Leiðtogi Sannra Finna dregur sig í hlé Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2021 10:53 Kjör Jussi Halla-aho sem formanns Sannra Finna árið 2017 varð til þess að flokkurinn klofnaði. Vísir/EPA Jussi Halla-aho, leiðtogi Sannra Finnra, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í formannskjöri á landsfundi flokksins í Seinäjoki í ágúst. Hann segist þó ætla að sitja áfram sem þingmaður flokksins. Halla-aho hefur verið formaður hægripopúlíska flokksins Sannra Finna undanfarin fjögur ár. Hann tilkynnti um ákvörðun sína um að gefa ekki kost á sér sem formaður áfram á stafrænum fundi með félögum sínum í dag, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Sagði Halla-aho félögum sínum að það væri ekki gott fyrir leiðtoga að gerast of þaulsetinn. Þá byrjaði hann að trúa því að hann væri ómissandi. Lýsti hann ekki yfir stuðningi við neinn mögulegan eftirmann sinn. Ville Tavio, formaður þingflokks Sannra Finna, sagði að tækifæri fælist í brotthvarfi Halla-aho sem formanns. Kjör Halla-aho sem formanns sumarið 2017 varð kveikjan að deilum sem klufu flokkinn. Eftir þingkosningar árið 2015 tóku Sannir Finnar sæti í ríkisstjórn Juha Sipilä forsætisráðherra. Sipilä vildi ekki halda stjórnarsamstarfinu áfram eftir að Halla-aho náði kjöri sem formaður Sannra Finna. Halla-aho er harðlínumaður í innflytjendamálum og var eitt sinn dæmdur til að greiða sekt vegna ummæla sinna um tengsl íslamstrúar og barnaníðs annars vegar og að Sómalar væru þjófar. Meiri en helmingur þingmanna Sannra Finna sagði þá skilið við þingflokkinn og hélt áfram í ríkisstjórninni. Þingmönnunum var vikið úr flokknum í kjölfarið, þar á meðal Timo Soini, fyrrverandi formanni flokksins til tveggja áratuga. Halla-aho og þeir sem eftir voru í þingflokknum fóru í stjórnarandstöðu. Sannir Finnar eru næst stærsti flokkurinn á finnska þinginu og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Klofningsflokkurinn Blái umbótaflokkurinn þurrkaðist hins vegar út í þingkosningunum árið 2019. Finnland Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Halla-aho hefur verið formaður hægripopúlíska flokksins Sannra Finna undanfarin fjögur ár. Hann tilkynnti um ákvörðun sína um að gefa ekki kost á sér sem formaður áfram á stafrænum fundi með félögum sínum í dag, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Sagði Halla-aho félögum sínum að það væri ekki gott fyrir leiðtoga að gerast of þaulsetinn. Þá byrjaði hann að trúa því að hann væri ómissandi. Lýsti hann ekki yfir stuðningi við neinn mögulegan eftirmann sinn. Ville Tavio, formaður þingflokks Sannra Finna, sagði að tækifæri fælist í brotthvarfi Halla-aho sem formanns. Kjör Halla-aho sem formanns sumarið 2017 varð kveikjan að deilum sem klufu flokkinn. Eftir þingkosningar árið 2015 tóku Sannir Finnar sæti í ríkisstjórn Juha Sipilä forsætisráðherra. Sipilä vildi ekki halda stjórnarsamstarfinu áfram eftir að Halla-aho náði kjöri sem formaður Sannra Finna. Halla-aho er harðlínumaður í innflytjendamálum og var eitt sinn dæmdur til að greiða sekt vegna ummæla sinna um tengsl íslamstrúar og barnaníðs annars vegar og að Sómalar væru þjófar. Meiri en helmingur þingmanna Sannra Finna sagði þá skilið við þingflokkinn og hélt áfram í ríkisstjórninni. Þingmönnunum var vikið úr flokknum í kjölfarið, þar á meðal Timo Soini, fyrrverandi formanni flokksins til tveggja áratuga. Halla-aho og þeir sem eftir voru í þingflokknum fóru í stjórnarandstöðu. Sannir Finnar eru næst stærsti flokkurinn á finnska þinginu og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Klofningsflokkurinn Blái umbótaflokkurinn þurrkaðist hins vegar út í þingkosningunum árið 2019.
Finnland Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira