Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 10:07 Kirkjurnar tvær brunnu til kaldra kola í gærmorgun. Getty/Andrew Francis Wallace Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. Gærdagurinn var hátíðisdagur fólks af frumbyggjaættum (e. National Indigenous People‘s Day) og telur lögregla að einhver tengsl séu milli þess og brunanna. Kirkjurnar tvær, Sacred Heart kirkjan og St. Gregorys kirkja voru reistar fyrir meira en hundrað árum síðan og skilja um 40 kílómetrar þær að. Kanadíska ríkisútvarpið greinir frá. Talið er að eldfimir vökvar hafi verið notaðir til að kynda eldana. Önnur kirkjan er á landi Pentiction frumbyggjaþjóðarinnar og hin á landi Osoyoos þjóðarinnar. Lönd þjóðanna tveggja eru tæpum 100 kílómetrum frá bænum Kamloops, þar sem líkamsleifar 215 barna af frumbyggjaættum fundust grafnar við heimavistarskóla í maí. Þúsundir barna af frumbyggjaættum voru sendar í slíka skóla á 19. og 20. öld og var tilgangur skólanna að afmá menningu barnanna og alaga þau að innflytjendum frá Evrópu. Börnin voru þvinguð til að taka upp kristna siði og þeim var meinað að tala eigin tungumál. Skólarnir voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum, kaþólsku kirkjunni meðtalinni. Lögreglan í Penticton greindi frá því að lögreglumaður hafi orðið var við eld í annarri kirkjunni um klukkan eitt á aðfaranótt mánudags, að staðartíma, en þegar hann hafi komið að kirkjunni hafi hún staðið í ljósum logum. Tveimur klukkutímum síðar hafi lögreglu í Oliver borist tilkynning þess efnis að kviknað væri í hinni kirkjunni. Kanada Trúmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. 4. júní 2021 22:43 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Gærdagurinn var hátíðisdagur fólks af frumbyggjaættum (e. National Indigenous People‘s Day) og telur lögregla að einhver tengsl séu milli þess og brunanna. Kirkjurnar tvær, Sacred Heart kirkjan og St. Gregorys kirkja voru reistar fyrir meira en hundrað árum síðan og skilja um 40 kílómetrar þær að. Kanadíska ríkisútvarpið greinir frá. Talið er að eldfimir vökvar hafi verið notaðir til að kynda eldana. Önnur kirkjan er á landi Pentiction frumbyggjaþjóðarinnar og hin á landi Osoyoos þjóðarinnar. Lönd þjóðanna tveggja eru tæpum 100 kílómetrum frá bænum Kamloops, þar sem líkamsleifar 215 barna af frumbyggjaættum fundust grafnar við heimavistarskóla í maí. Þúsundir barna af frumbyggjaættum voru sendar í slíka skóla á 19. og 20. öld og var tilgangur skólanna að afmá menningu barnanna og alaga þau að innflytjendum frá Evrópu. Börnin voru þvinguð til að taka upp kristna siði og þeim var meinað að tala eigin tungumál. Skólarnir voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum, kaþólsku kirkjunni meðtalinni. Lögreglan í Penticton greindi frá því að lögreglumaður hafi orðið var við eld í annarri kirkjunni um klukkan eitt á aðfaranótt mánudags, að staðartíma, en þegar hann hafi komið að kirkjunni hafi hún staðið í ljósum logum. Tveimur klukkutímum síðar hafi lögreglu í Oliver borist tilkynning þess efnis að kviknað væri í hinni kirkjunni.
Kanada Trúmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. 4. júní 2021 22:43 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40
Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46
Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. 4. júní 2021 22:43