Þórsarar vita örugglega af örlögum ÍR-inga, Stjörnumanna og Valsara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 17:00 Callum Reese Lawson og félagar í Þór fá þrjá leiki til að vinna fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Þeir klikkuðu í fyrstu tiltraun en eru á heimavelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þórsliðið getur annan leikinn í röð tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í kvöld þegar Keflvíkingar mæta í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í fjórða leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla í körfubolta. Keflvíkingar héldu sér á lífi með fjórtán stiga heimasigri í síðasta leik, 97-83, en þurfa sinn annan sigur í röð til að fá hreinan úrslitaleik um titilinn í Keflavík á sunnudagskvöldið. Þórsarar hafa ekki enn tapað tveimur leikjum í röð í þessari úrslitakeppni en sigurlaunin hafa aldrei verið stærri í sögu félagsins en í þessum leik í kvöld. Þórsarar ættu hins vegar að þekkja örlög liða sem hafa verið í sömu góðu stöðu og þeir en létu Íslandsbikarinn renna sér úr greipum. Bestu dæmin um slíkt eru þrjú félög sem hafa enn ekki unnið Íslandsbikarinn í úrslitakeppni eða ÍR, Stjarnan og Valur. Valur komst í 2-1 á móti Keflavík í lokaúrslitunum 1992 eftir 28 stiga sigur í Keflavík í leik þrjú, 95-67. Næsti leikur var á Hlíðarenda og Valsmenn gátu unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í níu ár og þann fyrsta síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar. Keflavík vann aftur á móti 22 stiga sigur á Hlíðarenda, 78-56, og svo níu stiga sigur í oddaleiknum í Keflavík, 77-68. Valsmenn komust ekki aftur í úrslitakeppnina fyrr en í vetur. Stjarnan komst í 2-1 á móti Grindavík í lokaúrslitunum 2013 eftir tólf stiga sigur í Grindavík, 101-89, í leik þrjú. Stjörnumenn höfðu þá unnið tvo leiki í röð í einvíginu og næsti leikur var í Garðabænum. Grindavík jafnaði hins vegar einvígið með sex stiga sigri í leik fjögur í Ásgarði í Garðabænum, 88-82, og vann síðan oddaleikinn með fimm stigum í Grindavík, 79-74. Stjarnan missti af Íslandsmeistarabikarnum og hefur enn ekki unnið hann. ÍR-ingar komust í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í lokaúrslitunum 2019 eftir þriggja siga sigur í framlengdum leik í DHL-höllinni, 89-86. ÍR gat því unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í 42 ár og þann fyrsta í sögu úrslitakeppninnar með sigri á heimavelli í fjórða leiknum. KR-ingar jöfnuðu hins vegar metin með 80-75 sigri í Seljaskóla og tryggðu sér síðan sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð með 28 stiga sigri í oddaleiknum í Vesturbænum, 98-70. Fjórði leikur Þórs Þorlákshafnar og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Dominos Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður allt gert upp með sérfræðingum og góðum gesti. Síðustu lið sem hafa getað unnið Íslandsbikarinn í leik fjögur á heimavelli ÍR 2019: 5 stiga TAP á móti KR, 75-80 SILFUR KR 2018: 16 stiga sigur á Tindastól, 89-73 ÍSLANDSMEISTARI Stjarnan 2013: 6 stiga TAP á móti Grindavík, 82-88 SILFUR Snæfell 2010: 9 stiga TAP á móti Keflavík, 73-82 ÍSLANDSMEISTARI Grindavík 2009: 11 stiga TAP á móti KR, 83-94 SILFUR KR 2007: 2 stiga sigur á Njarðvík, 83-81 ÍSLANDSMEISTARI Keflavík 2004: 20 stiga sigur á Snæfelli, 87-67 ÍSLANDSMEISTARI KR 2000: 20 stiga sigur á Grindavík, 83-63 ÍSLANDSMEISTARI Valur 1992: 22 stiga TAP á móti Keflavík, 56-78 SILFUR Keflavík 1991: 10 stiga TAP á móti Njarðvík, 81-91 SILFUR - Liðin eru 4-6 í þessari stöðu 5 af 10 töpuðu tveimur síðustu leikjunum og misstu af Íslandsmeistaratitlinum Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Keflvíkingar héldu sér á lífi með fjórtán stiga heimasigri í síðasta leik, 97-83, en þurfa sinn annan sigur í röð til að fá hreinan úrslitaleik um titilinn í Keflavík á sunnudagskvöldið. Þórsarar hafa ekki enn tapað tveimur leikjum í röð í þessari úrslitakeppni en sigurlaunin hafa aldrei verið stærri í sögu félagsins en í þessum leik í kvöld. Þórsarar ættu hins vegar að þekkja örlög liða sem hafa verið í sömu góðu stöðu og þeir en létu Íslandsbikarinn renna sér úr greipum. Bestu dæmin um slíkt eru þrjú félög sem hafa enn ekki unnið Íslandsbikarinn í úrslitakeppni eða ÍR, Stjarnan og Valur. Valur komst í 2-1 á móti Keflavík í lokaúrslitunum 1992 eftir 28 stiga sigur í Keflavík í leik þrjú, 95-67. Næsti leikur var á Hlíðarenda og Valsmenn gátu unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í níu ár og þann fyrsta síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar. Keflavík vann aftur á móti 22 stiga sigur á Hlíðarenda, 78-56, og svo níu stiga sigur í oddaleiknum í Keflavík, 77-68. Valsmenn komust ekki aftur í úrslitakeppnina fyrr en í vetur. Stjarnan komst í 2-1 á móti Grindavík í lokaúrslitunum 2013 eftir tólf stiga sigur í Grindavík, 101-89, í leik þrjú. Stjörnumenn höfðu þá unnið tvo leiki í röð í einvíginu og næsti leikur var í Garðabænum. Grindavík jafnaði hins vegar einvígið með sex stiga sigri í leik fjögur í Ásgarði í Garðabænum, 88-82, og vann síðan oddaleikinn með fimm stigum í Grindavík, 79-74. Stjarnan missti af Íslandsmeistarabikarnum og hefur enn ekki unnið hann. ÍR-ingar komust í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í lokaúrslitunum 2019 eftir þriggja siga sigur í framlengdum leik í DHL-höllinni, 89-86. ÍR gat því unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í 42 ár og þann fyrsta í sögu úrslitakeppninnar með sigri á heimavelli í fjórða leiknum. KR-ingar jöfnuðu hins vegar metin með 80-75 sigri í Seljaskóla og tryggðu sér síðan sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð með 28 stiga sigri í oddaleiknum í Vesturbænum, 98-70. Fjórði leikur Þórs Þorlákshafnar og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Dominos Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður allt gert upp með sérfræðingum og góðum gesti. Síðustu lið sem hafa getað unnið Íslandsbikarinn í leik fjögur á heimavelli ÍR 2019: 5 stiga TAP á móti KR, 75-80 SILFUR KR 2018: 16 stiga sigur á Tindastól, 89-73 ÍSLANDSMEISTARI Stjarnan 2013: 6 stiga TAP á móti Grindavík, 82-88 SILFUR Snæfell 2010: 9 stiga TAP á móti Keflavík, 73-82 ÍSLANDSMEISTARI Grindavík 2009: 11 stiga TAP á móti KR, 83-94 SILFUR KR 2007: 2 stiga sigur á Njarðvík, 83-81 ÍSLANDSMEISTARI Keflavík 2004: 20 stiga sigur á Snæfelli, 87-67 ÍSLANDSMEISTARI KR 2000: 20 stiga sigur á Grindavík, 83-63 ÍSLANDSMEISTARI Valur 1992: 22 stiga TAP á móti Keflavík, 56-78 SILFUR Keflavík 1991: 10 stiga TAP á móti Njarðvík, 81-91 SILFUR - Liðin eru 4-6 í þessari stöðu 5 af 10 töpuðu tveimur síðustu leikjunum og misstu af Íslandsmeistaratitlinum
Síðustu lið sem hafa getað unnið Íslandsbikarinn í leik fjögur á heimavelli ÍR 2019: 5 stiga TAP á móti KR, 75-80 SILFUR KR 2018: 16 stiga sigur á Tindastól, 89-73 ÍSLANDSMEISTARI Stjarnan 2013: 6 stiga TAP á móti Grindavík, 82-88 SILFUR Snæfell 2010: 9 stiga TAP á móti Keflavík, 73-82 ÍSLANDSMEISTARI Grindavík 2009: 11 stiga TAP á móti KR, 83-94 SILFUR KR 2007: 2 stiga sigur á Njarðvík, 83-81 ÍSLANDSMEISTARI Keflavík 2004: 20 stiga sigur á Snæfelli, 87-67 ÍSLANDSMEISTARI KR 2000: 20 stiga sigur á Grindavík, 83-63 ÍSLANDSMEISTARI Valur 1992: 22 stiga TAP á móti Keflavík, 56-78 SILFUR Keflavík 1991: 10 stiga TAP á móti Njarðvík, 81-91 SILFUR - Liðin eru 4-6 í þessari stöðu 5 af 10 töpuðu tveimur síðustu leikjunum og misstu af Íslandsmeistaratitlinum
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira