Telur engar líkur á frjálsum kosningum í Níkaragva Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2021 18:02 Sergio Ramírez, fyrrverandi forseti Níkaragva. Hann er staddur í Bandaríkjunum til að gangast undir læknismeðferð. AP/Alfredo Zuniga Ríkisstjórn Daniels Ortega í Níkaragva hneppti Maríu Fernöndu Lanzas, fyrrverandi forsetafrú landsins, í stofufangelsi í gær. Annar fyrrverandi forseti landsins segir útilokað að forsetakosningar í haust verði frjálsar í ljósi herferðar Ortega gegn stjórnarnandstöðunni. Á annan tug líklegra keppinauta Ortega í forsetakosningum í nóvember og áberandi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn á undanförnum vikum. Flestir þeirra handteknu eru sakaðir um glæpi gegn sjálfstæðis og fullveldi Níkaragva á grundvelli umdeildra landráðalaga sem Ortega keyrði í gegn í fyrra. Sömu sögu er að segja um Lanzas en hún er sökuð um glæpi gegn ríkinu. Í yfirlýsingu lögreglunnar sagði að Lanzas yrði í haldi á meðan ásakanir á hendur henni væru rannsakaðar. Ekki kom fram hvar Arnoldo Aleman, eiginmaður hennar og fyrrverandi forseti, væri niður kominn, að sögn AP-fréttastofunnar. Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni virðist ætlað að ryðja öllum hugsanlegum keppinautum hans úr vegi fyrir forsetakosningarnar í haust. Líklegt er talið að Ortega sækist þá eftir endurkjöri en hann hefur setið á forsetastóli sleitulaust frá 2007. Hann lét breyta stjórnarskrá til þess að hann gæti boðið sig fram til þriðja kjörtímabils fyrir síðustu kosningar. Nú hefur stjórn Ortega einnig útilokað stjórnmálaflokk breiðfylkingar stjórnarandstöðunnar frá kjörseðlinum í haust. Ekki raunverulegar kosningar Sergio Ramírez, fyrrverandi forseti Níkaragva og rithöfundur, segir nú útilokað að kosningarnar í haust verði frjálsar. Það sem sem stjórnarandstaðan áorkaði með því að taka þátt í þeim væri að veita endurkjöri Ortega lögmæti. Hann sakar Ortega um að koma á ógnarstjórn í Níkaragva sem komi í veg fyrir að fólk geti talað saman hreinskilnislega á götum úti og að forsetinn umberi ekkert pólitískt andóf. „Kosningar þar sem meirihluti frambjóðendanna gegn Ortega eru í fangelsi geta ekki verið kosningar,“ sagði Ramírez en nú sitja fimm forsetaframbjóðendur í haldi stjórnar Ortega. Níkaragvönsk yfirvöld kölluðu Ramírez til að bera vitni í peningaþvættismáli þeirra gegn Cristiönu Chamorro, eins forsetaframbjóðenda stjórnarandstöðunnar. Hún er dóttir Violetu Chamorro sem lagði Ortega að velli í forsetakosningum árið 1990. Níkaragva Tengdar fréttir Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust. 21. júní 2021 14:49 Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Á annan tug líklegra keppinauta Ortega í forsetakosningum í nóvember og áberandi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn á undanförnum vikum. Flestir þeirra handteknu eru sakaðir um glæpi gegn sjálfstæðis og fullveldi Níkaragva á grundvelli umdeildra landráðalaga sem Ortega keyrði í gegn í fyrra. Sömu sögu er að segja um Lanzas en hún er sökuð um glæpi gegn ríkinu. Í yfirlýsingu lögreglunnar sagði að Lanzas yrði í haldi á meðan ásakanir á hendur henni væru rannsakaðar. Ekki kom fram hvar Arnoldo Aleman, eiginmaður hennar og fyrrverandi forseti, væri niður kominn, að sögn AP-fréttastofunnar. Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni virðist ætlað að ryðja öllum hugsanlegum keppinautum hans úr vegi fyrir forsetakosningarnar í haust. Líklegt er talið að Ortega sækist þá eftir endurkjöri en hann hefur setið á forsetastóli sleitulaust frá 2007. Hann lét breyta stjórnarskrá til þess að hann gæti boðið sig fram til þriðja kjörtímabils fyrir síðustu kosningar. Nú hefur stjórn Ortega einnig útilokað stjórnmálaflokk breiðfylkingar stjórnarandstöðunnar frá kjörseðlinum í haust. Ekki raunverulegar kosningar Sergio Ramírez, fyrrverandi forseti Níkaragva og rithöfundur, segir nú útilokað að kosningarnar í haust verði frjálsar. Það sem sem stjórnarandstaðan áorkaði með því að taka þátt í þeim væri að veita endurkjöri Ortega lögmæti. Hann sakar Ortega um að koma á ógnarstjórn í Níkaragva sem komi í veg fyrir að fólk geti talað saman hreinskilnislega á götum úti og að forsetinn umberi ekkert pólitískt andóf. „Kosningar þar sem meirihluti frambjóðendanna gegn Ortega eru í fangelsi geta ekki verið kosningar,“ sagði Ramírez en nú sitja fimm forsetaframbjóðendur í haldi stjórnar Ortega. Níkaragvönsk yfirvöld kölluðu Ramírez til að bera vitni í peningaþvættismáli þeirra gegn Cristiönu Chamorro, eins forsetaframbjóðenda stjórnarandstöðunnar. Hún er dóttir Violetu Chamorro sem lagði Ortega að velli í forsetakosningum árið 1990.
Níkaragva Tengdar fréttir Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust. 21. júní 2021 14:49 Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust. 21. júní 2021 14:49
Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21