„Minnti á KR-liðið sem vann alla þessa titla“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 10:00 Þórsarar lentu í vandræðum gegn vörn Keflavíkur og urðu að sætta sig við tap. vísir/Hulda Margrét Rætt var um magnaðan varnarleik Keflvíkinga og Þórslið sem var mjög ólíkt sjálfu sér í Dominos Körfuboltakvöldi, eftir að Keflavík minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík vann þriðja leik liðanna af öryggi, 97-83, en þau mætast í fjórða leik í Þorlákshöfn annað kvöld. „Þetta Þórslið var mjög ólíkt sjálfu sér. Mikið af skrýtnum, töpuðum boltum og mikið af skrýtnum sóknum sem við sáum frá þeim,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson við þá Hermann Hauksson og Benedikt Guðmundsson, sérfræðinga sína. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórsarar ólíkir sjálfum sér „Þetta var ofboðslega þungur sóknarleikur hjá þeim,“ sagði Hermann um Þórsara. „Þeir voru að reyna að spinna sig í gegnum leikmenn Keflavíkur, eins og gekk vel hjá þeim í fyrstu tveimur leikjunum, en Keflvíkingarnir voru mikið fastari fyrir. Þórsarar misstu boltann ofboðslega illa, köstuðu boltanum jafnvel í hendurnar á Keflvíkingum, og voru bara að ströggla alls staðar í sóknarleiknum. Hvort sem það var í þriggja stiga skotum, inni í teig, eða hvort þeir voru að reyna að snúa sig frá andstæðingnum, þá gekk bara ekkert,“ sagði Hermann. Ekki sama gredda í Þórsurum Kjartan Atli sagði varnarleik Keflvíkinga hafa minnt á lið KR sem rakað hefur inn Íslandsmeistaratitlum síðustu ár en horfir nú á eftir titlinum til Þórs eða Keflavíkur: „Vörn Keflvíkinga var algjörlega mögnuð og minnti mann auðvitað á Keflavíkurliðið í vetur. Þetta minnti líka á KR-liðið sem vann alla þessa titla í röð. Stundum bara stigu KR-ingar „ofar“ á mann. Það er ekkert taktískt við það. Þeir voru bara einbeittari, harðari og fljótari, og vörnin varð bara betri án þess að það væri einhver taktíkt á bakvið það. Mér fannst þetta vera þannig hjá Keflavík núna,“ sagði Kjartan og Benedikt tók undir: „Algjörlega. Keflvíkingar voru virkilega grimmir. Tímabilið var undir hjá þeim á meðan að Þórsararnir voru svona… Maður veit hvernig þetta er. Að koma 2-0 yfir í leik þrjú – það er ekki sama greddan í gangi. Það er erfitt að keyra sig upp í leik þrjú, 2-0 yfir. Þetta er því blanda af báðu en þetta var ógeðslega flott vörn hjá Keflavík, sérstaklega á hálfum velli. Einu skiptin sem þeir lentu í vandræðum var eftir tapaða bolta, þegar Þórsararnir komu á ferðinni á þá. Að öðru leyti voru þeir með algjört „lockdown“,“ sagði Benedikt. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira
Keflavík vann þriðja leik liðanna af öryggi, 97-83, en þau mætast í fjórða leik í Þorlákshöfn annað kvöld. „Þetta Þórslið var mjög ólíkt sjálfu sér. Mikið af skrýtnum, töpuðum boltum og mikið af skrýtnum sóknum sem við sáum frá þeim,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson við þá Hermann Hauksson og Benedikt Guðmundsson, sérfræðinga sína. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórsarar ólíkir sjálfum sér „Þetta var ofboðslega þungur sóknarleikur hjá þeim,“ sagði Hermann um Þórsara. „Þeir voru að reyna að spinna sig í gegnum leikmenn Keflavíkur, eins og gekk vel hjá þeim í fyrstu tveimur leikjunum, en Keflvíkingarnir voru mikið fastari fyrir. Þórsarar misstu boltann ofboðslega illa, köstuðu boltanum jafnvel í hendurnar á Keflvíkingum, og voru bara að ströggla alls staðar í sóknarleiknum. Hvort sem það var í þriggja stiga skotum, inni í teig, eða hvort þeir voru að reyna að snúa sig frá andstæðingnum, þá gekk bara ekkert,“ sagði Hermann. Ekki sama gredda í Þórsurum Kjartan Atli sagði varnarleik Keflvíkinga hafa minnt á lið KR sem rakað hefur inn Íslandsmeistaratitlum síðustu ár en horfir nú á eftir titlinum til Þórs eða Keflavíkur: „Vörn Keflvíkinga var algjörlega mögnuð og minnti mann auðvitað á Keflavíkurliðið í vetur. Þetta minnti líka á KR-liðið sem vann alla þessa titla í röð. Stundum bara stigu KR-ingar „ofar“ á mann. Það er ekkert taktískt við það. Þeir voru bara einbeittari, harðari og fljótari, og vörnin varð bara betri án þess að það væri einhver taktíkt á bakvið það. Mér fannst þetta vera þannig hjá Keflavík núna,“ sagði Kjartan og Benedikt tók undir: „Algjörlega. Keflvíkingar voru virkilega grimmir. Tímabilið var undir hjá þeim á meðan að Þórsararnir voru svona… Maður veit hvernig þetta er. Að koma 2-0 yfir í leik þrjú – það er ekki sama greddan í gangi. Það er erfitt að keyra sig upp í leik þrjú, 2-0 yfir. Þetta er því blanda af báðu en þetta var ógeðslega flott vörn hjá Keflavík, sérstaklega á hálfum velli. Einu skiptin sem þeir lentu í vandræðum var eftir tapaða bolta, þegar Þórsararnir komu á ferðinni á þá. Að öðru leyti voru þeir með algjört „lockdown“,“ sagði Benedikt. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira