Enn finnast grafir frumbyggjabarna í Kanada Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 19:50 Haldin var minninarathöfn eftir að gröf meira en 700 frumbyggjabarna, að því er talið, fannst við heimavistarskóla í síðasta mánuði. AP/Mark Taylor Samtök frumbyggja í Kanada hafa tilkynnt að 182 ómerktar barnagrafir hafi fundist við heimavistarskóla ætluðum börnum af frumbyggjaættum. Frumbyggjasamfélag sem kennir sig við lægri Kootenay sagði í fréttatilkynningu að hún hafi byrjað að nota neðanjarðarradar til að leita að gröfum við St. Eugene's heimavistarskólanum í Bresku-Kólumbíu í fyrra. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Nú hefur sú leit borið árangur en grafirnar 182 fundust á allt að eins metra dýpi. Undanfarna tvo mánuði hafa fjöldagrafir barna af frumbyggjaættum fundist við tvo heimavistarskóla í Kanada. Annars vegar fannst greftrunarstaður meira en 700 barna í júnímánuði og fjöldagröf fannst í maí þar sem líkamsleifar 215 barna fundust. Talið er að líkin tilheyri börnum af Ktunaxaþjóðinni, en íbúar lægri Kootenay eru af þeirri þjóð. Jason Louie, höfðingi lægra Kootenay samfélagsins, segir líkfundinn snerta hann persónulega þar sem hann átti ættingja sem gengu í St. Eugene's heimavistarskólann. Skólinn var rekinn af kaþólsku kirkjunni, í samstarfi við kanadíska ríkið, frá árinu 1912 fram á áttunda áratuginn. „Köllum þetta bara það sem þetta er, þetta er fjöldamorð á frumbyggjum,“ segir Louie í samtali við CBC. „Nasistarnir voru látnir sæta ábyrgð á stríðsglæpum sínum. Ég sé engan mun á því og að hafa uppi á prestunum, nunnunum og munkunum, sem bera ábyrgð á þessu fjöldamorði, svo þau geti sætt ábyrgð á hlut þeirra í þessu þjóðarmorði á frumbyggjum.“ segir hann enn fremur. Öll börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja heimavistarskólana frá síðari hluta 19. aldar fram á áttunda áratug þeirrar síðustu. Talið er að meira en 150 þúsund frumbyggjabörn hafi sótt skólana, en markmið þeirra var að afmá menningu frumbyggja og aðlaga börnin að menningu og siðum evrópskra innflytjenda. Andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi viðgekkst í skólunum og talið er að þúsundir barna hafi látist á meðan þau voru vistuð í skólunum annað hvort vegna sjúkdóma eða annarra ástæðna. Mörg börn, eins og gefur að skilja, fengu því aldrei að hitta fjölskyldur sínar aftur. 130 heimavistarskólar af þessari gerð voru starfræktir í Kanada á sínum tíma og um 70 prósent þeirra voru reknir af kaþólsku kirkjunni. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan tóku einnig þátt í rekstri skólanna. Kanada Tengdar fréttir Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28. júní 2021 21:31 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Frumbyggjasamfélag sem kennir sig við lægri Kootenay sagði í fréttatilkynningu að hún hafi byrjað að nota neðanjarðarradar til að leita að gröfum við St. Eugene's heimavistarskólanum í Bresku-Kólumbíu í fyrra. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Nú hefur sú leit borið árangur en grafirnar 182 fundust á allt að eins metra dýpi. Undanfarna tvo mánuði hafa fjöldagrafir barna af frumbyggjaættum fundist við tvo heimavistarskóla í Kanada. Annars vegar fannst greftrunarstaður meira en 700 barna í júnímánuði og fjöldagröf fannst í maí þar sem líkamsleifar 215 barna fundust. Talið er að líkin tilheyri börnum af Ktunaxaþjóðinni, en íbúar lægri Kootenay eru af þeirri þjóð. Jason Louie, höfðingi lægra Kootenay samfélagsins, segir líkfundinn snerta hann persónulega þar sem hann átti ættingja sem gengu í St. Eugene's heimavistarskólann. Skólinn var rekinn af kaþólsku kirkjunni, í samstarfi við kanadíska ríkið, frá árinu 1912 fram á áttunda áratuginn. „Köllum þetta bara það sem þetta er, þetta er fjöldamorð á frumbyggjum,“ segir Louie í samtali við CBC. „Nasistarnir voru látnir sæta ábyrgð á stríðsglæpum sínum. Ég sé engan mun á því og að hafa uppi á prestunum, nunnunum og munkunum, sem bera ábyrgð á þessu fjöldamorði, svo þau geti sætt ábyrgð á hlut þeirra í þessu þjóðarmorði á frumbyggjum.“ segir hann enn fremur. Öll börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja heimavistarskólana frá síðari hluta 19. aldar fram á áttunda áratug þeirrar síðustu. Talið er að meira en 150 þúsund frumbyggjabörn hafi sótt skólana, en markmið þeirra var að afmá menningu frumbyggja og aðlaga börnin að menningu og siðum evrópskra innflytjenda. Andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi viðgekkst í skólunum og talið er að þúsundir barna hafi látist á meðan þau voru vistuð í skólunum annað hvort vegna sjúkdóma eða annarra ástæðna. Mörg börn, eins og gefur að skilja, fengu því aldrei að hitta fjölskyldur sínar aftur. 130 heimavistarskólar af þessari gerð voru starfræktir í Kanada á sínum tíma og um 70 prósent þeirra voru reknir af kaþólsku kirkjunni. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan tóku einnig þátt í rekstri skólanna.
Kanada Tengdar fréttir Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28. júní 2021 21:31 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28. júní 2021 21:31
Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46
Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10