Róðurinn varð þungur þegar plágan skall á Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. júlí 2021 10:08 Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel gefur út nýtt lag í dag á sjálfum afmælisdegi sínum. Lagið Lúser segir hann vera dansvænt popplag og vinnur hann nú að útgáfu fleiri laga með haustinu. „Róðurinn varð ansi þungur um vorið þegar plágan skall á. Ég var fjölskyldumaður í námi og námslánin duga því miður skammt. Allt í einu var ég ekki með neina tónleika til að brúa þetta bil,“ segir tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel í viðtali við Vísi. Fyrir utan ábreiðuna Er þetta ást sem Unnsteinn gaf út fyrr á árinu hefur hann látið lítið fyrir sér fara í tónlistinni undanfarið og einbeitt sér að námi. Á miðnætti sendi hann svo frá sér lagið Lúser sem hann segir vera poppað og dansvænt lag með grípandi viðlagi og skemmtilegum texta. Klippa: Lúser - Unnsteinn Manuel Textinn fjallar um karakter sem hann vann að þegar hann var í námi í Listaháskólanum. Karlmann sem var haldinn mikilli minnimáttarkennd. Hann heldur að peningar séu lausnin á ólukku sinni. Að konan hans vilji hann bara ef hann selur verðbréf. En verandi auralaus trúbador, þá getur hann bara boðið upp á ástarbréf. Á endanum kemst hann að því að það eru ekki peningarnir sem eru vandamálið heldur hann sjálfur. Og að ríkidæmi felist kannski frekar í að halda athygli og að vera til staðar fyrir sig og sína.“ Hætti í Listaháskólanum og fluttist til Berlínar Unnsteinn býr nú ásamt unnustu sinni Ágústu og syni þeirra Víkingi í Berlínarborg þar sem hann lagði stund á nám fyrir handritahöfunda í Þýska Kvikmyndaskólanum í Berlín (DFFB). „Ég var búinn að vera eitt ár í Listaháskólanum á sviðshöfundabraut. Mér finnst það æðislegt nám og það hentaði mér fullkomlega á þeim stað sem ég var á mínum ferli. En svo varð róðurinn ansi þungur um vorið þegar plágan skall á. Ég var fjölskyldumaður í námi og námslánin duga því miður skammt. Allt í einu var ég ekki með neina tónleika til að brúa þetta bil.“ Unnsteinn segir það alltaf hafa verið á dagskrá að fara út í mastersnám eftir útskrift úr Listaháskólanum en heimsfaraldur hafi haft áhrif á þau plön. Þannig að ég flýtti því ferli í raun og veru um nokkur ár og ákvað að prófa að sækja um nám í Berlín. Eins árs nám sem ég hafði haft augastað á í nokkur ár. Unnsteinn útskrifaðist nýverið úr námi úr Þýska Kvikmyndaskólanum í Berlín og segir hann stefnuna að vinna við handrita- og þáttagerð á Íslandi í framtíðinni. Saga Sig Komst inn á undanþágu Unnsteinn fór á alþjóðlega braut sem heitir Serial Eyes í Þýska Kvikmyndaskólanum í Berlín (DFFB) en brautin er hugsuð fyrir starfandi handritshöfunda sem vilja sérhæfa sig í að skrifa leikið sjónvarpsefni. „Þetta var þvílíkt krefjandi nám. Ég komst í raun og veru inn á undanþágu því ég hafði „bara“ gert heimildarþætti, Hæpið. En þeim leist vel á handritin sem ég setti í möppuna mína. Svo voru nokkur þrep í viðbót og alltaf komst ég í gegn. En ég viðurkenni það að ég var með þvílíkt imposter-syndrome fyrstu vikurnar.“ Sjálfur segist Unnsteinn fyrst og fremst líta á sig sem tónlistarmann og því verið örlítið óöruggur í þessu umhverfi til að byrja með. Svo eftir því sem við kynntumst betur, bekkjarfélagarnir, þá komumst við að því að við vorum meira og minna öll jafn óörugg í byrjun. Sama hversu margar kvikmyndir eða háskólagráður þau höfðu á ferilskránni. Unnsteinn segir tungumálið á bakvið sjónvarpsformið töluvert frábrugðið tungumáli kvikmyndanna og nálganirnar ólíkar. „Það eru aðrar pælingar á bakvið söguhetju sem þú fylgist með í nokkrar klukkustundir í bíósal söguhetju sem þú dvelur með í heilan vetur eða nokkur ár í stofunni heima hjá þér.“ Unnsteini gengur vel að semja og skrifa í Berlín og segir fjölskylduna una sér vel. Silja Magg Saknar fjölskyldu, vina og Sundhallar Reykjavíkur Unnsteinn segir þau fjölskylduna una sér vel í Berlín og því er ekki á dagskránni að flytja strax heim. „Við ætlum að vera hérna aðeins lengur. Fjölskyldan hefur það gott og mér gengur mjög vel að semja og skrifa hér í Berlín. Svo er ég með mjög stórt net hérna sem ég þarf að þróa og koma verkefnum af stað áður en ég kem heim.“ Hvers saknar þú mest við Ísland? „Fjölskyldan og vinir aðallega. Ég er auðvitað með létt samviskubit yfir því að sonur minn hitti ekki ömmur sínar og afa eins mikið og hann ætti, sérstaklega í miðjum faraldri.“ Svo er það griðastaður minn og bænhús, Sundhöll Reykjavíkur. Ég sakna þess að vera þar, helst tvisvar á dag. Mikilvægt að Íslendingar í útlöndum beri vitneskju heim Hvað er svo framundan í sumar? „Sveinbjörn Thorarensen, aka Hermigervill, er að koma hingað til Berlínar eftir nokkra daga. Við erum að taka upp sóló-plötuna mína. Svo komum við fjölskyldan til Íslands í mánuð. Ég er að syngja á nokkrum tónleikum og fara í alveg fullt af brúðkaupum.“ Sérðu fyrir þér að vinna við þáttagerð eða handritasmíð hér heima? Já, alveg 100%, algjörlega. Það eru svo mörg tækifæri að verða til á Íslandi. Ég á fullt af vinum sem eru að snúa heim úr kvikmyndanámi og geta unnið við það á Íslandi. Svo finnst mér líka mikilvægt að Íslendingar í útlöndum beri vitneskju og fróðleik aftur heim. Tónlistin og tónlistarsköpuninn hefur fengið lítið rými undanfarið vegna námsins en segir Unnsteinn stefna á að gefa út fleiri lög með haustinu. Saga Sig Ný plata í smíðum En hvað með tónlistina og tónlistarmanninn Unnstein. Hefur þú náð að sinna tónlistinni eitthvað að ráði meðfram náminu? „Nei, í raun og veru ekki. Ég passaði mig bara að æfa mig á gítarinn til að halda sönsum. En það varð mér til happs að taka upp þátt með nýrri tónlist hjá Matta á RÚV sem heitir Tónatal. Ég er svo ánægður að hann hafi beðið mig um að vera með. Það var spark í rassinn. Út frá þeim þætti gaf Unnsteinn út ábreiðuna af lagi Páls Óskars, Er þetta ást? sem hann segir að hafi verið hugsað sem afmælisgjöf til Páls Óskars. „Lagið sem ég er að gefa út núna Lúser var líka frumflutt í þeim þætti. Þannig að ég tók mig til og kláraði það með góðum hópi núna í vor. Svo þarf ég bara að gefa út meiri tónlist með haustinu.“ Geta aðdáendur búist við nýrri plötu á næstunni? „Heldur betur. Ég á ógrynni af ókláruðum lögum sem ég er að koma í stand,“ segir Unnsteinn að lokum. Hægt er að nálgast lagið á streymisveitunni Spotify hér fyrir neðan: Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
Fyrir utan ábreiðuna Er þetta ást sem Unnsteinn gaf út fyrr á árinu hefur hann látið lítið fyrir sér fara í tónlistinni undanfarið og einbeitt sér að námi. Á miðnætti sendi hann svo frá sér lagið Lúser sem hann segir vera poppað og dansvænt lag með grípandi viðlagi og skemmtilegum texta. Klippa: Lúser - Unnsteinn Manuel Textinn fjallar um karakter sem hann vann að þegar hann var í námi í Listaháskólanum. Karlmann sem var haldinn mikilli minnimáttarkennd. Hann heldur að peningar séu lausnin á ólukku sinni. Að konan hans vilji hann bara ef hann selur verðbréf. En verandi auralaus trúbador, þá getur hann bara boðið upp á ástarbréf. Á endanum kemst hann að því að það eru ekki peningarnir sem eru vandamálið heldur hann sjálfur. Og að ríkidæmi felist kannski frekar í að halda athygli og að vera til staðar fyrir sig og sína.“ Hætti í Listaháskólanum og fluttist til Berlínar Unnsteinn býr nú ásamt unnustu sinni Ágústu og syni þeirra Víkingi í Berlínarborg þar sem hann lagði stund á nám fyrir handritahöfunda í Þýska Kvikmyndaskólanum í Berlín (DFFB). „Ég var búinn að vera eitt ár í Listaháskólanum á sviðshöfundabraut. Mér finnst það æðislegt nám og það hentaði mér fullkomlega á þeim stað sem ég var á mínum ferli. En svo varð róðurinn ansi þungur um vorið þegar plágan skall á. Ég var fjölskyldumaður í námi og námslánin duga því miður skammt. Allt í einu var ég ekki með neina tónleika til að brúa þetta bil.“ Unnsteinn segir það alltaf hafa verið á dagskrá að fara út í mastersnám eftir útskrift úr Listaháskólanum en heimsfaraldur hafi haft áhrif á þau plön. Þannig að ég flýtti því ferli í raun og veru um nokkur ár og ákvað að prófa að sækja um nám í Berlín. Eins árs nám sem ég hafði haft augastað á í nokkur ár. Unnsteinn útskrifaðist nýverið úr námi úr Þýska Kvikmyndaskólanum í Berlín og segir hann stefnuna að vinna við handrita- og þáttagerð á Íslandi í framtíðinni. Saga Sig Komst inn á undanþágu Unnsteinn fór á alþjóðlega braut sem heitir Serial Eyes í Þýska Kvikmyndaskólanum í Berlín (DFFB) en brautin er hugsuð fyrir starfandi handritshöfunda sem vilja sérhæfa sig í að skrifa leikið sjónvarpsefni. „Þetta var þvílíkt krefjandi nám. Ég komst í raun og veru inn á undanþágu því ég hafði „bara“ gert heimildarþætti, Hæpið. En þeim leist vel á handritin sem ég setti í möppuna mína. Svo voru nokkur þrep í viðbót og alltaf komst ég í gegn. En ég viðurkenni það að ég var með þvílíkt imposter-syndrome fyrstu vikurnar.“ Sjálfur segist Unnsteinn fyrst og fremst líta á sig sem tónlistarmann og því verið örlítið óöruggur í þessu umhverfi til að byrja með. Svo eftir því sem við kynntumst betur, bekkjarfélagarnir, þá komumst við að því að við vorum meira og minna öll jafn óörugg í byrjun. Sama hversu margar kvikmyndir eða háskólagráður þau höfðu á ferilskránni. Unnsteinn segir tungumálið á bakvið sjónvarpsformið töluvert frábrugðið tungumáli kvikmyndanna og nálganirnar ólíkar. „Það eru aðrar pælingar á bakvið söguhetju sem þú fylgist með í nokkrar klukkustundir í bíósal söguhetju sem þú dvelur með í heilan vetur eða nokkur ár í stofunni heima hjá þér.“ Unnsteini gengur vel að semja og skrifa í Berlín og segir fjölskylduna una sér vel. Silja Magg Saknar fjölskyldu, vina og Sundhallar Reykjavíkur Unnsteinn segir þau fjölskylduna una sér vel í Berlín og því er ekki á dagskránni að flytja strax heim. „Við ætlum að vera hérna aðeins lengur. Fjölskyldan hefur það gott og mér gengur mjög vel að semja og skrifa hér í Berlín. Svo er ég með mjög stórt net hérna sem ég þarf að þróa og koma verkefnum af stað áður en ég kem heim.“ Hvers saknar þú mest við Ísland? „Fjölskyldan og vinir aðallega. Ég er auðvitað með létt samviskubit yfir því að sonur minn hitti ekki ömmur sínar og afa eins mikið og hann ætti, sérstaklega í miðjum faraldri.“ Svo er það griðastaður minn og bænhús, Sundhöll Reykjavíkur. Ég sakna þess að vera þar, helst tvisvar á dag. Mikilvægt að Íslendingar í útlöndum beri vitneskju heim Hvað er svo framundan í sumar? „Sveinbjörn Thorarensen, aka Hermigervill, er að koma hingað til Berlínar eftir nokkra daga. Við erum að taka upp sóló-plötuna mína. Svo komum við fjölskyldan til Íslands í mánuð. Ég er að syngja á nokkrum tónleikum og fara í alveg fullt af brúðkaupum.“ Sérðu fyrir þér að vinna við þáttagerð eða handritasmíð hér heima? Já, alveg 100%, algjörlega. Það eru svo mörg tækifæri að verða til á Íslandi. Ég á fullt af vinum sem eru að snúa heim úr kvikmyndanámi og geta unnið við það á Íslandi. Svo finnst mér líka mikilvægt að Íslendingar í útlöndum beri vitneskju og fróðleik aftur heim. Tónlistin og tónlistarsköpuninn hefur fengið lítið rými undanfarið vegna námsins en segir Unnsteinn stefna á að gefa út fleiri lög með haustinu. Saga Sig Ný plata í smíðum En hvað með tónlistina og tónlistarmanninn Unnstein. Hefur þú náð að sinna tónlistinni eitthvað að ráði meðfram náminu? „Nei, í raun og veru ekki. Ég passaði mig bara að æfa mig á gítarinn til að halda sönsum. En það varð mér til happs að taka upp þátt með nýrri tónlist hjá Matta á RÚV sem heitir Tónatal. Ég er svo ánægður að hann hafi beðið mig um að vera með. Það var spark í rassinn. Út frá þeim þætti gaf Unnsteinn út ábreiðuna af lagi Páls Óskars, Er þetta ást? sem hann segir að hafi verið hugsað sem afmælisgjöf til Páls Óskars. „Lagið sem ég er að gefa út núna Lúser var líka frumflutt í þeim þætti. Þannig að ég tók mig til og kláraði það með góðum hópi núna í vor. Svo þarf ég bara að gefa út meiri tónlist með haustinu.“ Geta aðdáendur búist við nýrri plötu á næstunni? „Heldur betur. Ég á ógrynni af ókláruðum lögum sem ég er að koma í stand,“ segir Unnsteinn að lokum. Hægt er að nálgast lagið á streymisveitunni Spotify hér fyrir neðan:
Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira