Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2021 08:25 Stefan Löfven á blaðamannafundi sínum í morgun. EPA Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. Það kemur nú í hlut Andreas Norlén, forseta sænska þingsins, að ræða við formenn flokka og veita þeim umboð til stjórnarmyndunar sem hann telur eiga mesta möguleika að mynda nýja stjórn. Norlén getur fjórum sinnum veitt formönnum umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf lögum samkvæmt að boða til aukakosninga. Meirihluti sænska þingsins greiddi síðastliðinn mánudag atkvæði með vantrausti á Löfven og stjórn hans. Frestur Löfvens til að tilkynna um næstu skref hefði runnið út á miðnætti í kvöld, en hann stóð frammi fyrir tveimur kostum; annað hvort að boða til aukakosninga sem fram færu á næstu þremur mánuðum eða þá að segja af sér og að í kjölfarið yrðu gerðar tilraunir að mynda nýja stjórn. Ekki Svíþjóð fyrir bestu að boða til aukakosninga Löfven sagði á blaðamannafundinum í morgun að hann hafi ætíð haft það að leiðarljósi að gera það sem hann telji best fyrir Svíþjóð. Það sé sannfæring hans, að í miðjum heimsfaraldri og þegar rúmt ár er til þingkosninga, að aukakosningar sé ekki það sem sé best fyrir Svíþjóð. Því hafi hann ákveðið að segja af sér og að tilraunir verði gerðar til að mynda nýja stjórn. Hefði verið boðað til aukakosninga hefðu þingkosningar munu engu að síður farið fram í Svíþjóð í september 2022. Aukakosningar hafa ekki áhrif á að þingkosningar fari fram í landinu á fjögurra ára fresti, en kerfið hefur leitt til þess að afar fátítt er að boðað sé til aukakosninga í landinu. Slíkar kosningar fóru síðast fram árið 1958. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. 175 þingmenn þarf Ný stjórn þarf að njóta stuðnings í það minnsta 175 þingmanna, en alls greiddi 181 þingmaður atkvæði með vantrausti síðastliðinn mánudag. Alls eiga 349 þingmenn sæti á sænska þinginu. Viðræður hafa átt sér stað síðustu daga og hefur spjótum verið sérstaklega beint að Miðflokknum, sem vill helst sjá myndun nýrrar stjórnar með flokkum á miðju stjórnmálanna. Annie Lööf, formaður Miðflokksins, segist hafna því að hleypa flokkunum yst á hinu pólitíska rófi – Svíþjóðardemókrötum og Vinstriflokknum – að stjórn landsins. Hvað gerir Miðflokkurinn? Eftir kosningarnar 2018 og langar stjórnarmyndunarviðræður valdi Miðflokkurinn, ásamt Frjálslyndum að verja ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokks Löfvens og Græningja falli. Sú stjórn var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi ekki greiða atkvæði með vantrausti, sem gerðist þó einmitt í síðustu viku. Vinstriflokkurinn sagðist þá ekki geta sætt sig við ákvörðun ríkisstjórnar Löfvens um að aflétta takmarkanir á hámarksleiguverð í nýju húsnæði. Löfven hefur verið forsætisráðherra frá 2014. Svíþjóð Tengdar fréttir Komið að ögurstund hjá Löfven Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Frestur hans til að tilkynna um næstu skref í kjölfar þess að þingið samþykkti vantraust á hann og ríkisstjórnina rennur út á miðnætti. 28. júní 2021 07:36 Sænska stjórnin fallin Vantrauststilllaga á hendur Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og ríkisstjórn hans var samþykkt á sænska þinginu. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem vantrausti er lýst á forsætisráðherra Svíþjóðar. 21. júní 2021 08:57 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Það kemur nú í hlut Andreas Norlén, forseta sænska þingsins, að ræða við formenn flokka og veita þeim umboð til stjórnarmyndunar sem hann telur eiga mesta möguleika að mynda nýja stjórn. Norlén getur fjórum sinnum veitt formönnum umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf lögum samkvæmt að boða til aukakosninga. Meirihluti sænska þingsins greiddi síðastliðinn mánudag atkvæði með vantrausti á Löfven og stjórn hans. Frestur Löfvens til að tilkynna um næstu skref hefði runnið út á miðnætti í kvöld, en hann stóð frammi fyrir tveimur kostum; annað hvort að boða til aukakosninga sem fram færu á næstu þremur mánuðum eða þá að segja af sér og að í kjölfarið yrðu gerðar tilraunir að mynda nýja stjórn. Ekki Svíþjóð fyrir bestu að boða til aukakosninga Löfven sagði á blaðamannafundinum í morgun að hann hafi ætíð haft það að leiðarljósi að gera það sem hann telji best fyrir Svíþjóð. Það sé sannfæring hans, að í miðjum heimsfaraldri og þegar rúmt ár er til þingkosninga, að aukakosningar sé ekki það sem sé best fyrir Svíþjóð. Því hafi hann ákveðið að segja af sér og að tilraunir verði gerðar til að mynda nýja stjórn. Hefði verið boðað til aukakosninga hefðu þingkosningar munu engu að síður farið fram í Svíþjóð í september 2022. Aukakosningar hafa ekki áhrif á að þingkosningar fari fram í landinu á fjögurra ára fresti, en kerfið hefur leitt til þess að afar fátítt er að boðað sé til aukakosninga í landinu. Slíkar kosningar fóru síðast fram árið 1958. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. 175 þingmenn þarf Ný stjórn þarf að njóta stuðnings í það minnsta 175 þingmanna, en alls greiddi 181 þingmaður atkvæði með vantrausti síðastliðinn mánudag. Alls eiga 349 þingmenn sæti á sænska þinginu. Viðræður hafa átt sér stað síðustu daga og hefur spjótum verið sérstaklega beint að Miðflokknum, sem vill helst sjá myndun nýrrar stjórnar með flokkum á miðju stjórnmálanna. Annie Lööf, formaður Miðflokksins, segist hafna því að hleypa flokkunum yst á hinu pólitíska rófi – Svíþjóðardemókrötum og Vinstriflokknum – að stjórn landsins. Hvað gerir Miðflokkurinn? Eftir kosningarnar 2018 og langar stjórnarmyndunarviðræður valdi Miðflokkurinn, ásamt Frjálslyndum að verja ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokks Löfvens og Græningja falli. Sú stjórn var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi ekki greiða atkvæði með vantrausti, sem gerðist þó einmitt í síðustu viku. Vinstriflokkurinn sagðist þá ekki geta sætt sig við ákvörðun ríkisstjórnar Löfvens um að aflétta takmarkanir á hámarksleiguverð í nýju húsnæði. Löfven hefur verið forsætisráðherra frá 2014.
Svíþjóð Tengdar fréttir Komið að ögurstund hjá Löfven Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Frestur hans til að tilkynna um næstu skref í kjölfar þess að þingið samþykkti vantraust á hann og ríkisstjórnina rennur út á miðnætti. 28. júní 2021 07:36 Sænska stjórnin fallin Vantrauststilllaga á hendur Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og ríkisstjórn hans var samþykkt á sænska þinginu. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem vantrausti er lýst á forsætisráðherra Svíþjóðar. 21. júní 2021 08:57 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Komið að ögurstund hjá Löfven Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Frestur hans til að tilkynna um næstu skref í kjölfar þess að þingið samþykkti vantraust á hann og ríkisstjórnina rennur út á miðnætti. 28. júní 2021 07:36
Sænska stjórnin fallin Vantrauststilllaga á hendur Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og ríkisstjórn hans var samþykkt á sænska þinginu. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem vantrausti er lýst á forsætisráðherra Svíþjóðar. 21. júní 2021 08:57