„Súrrealískt að sjá þetta svona“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 15:31 Aron Einar Gunnarsson fagnar sigrinum frækna gegn Englandi sem skilaði Íslandi í 8-liða úrslitin á EM í Frakklandi. EPA/Tibor Illyes „Ég man voða lítið eftir þessu mómenti, þó að þetta sé svolítið stórt móment,“ sagði Aron Einar Gunnarsson þegar hann rifjaði upp sigurinn frækna gegn Englendingum fyrir fimm árum. Landsliðsfyrirliðinn var gestur Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben í þættinum EM í dag, ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, þar sem farið var yfir sigur Englands gegn Þýskalandi og sigur Úkraínu á Svíþjóð á Evropumótinu í gær. Englendingar voru ansi mikið kátari í gærkvöld en í Frakklandi fyrir fimm árum þar sem þeir þurrkuðu tárin á meðan að Aron stýrði víkingaklappinu með „bláa hafinu“. „Tilfinningin að vera á stórmóti er stórkostleg. Það er náttúrulega svekkjandi að vera ekki að taka þátt á þessu móti. Næsta mót er HM í Katar og það er fullur fókus á að komast á það mót af því að við viljum aftur þessa tilfinningu sem fylgir því að vera á stórmóti. Þetta er lífið,“ sagði Aron en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron rifjaði upp EM Gummi Ben skaut því inn að KSÍ ætti að geta sparað sér dágóða summu því íslenska landsliðið gæti bara gist hjá Aroni í Katar, þar sem hann leikur með liði Al Arabi. Ljóst er að hvert íslenskt mannsbarn vill sjá íslenska liðið komast á sitt þriðja stórmót, HM í Katar, og upplifa stundir á borð við sigurinn gegn Englandi. Sjálfur segist Aron hins vegar ekki geta lýst þeirri stund: „Alls ekki. Ég man voða lítið eftir þessu mómenti. Ég var búinn að rífa mig úr treyjunni og var svo kominn í hana öfuga. Þetta er einhvern veginn svo súrrealískt, að sjá þetta svona. Maður var nokkurn veginn út úr heiminum,“ sagði Aron. Jóhannes sagðist alltaf fá gæsahúð við að rifja upp sigurinn og reyndi að útskýra fyrir Aroni hvernig stemningin var heima á Íslandi á meðan að íslensku leikmennirnir dvöldu í sínum herbúðum í Frakklandi. „Í minningunni, ef maður hugsar um viðburði sem hafa bundið allt samfélagið saman, þá er þetta bara á toppnum. Maður man svo sem eftir afrekum handboltalandsliðsins líka en það var alveg lygileg stemning hérna. Það er ólýsanlegt hvernig þetta hafði áhrif á þjóðina. Þú átt hvert bein í okkur Aron minn og munt eiga að eilífu,“ sagði Jóhannes. EM 2020 í fótbolta EM 2016 í Frakklandi HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn var gestur Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben í þættinum EM í dag, ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, þar sem farið var yfir sigur Englands gegn Þýskalandi og sigur Úkraínu á Svíþjóð á Evropumótinu í gær. Englendingar voru ansi mikið kátari í gærkvöld en í Frakklandi fyrir fimm árum þar sem þeir þurrkuðu tárin á meðan að Aron stýrði víkingaklappinu með „bláa hafinu“. „Tilfinningin að vera á stórmóti er stórkostleg. Það er náttúrulega svekkjandi að vera ekki að taka þátt á þessu móti. Næsta mót er HM í Katar og það er fullur fókus á að komast á það mót af því að við viljum aftur þessa tilfinningu sem fylgir því að vera á stórmóti. Þetta er lífið,“ sagði Aron en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron rifjaði upp EM Gummi Ben skaut því inn að KSÍ ætti að geta sparað sér dágóða summu því íslenska landsliðið gæti bara gist hjá Aroni í Katar, þar sem hann leikur með liði Al Arabi. Ljóst er að hvert íslenskt mannsbarn vill sjá íslenska liðið komast á sitt þriðja stórmót, HM í Katar, og upplifa stundir á borð við sigurinn gegn Englandi. Sjálfur segist Aron hins vegar ekki geta lýst þeirri stund: „Alls ekki. Ég man voða lítið eftir þessu mómenti. Ég var búinn að rífa mig úr treyjunni og var svo kominn í hana öfuga. Þetta er einhvern veginn svo súrrealískt, að sjá þetta svona. Maður var nokkurn veginn út úr heiminum,“ sagði Aron. Jóhannes sagðist alltaf fá gæsahúð við að rifja upp sigurinn og reyndi að útskýra fyrir Aroni hvernig stemningin var heima á Íslandi á meðan að íslensku leikmennirnir dvöldu í sínum herbúðum í Frakklandi. „Í minningunni, ef maður hugsar um viðburði sem hafa bundið allt samfélagið saman, þá er þetta bara á toppnum. Maður man svo sem eftir afrekum handboltalandsliðsins líka en það var alveg lygileg stemning hérna. Það er ólýsanlegt hvernig þetta hafði áhrif á þjóðina. Þú átt hvert bein í okkur Aron minn og munt eiga að eilífu,“ sagði Jóhannes.
EM 2020 í fótbolta EM 2016 í Frakklandi HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira