England sleppur við hin fimm bestu liðin Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 13:00 Englendingar eiga fyrir höndum stórleik gegn Þjóðverjum á þriðjudaginn. Getty/Mike Egerton Ef England kemst í úrslitaleik EM mun liðið gera það án þess að þurfa að mæta neinu af hinum fimm bestu liðum Evrópu, samkvæmt styrkleikalista FIFA. Sextán liða úrslit EM hefjast á morgun og leið hvers liðs fyrir sig að titlinum liggur nú að vissu leyti fyrir. Samkvæmt flestum veðbönkum og tölfræðiveitum eru Frakkar líklegastir til að landa titlinum en ljóst er að leið þeirra að titlinum er afar erfið og sumir telja Englendinga nú líklegasta. Liðin sextán raðast þannig niður að Belgía, Frakkland, Portúgal, Spánn og Ítalía, sem eru fimm af sex bestu liðum Evrópu samkvæmt heimslistanum, eru meðal átta þjóða sem berjast um eitt sæti í úrslitaleiknum. Svona er leið hvers liðs fyrir sig að Evrópumeistaratitlinum. Á meðal hinna átta þjóðanna eru England og Þýskaland sem mætast í sannkölluðum stórleik á Wembley. England er þriðja sterkasta landslið Evrópu samkvæmt styrkleikalista FIFA, á eftir Belgíu og Frakklandi, en Þýskaland er í 8. sæti. Sigurliðið í leik Englands og Þýskalands mætir svo sigurliðinu úr leik Svíþjóðar og Úkraínu, sem eru í 13. og 16. sæti yfir bestu landslið Evrópu. Komist Englendingar í undanúrslit mæta þeir þar Hollandi, Tékklandi, Wales eða Danmörku. 16-liða úrslitin: Laugardagurinn 26. júní: 16.00 Wales - Danmörk 19.00 Ítalía - Austurríki Sunnudagurinn 27. júní: 16.00 Holland - Tékkland 19.00 Belgía - Portúgal Mánudagurinn 28. júní: 16.00 Króatía - Spánn 19.00 Frakkland - Sviss Þriðjudagurinn 29. júní: 16.00 England - Þýskaland 19.00 Svíþjóð - Úkraína Tölfræðiveitan Gracenote segir að Englendingar séu nú líklegastir til að landa titlinum. Það er ekki bara vegna þess að liðið losni við að mæta nokkrum af allra hæst skrifuðu liðunum heldur spilar England á heimavelli á þriðjudaginn auk þess sem undanúrslitin og úrslitin fara einnig fram á Wembley. Líklegustu Evrópumeistararnir samkvæmt Gracenote. Líklegustu úrslitaleikir EM samkvæmt Gracenote: Líkur Leikur Líkur Leikur 7.0% Belgía - England 3.6% Frakkland - Holland 5.9% Frakkland - England 3.4% Portúgal - England 5.2% Ítalía - England 3.1% Belgía - Danmörk 4.3% Spánn - England 3.1% Ítalía - Holland 4.2% Belgía - Holland 2.9% Belgía - Svíþjóð Samkvæmt flestum veðbönkum eru Frakkar þó líklegastir til að verða Evrópumeistarar. Tölfræðiveitan Opta Sports telur 19,6% líkur á því að Hugo Lloris, fyrirliði Frakka, taki við Henri Delaunay verðlaunagripnum eftir úrslitaleikinn 11. júlí, líkt og á HM fyrir þremur árum. Belgar eru samkvæmt Opta næstlíklegastir til að landa titlinum og Spánverjar þriðju líklegastir. Opta telur aðeins 8,5% líkur á því að Englendingar vinni sinn fyrsta Evrópumeistaratitil. 19.6% - Ahead of the Round of 16, the Stats Perform prediction model rates France as the favourites to win EURO 2020 with a 19.6% chance, followed by Belgium (17.9%) and Spain (12.9%). Glory.For more info on how the Stats Perform Predictor is calculated: https://t.co/0S3WTzwKae pic.twitter.com/GAzb4U9OyF— OptaJoe (@OptaJoe) June 24, 2021 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Sextán liða úrslit EM hefjast á morgun og leið hvers liðs fyrir sig að titlinum liggur nú að vissu leyti fyrir. Samkvæmt flestum veðbönkum og tölfræðiveitum eru Frakkar líklegastir til að landa titlinum en ljóst er að leið þeirra að titlinum er afar erfið og sumir telja Englendinga nú líklegasta. Liðin sextán raðast þannig niður að Belgía, Frakkland, Portúgal, Spánn og Ítalía, sem eru fimm af sex bestu liðum Evrópu samkvæmt heimslistanum, eru meðal átta þjóða sem berjast um eitt sæti í úrslitaleiknum. Svona er leið hvers liðs fyrir sig að Evrópumeistaratitlinum. Á meðal hinna átta þjóðanna eru England og Þýskaland sem mætast í sannkölluðum stórleik á Wembley. England er þriðja sterkasta landslið Evrópu samkvæmt styrkleikalista FIFA, á eftir Belgíu og Frakklandi, en Þýskaland er í 8. sæti. Sigurliðið í leik Englands og Þýskalands mætir svo sigurliðinu úr leik Svíþjóðar og Úkraínu, sem eru í 13. og 16. sæti yfir bestu landslið Evrópu. Komist Englendingar í undanúrslit mæta þeir þar Hollandi, Tékklandi, Wales eða Danmörku. 16-liða úrslitin: Laugardagurinn 26. júní: 16.00 Wales - Danmörk 19.00 Ítalía - Austurríki Sunnudagurinn 27. júní: 16.00 Holland - Tékkland 19.00 Belgía - Portúgal Mánudagurinn 28. júní: 16.00 Króatía - Spánn 19.00 Frakkland - Sviss Þriðjudagurinn 29. júní: 16.00 England - Þýskaland 19.00 Svíþjóð - Úkraína Tölfræðiveitan Gracenote segir að Englendingar séu nú líklegastir til að landa titlinum. Það er ekki bara vegna þess að liðið losni við að mæta nokkrum af allra hæst skrifuðu liðunum heldur spilar England á heimavelli á þriðjudaginn auk þess sem undanúrslitin og úrslitin fara einnig fram á Wembley. Líklegustu Evrópumeistararnir samkvæmt Gracenote. Líklegustu úrslitaleikir EM samkvæmt Gracenote: Líkur Leikur Líkur Leikur 7.0% Belgía - England 3.6% Frakkland - Holland 5.9% Frakkland - England 3.4% Portúgal - England 5.2% Ítalía - England 3.1% Belgía - Danmörk 4.3% Spánn - England 3.1% Ítalía - Holland 4.2% Belgía - Holland 2.9% Belgía - Svíþjóð Samkvæmt flestum veðbönkum eru Frakkar þó líklegastir til að verða Evrópumeistarar. Tölfræðiveitan Opta Sports telur 19,6% líkur á því að Hugo Lloris, fyrirliði Frakka, taki við Henri Delaunay verðlaunagripnum eftir úrslitaleikinn 11. júlí, líkt og á HM fyrir þremur árum. Belgar eru samkvæmt Opta næstlíklegastir til að landa titlinum og Spánverjar þriðju líklegastir. Opta telur aðeins 8,5% líkur á því að Englendingar vinni sinn fyrsta Evrópumeistaratitil. 19.6% - Ahead of the Round of 16, the Stats Perform prediction model rates France as the favourites to win EURO 2020 with a 19.6% chance, followed by Belgium (17.9%) and Spain (12.9%). Glory.For more info on how the Stats Perform Predictor is calculated: https://t.co/0S3WTzwKae pic.twitter.com/GAzb4U9OyF— OptaJoe (@OptaJoe) June 24, 2021 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
16-liða úrslitin: Laugardagurinn 26. júní: 16.00 Wales - Danmörk 19.00 Ítalía - Austurríki Sunnudagurinn 27. júní: 16.00 Holland - Tékkland 19.00 Belgía - Portúgal Mánudagurinn 28. júní: 16.00 Króatía - Spánn 19.00 Frakkland - Sviss Þriðjudagurinn 29. júní: 16.00 England - Þýskaland 19.00 Svíþjóð - Úkraína
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira