Loksins hnigu Sólirnar til viðar Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 07:30 Paul George sækir að körfunni en Deandre Ayton reynir að verjast. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Clippers eru orðnir þaulæfðir í því að lenda 2-0 undir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en ná alltaf að svara fyrir sig. Þeir unnu Phoenix Suns 106-92 í nótt í úrslitum vesturdeildarinnar og minnkuðu muninn í 2-1. Utah Jazz og Dallas Mavericks komust bæði í 2-0 gegn Clippers í úrslitakeppninni í ár en voru svo slegin út. Clippers er fyrsta liðið í sögu NBA sem lendir 2-0 undir í þremur einvígum í sömu úrslitakeppni en nær alltaf að vinna þriðja leikinn. Nú er stefnan sett á að jafna einvígið við Phoenix á laugardagskvöld, rétt eins og í hinum tveimur einvígunum. The @LAClippers are the first team in NBA history to win Game 3 after trailing 0-2 three times in the same postseason. pic.twitter.com/Kg96zoRO4s— NBA History (@NBAHistory) June 25, 2021 Phoenix hafði unnið níu leiki í röð í úrslitakeppninni sem er met í sögu félagsins. Í nótt stungu Clippers hins vegar af í þriðja leikhluta. Paul George jafnaði sig eftir að hafa klikkað á vítalínunni á ögurstundu í síðasta leik gegn Phoenix. Hann fór fyrir Clippers og skoraði 27 stig, þar á meðal flautuþrist í lok þriðja leikhluta. George tók líka 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Liðið er enn án Kawhi Leonard sem glímir við hnémeiðsli. Paul George from HALFCOURT to beat the 3Q buzzer in the @LAClippers Game 3 win!#PhantomCam #NBAPlayoffs #ThatsGame pic.twitter.com/0ZGedrYwhR— NBA (@NBA) June 25, 2021 Chris Paul sneri hins vegar aftur í lið Phoenix eftir að hafa misst af fyrstu tveimur leikjum einvígisins vegna sóttvarnaráðstafana. Fyrrverandi stuðningsmenn hans í Staples Center bauluðu á hann en Paul hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum í opnum leik og endaði með 15 stig og 12 stoðsendingar. „Ég verð að gera betur. Ég skaut skelfilega. Maður sá alveg að þeir höfðu mikið meiri orku. Ég þarf að ná upp sama krafti,“ sagði Paul. Cameron Payne, sem hafði fyllt svo vel í skarðið fyrir Paul í fyrstu tveimur leikjunum, fór meiddur af velli vegna ökklameiðsla eftir að hafa spilað í aðeins fjórar mínútur. Clippers voru undir í hálfleik en komust fljótlega yfir í þriðja leikhluta og skoruðu 11 stig í röð um miðjan leikhlutann, sem kom þeim í 71-56. Í lokaleikhlutanum náði Phoenix mest að minnka muninn í sex stig en lítil spenna var í leiknum á síðustu mínútunum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira
Utah Jazz og Dallas Mavericks komust bæði í 2-0 gegn Clippers í úrslitakeppninni í ár en voru svo slegin út. Clippers er fyrsta liðið í sögu NBA sem lendir 2-0 undir í þremur einvígum í sömu úrslitakeppni en nær alltaf að vinna þriðja leikinn. Nú er stefnan sett á að jafna einvígið við Phoenix á laugardagskvöld, rétt eins og í hinum tveimur einvígunum. The @LAClippers are the first team in NBA history to win Game 3 after trailing 0-2 three times in the same postseason. pic.twitter.com/Kg96zoRO4s— NBA History (@NBAHistory) June 25, 2021 Phoenix hafði unnið níu leiki í röð í úrslitakeppninni sem er met í sögu félagsins. Í nótt stungu Clippers hins vegar af í þriðja leikhluta. Paul George jafnaði sig eftir að hafa klikkað á vítalínunni á ögurstundu í síðasta leik gegn Phoenix. Hann fór fyrir Clippers og skoraði 27 stig, þar á meðal flautuþrist í lok þriðja leikhluta. George tók líka 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Liðið er enn án Kawhi Leonard sem glímir við hnémeiðsli. Paul George from HALFCOURT to beat the 3Q buzzer in the @LAClippers Game 3 win!#PhantomCam #NBAPlayoffs #ThatsGame pic.twitter.com/0ZGedrYwhR— NBA (@NBA) June 25, 2021 Chris Paul sneri hins vegar aftur í lið Phoenix eftir að hafa misst af fyrstu tveimur leikjum einvígisins vegna sóttvarnaráðstafana. Fyrrverandi stuðningsmenn hans í Staples Center bauluðu á hann en Paul hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum í opnum leik og endaði með 15 stig og 12 stoðsendingar. „Ég verð að gera betur. Ég skaut skelfilega. Maður sá alveg að þeir höfðu mikið meiri orku. Ég þarf að ná upp sama krafti,“ sagði Paul. Cameron Payne, sem hafði fyllt svo vel í skarðið fyrir Paul í fyrstu tveimur leikjunum, fór meiddur af velli vegna ökklameiðsla eftir að hafa spilað í aðeins fjórar mínútur. Clippers voru undir í hálfleik en komust fljótlega yfir í þriðja leikhluta og skoruðu 11 stig í röð um miðjan leikhlutann, sem kom þeim í 71-56. Í lokaleikhlutanum náði Phoenix mest að minnka muninn í sex stig en lítil spenna var í leiknum á síðustu mínútunum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum