compton Félagar hans kepptust við að fylla í skarðið og sáu til þess að Milwaukee er nú 3-2 yfir í einvíginu. Næsti leikur er í Atlanta á laugardaginn þar sem heimamenn verða að vinna til að knýja fram oddaleik. Atlanta var sömuleiðis án sinnar stærstu stjörnu í nótt, annan leikinn í röð, því Trae Young er enn að jafna sig í fætinum eftir að hafa óvart stigið á dómara í leik þrjú. Í fjarveru Antetokounmpo skoruðu fjórir leikmenn Milwaukee að minnsta kosti 22 stig hver í leiknum. Brook Lopez skoraði flest eða 33 stig, fleiri en hann hefur gert í leik í úrslitakeppni. Khris Middleton skoraði 26, Jrue Holiday 25 og Bobby Portis 22. Middleton var líka með 13 fráköst og átta stoðsendingar, og Holiday með 13 stoðsendingar og sex fráköst. Middleton, Holiday help the @Bucks take a 3-2 lead in the #NBAECF presented by AT&T! #NBAPlayoffs @Khris22m: 26 PTS, 13 REB, 8 AST@Jrue_Holiday11: 25 PTS, 13 ASTGame 6: Sat, 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/TgxZp5QWCf— NBA (@NBA) July 2, 2021 „Við vissum hvaða stöðu við værum í, án eins besta leikmanns í heiminum,“ sagði Porter. „Aðrir urð því að stækka sitt hlutverk. Það gerðu menn og skiluðu sínu fullkomlega.“ Milwaukee komst í 30-10 í nótt og lenti aldrei undir í leiknum, eftir að hafa aldrei komist yfir í leik fjögur í einvíginu. Nate McMillan, þjálfari Atlanta, kvaðst eiga von á því að það yrði ákveðið á morgun hvort að Young væri klár í slaginn. Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, gaf ekkert uppi um hvort Antetokounmpo gæti spilað á morgun. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira
Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo eftir að Grikkinn magnaði, sem tvívegis hefur verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, meiddist í hné í fjórða leik einvígisins. Giannis Antetokounmpo fylgdist með leiknum í nótt en gat ekki tekið þátt.AP/Curtis Compton Félagar hans kepptust við að fylla í skarðið og sáu til þess að Milwaukee er nú 3-2 yfir í einvíginu. Næsti leikur er í Atlanta á laugardaginn þar sem heimamenn verða að vinna til að knýja fram oddaleik. Atlanta var sömuleiðis án sinnar stærstu stjörnu í nótt, annan leikinn í röð, því Trae Young er enn að jafna sig í fætinum eftir að hafa óvart stigið á dómara í leik þrjú. Í fjarveru Antetokounmpo skoruðu fjórir leikmenn Milwaukee að minnsta kosti 22 stig hver í leiknum. Brook Lopez skoraði flest eða 33 stig, fleiri en hann hefur gert í leik í úrslitakeppni. Khris Middleton skoraði 26, Jrue Holiday 25 og Bobby Portis 22. Middleton var líka með 13 fráköst og átta stoðsendingar, og Holiday með 13 stoðsendingar og sex fráköst. Middleton, Holiday help the @Bucks take a 3-2 lead in the #NBAECF presented by AT&T! #NBAPlayoffs @Khris22m: 26 PTS, 13 REB, 8 AST@Jrue_Holiday11: 25 PTS, 13 ASTGame 6: Sat, 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/TgxZp5QWCf— NBA (@NBA) July 2, 2021 „Við vissum hvaða stöðu við værum í, án eins besta leikmanns í heiminum,“ sagði Porter. „Aðrir urð því að stækka sitt hlutverk. Það gerðu menn og skiluðu sínu fullkomlega.“ Milwaukee komst í 30-10 í nótt og lenti aldrei undir í leiknum, eftir að hafa aldrei komist yfir í leik fjögur í einvíginu. Nate McMillan, þjálfari Atlanta, kvaðst eiga von á því að það yrði ákveðið á morgun hvort að Young væri klár í slaginn. Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, gaf ekkert uppi um hvort Antetokounmpo gæti spilað á morgun. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum