Stórþjóð gæti setið eftir með sárt ennið í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 14:45 Cristiano Ronaldo og Toni Kroos eiga báðir á hættu að ljúka keppni á EM í kvöld. EPA/HUGO DELGADO Enn getur allt gerst í dauðariðlinum á EM en þar ráðast úrslitin í kvöld með leikjum Portúgals og Frakklands, og Þýskalands og Ungverjalands. Það eru síðustu leikirnir í riðlakeppni EM áður en útsláttarkeppnin tekur við. Frakkar eru öruggir um sæti í 16-liða úrslitum, jafnvel þó að þeir tapi í kvöld. Portúgal og Þýskaland eru einnig í ágætri stöðu, sem skýrist þó betur þegar keppni í E-riðli lýkur í dag. Ungverjaland getur tryggt sér óvænt sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn Þýskalandi, á litlausum Allianz Arena í München. Staðan og leikirnir í F-riðli. Frakkar tryggja sér efsta sæti riðilsins með sigri. Yfirgnæfandi líkur eru á að sigurlið F-riðils mæti Sviss í 16-liða úrslitum en að öðrum kosti Úkraínu, í Búkarest á mánudaginn. Ef Frakkar gera jafntefli við Portúgali geta þeir misst Þýskaland upp fyrir sig og endað í 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti í F-riðli mætir Englandi á Wembley næsta þriðjudag. Ef Frakkar tapa gætu þeir endað í 3. sæti og þyrftu þá að mæta Belgíu eða Hollandi í 16-liða úrslitum. Þýskaland og Portúgal mögulega áfram þrátt fyrir tap Þýskaland er með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal svo að ef að bæði lið vinna, gera jafntefli eða tapa, þá endar Þýskaland ofar. Bæði lið eiga enn á hættu að sitja eftir, í 4. sæti, ef þau tapa í kvöld. Ef Portúgal tapar þurfa Cristiano Ronaldo og félagar að treysta á að Ungverjaland vinni ekki Þýskaland. Í því tilviki mætti Portúgal tapa með tveggja marka mun en myndi samt fara áfram með betri árangur í 3. sæti en Úkraína og Finnland. Ef Ungverjaland og Frakkland vinna í kvöld endar Portúgal í 4. sæti og er úr leik. Ef Þýskaland tapar getur liðið sömuleiðis endað í 4. sæti og fallið úr leik. Ef að Þýskaland og Portúgal tapa bæði endar Þýskaland í 3. sæti og gæti komist áfram. Íslandsbanarnir þurfa sigur Ungverjalandi, sem sló út Ísland í umspilinu um sæti á EM, dugar ekkert annað en sigur gegn Þýskalandi. Sigur myndi tryggja liðinu að lágmarki 3. sæti, og þar með leik við Belgíu eða Holland í 16-liða úrslitum, og gæti einnig dugað til 2. sætis sem myndi þýða að liðið mæti Englandi. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Sjá meira
Frakkar eru öruggir um sæti í 16-liða úrslitum, jafnvel þó að þeir tapi í kvöld. Portúgal og Þýskaland eru einnig í ágætri stöðu, sem skýrist þó betur þegar keppni í E-riðli lýkur í dag. Ungverjaland getur tryggt sér óvænt sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn Þýskalandi, á litlausum Allianz Arena í München. Staðan og leikirnir í F-riðli. Frakkar tryggja sér efsta sæti riðilsins með sigri. Yfirgnæfandi líkur eru á að sigurlið F-riðils mæti Sviss í 16-liða úrslitum en að öðrum kosti Úkraínu, í Búkarest á mánudaginn. Ef Frakkar gera jafntefli við Portúgali geta þeir misst Þýskaland upp fyrir sig og endað í 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti í F-riðli mætir Englandi á Wembley næsta þriðjudag. Ef Frakkar tapa gætu þeir endað í 3. sæti og þyrftu þá að mæta Belgíu eða Hollandi í 16-liða úrslitum. Þýskaland og Portúgal mögulega áfram þrátt fyrir tap Þýskaland er með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal svo að ef að bæði lið vinna, gera jafntefli eða tapa, þá endar Þýskaland ofar. Bæði lið eiga enn á hættu að sitja eftir, í 4. sæti, ef þau tapa í kvöld. Ef Portúgal tapar þurfa Cristiano Ronaldo og félagar að treysta á að Ungverjaland vinni ekki Þýskaland. Í því tilviki mætti Portúgal tapa með tveggja marka mun en myndi samt fara áfram með betri árangur í 3. sæti en Úkraína og Finnland. Ef Ungverjaland og Frakkland vinna í kvöld endar Portúgal í 4. sæti og er úr leik. Ef Þýskaland tapar getur liðið sömuleiðis endað í 4. sæti og fallið úr leik. Ef að Þýskaland og Portúgal tapa bæði endar Þýskaland í 3. sæti og gæti komist áfram. Íslandsbanarnir þurfa sigur Ungverjalandi, sem sló út Ísland í umspilinu um sæti á EM, dugar ekkert annað en sigur gegn Þýskalandi. Sigur myndi tryggja liðinu að lágmarki 3. sæti, og þar með leik við Belgíu eða Holland í 16-liða úrslitum, og gæti einnig dugað til 2. sætis sem myndi þýða að liðið mæti Englandi. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Sjá meira