Blikakonur hoppuðu yfir Selfoss og Val og upp í toppsætið: Gaupi fór yfir gærdaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2021 16:01 Stjörnukonur fagna einu marka sinn á móti ÍBV í gær. Jasmín Erla Ingadóttir samgleðst Betsy Doon Hassett en liðsfélagar þeirra kom aðvífandi. Vísir/Hulda Margrét Fjórir leikir fóru fram í sjöundu umferð Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta í gær og þar tók Breiðablikskonur toppsætið eftir stórsigur á liðinu sem var í efsta sætinu fyrir umferðina. Selfosskonur unnu fjóra fyrstu leiki sína í mótinu en hafa nú tapaði tveimur leikjum í röð og aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur sem gerir það að verkum að þær sitja ekki lengur á toppi deildarinnar. Breiðablik mætti á Selfoss og vann 4-0 sigur. Blikar voru í þriðja sæti fyrir leikinn en komist upp fyrir bæði Selfoss og Val með þessum stórsigri þar sem Hlíðarendaliðið náði bara jafntefli á móti Þór/KA á heimavelli. Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, fór yfir alla fjóra leikina í deildinni frá því í gær en þar fögnuðu Fylkir og Stjarnan líka góðum sigrum. Hér fyrir neðan má samantekt Gaupa. Klippa: Gaupi fer yfir sjöundu umferð Pepsi Max deildar kvenna Agla María Albertsdóttir, Taylor Marie Ziemer, Karitas Tómasdóttir og Birta Georgsdóttir skoruðu mörk Blika í 4-0 stórsigri á Selfossi en tvö síðustu mörkin komu á lokamínútum leiksins. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði tvö mörk þegar Fylkir vann 4-2 sigur á Þrótti í Laugardalnum. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði eitt mark og fjórða markið var sjálfsmark. Þróttur komst í 1-0 með marki Shaelan Grace Murison Brown en Fylkiskonur svöruðu með fjórum mörkum áður en varamaðurinn Ólöf Sigríður Kristinsdóttir minnkaði muninn í uppbótartíma. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði tvívegis í 3-0 sigri Stjörnunnar á ÍBV en Stjörnukonur hafa nú unnið tvo leiki í röð. Betsy Doon Hassett skoraði þriðja mark Garðabæjarliðsins. Elín Metta Jensen kom Val yfir á móti Þór/KA en Margrét Árnadóttir skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu. Stigið dugði Þór/KA ekki til að komast upp úr fallsæti þökk sé sigri Fylkiskvenna á Þrótti. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik UMF Selfoss Valur Fylkir Stjarnan Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Selfosskonur unnu fjóra fyrstu leiki sína í mótinu en hafa nú tapaði tveimur leikjum í röð og aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur sem gerir það að verkum að þær sitja ekki lengur á toppi deildarinnar. Breiðablik mætti á Selfoss og vann 4-0 sigur. Blikar voru í þriðja sæti fyrir leikinn en komist upp fyrir bæði Selfoss og Val með þessum stórsigri þar sem Hlíðarendaliðið náði bara jafntefli á móti Þór/KA á heimavelli. Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, fór yfir alla fjóra leikina í deildinni frá því í gær en þar fögnuðu Fylkir og Stjarnan líka góðum sigrum. Hér fyrir neðan má samantekt Gaupa. Klippa: Gaupi fer yfir sjöundu umferð Pepsi Max deildar kvenna Agla María Albertsdóttir, Taylor Marie Ziemer, Karitas Tómasdóttir og Birta Georgsdóttir skoruðu mörk Blika í 4-0 stórsigri á Selfossi en tvö síðustu mörkin komu á lokamínútum leiksins. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði tvö mörk þegar Fylkir vann 4-2 sigur á Þrótti í Laugardalnum. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði eitt mark og fjórða markið var sjálfsmark. Þróttur komst í 1-0 með marki Shaelan Grace Murison Brown en Fylkiskonur svöruðu með fjórum mörkum áður en varamaðurinn Ólöf Sigríður Kristinsdóttir minnkaði muninn í uppbótartíma. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði tvívegis í 3-0 sigri Stjörnunnar á ÍBV en Stjörnukonur hafa nú unnið tvo leiki í röð. Betsy Doon Hassett skoraði þriðja mark Garðabæjarliðsins. Elín Metta Jensen kom Val yfir á móti Þór/KA en Margrét Árnadóttir skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu. Stigið dugði Þór/KA ekki til að komast upp úr fallsæti þökk sé sigri Fylkiskvenna á Þrótti.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik UMF Selfoss Valur Fylkir Stjarnan Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira