Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 08:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir dreymir um að keppa á Ólympíuleikunum en fyrst þarf hún að laga á sér skrokkinn. Instagram/@eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Guðlaug Edda hefur unnið lengi að því að komast á Ólympíuleikanna en er staðráðin í því að láta Ólympíudrauminn lifa til ársins 2024 að minnsta kosti. Það kallar hins vegar á hjálp. Meiðsli Guðlaugar Eddu eru það óvenjuleg meiðsli á mjöðm að þau gera íþróttakonunni erfitt fyrir og kalla hreinlega á sérstaka aðgerð. Bestu möguleikar hennar til að geta haldið áfram baráttunni sinni fyrir sæti á Ólympíuleikum, þá á næstu Ólympíuleikum í París 2024, er að fara í mjaðmaraðgerð. Instagram/@eddahannesd Þetta er ekki ódýr aðgerð en hún er þegar búin að koma sér í samband við einn reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi. Guðlaug Edda biðlar til fólks og fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum að hjálpa henni við kostnaðinn að slíkri aðgerð. „Til þess að hámarka möguleikana mína á góðum árangri og endurkomu í afreksíþróttum þarf ég sérhæfða meðferð sem einblínir sérstaklega á afreksíþróttafólk. Ég hef verið heppin að hafa verið boðin aðgerð og meðferð í meðferðarstöð inni Steadman Clinic í Vail, CO með einum reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi sem hefur nú þegar gert aðgerðir á yfir 1000 afreksíþróttafólki. Öll meðferðin kostar upp að 7millj. ísl. kr,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðlum sínum. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fædd árið 1994 og verður því á þrítugasta aldursári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í París sumarið 2024. Hún þarf aðgerð þar sem mjaðmaskálin hennar er sett aftur saman og skafað af lærbeinshöfðinu á vinstri mjöðm þar sem þessi meiðsli hafa nú þegar valdið skemmdum inni í mjaðmarliðnum. Það er ekki auðvelt fyrir Guðlaug Eddu að biðja um pening en nauðsynlegt. „Ég vildi óska þess að ég þurfi ekki að biðja um fjárhagsaðstoð en ég mun ekki getað farið í aðgerðina og borgað fyrir alla meðferðina sjálf. Íþróttaferilinn minn hefur alltaf verið minn en núna verður hann okkar. Í hverri einustu keppni sem ég fer í eftir aðgerðina mun ég hlaupa með mjaðmir sem þú hjálpaðir mér að laga. Íþróttir verða ekki bara um mig lengur, ferilinn minn verður miklu stærri en bara ég,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það má sjá meira um þetta og hvernig hægt er að styðja við bakið á henni með því að smella á fésbókarfærslu hennar hér fyrir neðan. Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Guðlaug Edda hefur unnið lengi að því að komast á Ólympíuleikanna en er staðráðin í því að láta Ólympíudrauminn lifa til ársins 2024 að minnsta kosti. Það kallar hins vegar á hjálp. Meiðsli Guðlaugar Eddu eru það óvenjuleg meiðsli á mjöðm að þau gera íþróttakonunni erfitt fyrir og kalla hreinlega á sérstaka aðgerð. Bestu möguleikar hennar til að geta haldið áfram baráttunni sinni fyrir sæti á Ólympíuleikum, þá á næstu Ólympíuleikum í París 2024, er að fara í mjaðmaraðgerð. Instagram/@eddahannesd Þetta er ekki ódýr aðgerð en hún er þegar búin að koma sér í samband við einn reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi. Guðlaug Edda biðlar til fólks og fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum að hjálpa henni við kostnaðinn að slíkri aðgerð. „Til þess að hámarka möguleikana mína á góðum árangri og endurkomu í afreksíþróttum þarf ég sérhæfða meðferð sem einblínir sérstaklega á afreksíþróttafólk. Ég hef verið heppin að hafa verið boðin aðgerð og meðferð í meðferðarstöð inni Steadman Clinic í Vail, CO með einum reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi sem hefur nú þegar gert aðgerðir á yfir 1000 afreksíþróttafólki. Öll meðferðin kostar upp að 7millj. ísl. kr,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðlum sínum. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fædd árið 1994 og verður því á þrítugasta aldursári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í París sumarið 2024. Hún þarf aðgerð þar sem mjaðmaskálin hennar er sett aftur saman og skafað af lærbeinshöfðinu á vinstri mjöðm þar sem þessi meiðsli hafa nú þegar valdið skemmdum inni í mjaðmarliðnum. Það er ekki auðvelt fyrir Guðlaug Eddu að biðja um pening en nauðsynlegt. „Ég vildi óska þess að ég þurfi ekki að biðja um fjárhagsaðstoð en ég mun ekki getað farið í aðgerðina og borgað fyrir alla meðferðina sjálf. Íþróttaferilinn minn hefur alltaf verið minn en núna verður hann okkar. Í hverri einustu keppni sem ég fer í eftir aðgerðina mun ég hlaupa með mjaðmir sem þú hjálpaðir mér að laga. Íþróttir verða ekki bara um mig lengur, ferilinn minn verður miklu stærri en bara ég,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það má sjá meira um þetta og hvernig hægt er að styðja við bakið á henni með því að smella á fésbókarfærslu hennar hér fyrir neðan.
Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira