Gíneá-Bissá: Styrkur til könnunar á skapandi listgreinum í atvinnuskyni Heimsljós 22. júní 2021 13:21 Super Mama Djombo á tónleikum í Bissá. Tveimur milljónum króna verður varið í forkönnun á vaxtarmöguleikum skapandi greina í Gíneu-Bissá. Utanríkisráðuneytið hefur veitt íslenska fyrirtækinu T16 ehf. tveggja milljóna króna styrktarsamning til að vinna forkönnun á vaxtarmöguleikum skapandi greina í Gíneu-Bissá. Í verkefninu verður unnið með tónlistarmönnum og öðrum listamönnum til að greina möguleika skapandi listgreina í þeim tilgangi að fjölga atvinnutækifærum listamanna í landinu. Að sögn Geirs Gunnlaugssonar hjá T16 efh. gætu slík tækifæri falist í kennslu listgreina í skólum, tónlistarsköpun, upptökustjórnun, leiklist, hönnun eða í öðrum listgreinum. „Verkefnið mun einnig fylgja eftir og styrkja fyrirliggjandi hugmyndir um Miðstöð skapandi greina í Bissá og aðkomu listamanna að þróun hennar, en íslenskir arkitektar hafa lagt fram fyrstu drög að teikningum miðstöðvarinnar. Forkönnunin skapar því möguleika fyrir hagsmunaaðila að undirbúa stærra verkefni til stuðnings skapandi greinum í landinu,“ segir Geir. Samstarfsaðilar í verkefninu hafa að sögn Geirs verið virkir í tónlistarlífi Gíneu-Bissá allt frá sjálfstæði 1974 og markað djúp spor í tónlistarsögu þess sem meðlimir í hljómsveitinni Super Mama Djombo. „Aðrir eru ungir listamenn sem hafa verið að hasla sér völl á síðustu árum. Mikilvægt framlag verkefnisins er því að styðja við skapandi greinar á tímamótum þegar hljómsveitin og lýðveldið Gínea-Bissá halda upp á hálfrar aldar afmæli sitt,“ segir hann. Myndin hér að ofan var tekin á tónleikum í Bissá í júlí 2009 með tveimur helstu ungu tónlistamönnum landsins á tónleikum Super Mama Djombo í Bissá, þ.e. Binhan og Karyna, en þeir eru meðal samstarfsfólks í verkefninu. Bak við þau er áletrun á stórum borða með þjóðfánum Íslands og Gíneu-Bissá og áletruninni: Lengi lifi vinátta Gíneu-Bissá og Íslands. Styrkurinn er veittur úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Gínea-Bissaú Tónlist Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur veitt íslenska fyrirtækinu T16 ehf. tveggja milljóna króna styrktarsamning til að vinna forkönnun á vaxtarmöguleikum skapandi greina í Gíneu-Bissá. Í verkefninu verður unnið með tónlistarmönnum og öðrum listamönnum til að greina möguleika skapandi listgreina í þeim tilgangi að fjölga atvinnutækifærum listamanna í landinu. Að sögn Geirs Gunnlaugssonar hjá T16 efh. gætu slík tækifæri falist í kennslu listgreina í skólum, tónlistarsköpun, upptökustjórnun, leiklist, hönnun eða í öðrum listgreinum. „Verkefnið mun einnig fylgja eftir og styrkja fyrirliggjandi hugmyndir um Miðstöð skapandi greina í Bissá og aðkomu listamanna að þróun hennar, en íslenskir arkitektar hafa lagt fram fyrstu drög að teikningum miðstöðvarinnar. Forkönnunin skapar því möguleika fyrir hagsmunaaðila að undirbúa stærra verkefni til stuðnings skapandi greinum í landinu,“ segir Geir. Samstarfsaðilar í verkefninu hafa að sögn Geirs verið virkir í tónlistarlífi Gíneu-Bissá allt frá sjálfstæði 1974 og markað djúp spor í tónlistarsögu þess sem meðlimir í hljómsveitinni Super Mama Djombo. „Aðrir eru ungir listamenn sem hafa verið að hasla sér völl á síðustu árum. Mikilvægt framlag verkefnisins er því að styðja við skapandi greinar á tímamótum þegar hljómsveitin og lýðveldið Gínea-Bissá halda upp á hálfrar aldar afmæli sitt,“ segir hann. Myndin hér að ofan var tekin á tónleikum í Bissá í júlí 2009 með tveimur helstu ungu tónlistamönnum landsins á tónleikum Super Mama Djombo í Bissá, þ.e. Binhan og Karyna, en þeir eru meðal samstarfsfólks í verkefninu. Bak við þau er áletrun á stórum borða með þjóðfánum Íslands og Gíneu-Bissá og áletruninni: Lengi lifi vinátta Gíneu-Bissá og Íslands. Styrkurinn er veittur úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Gínea-Bissaú Tónlist Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent