Vill ekki breyta um umdeilt leikkerfi fyrir stórleik dagsins Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 11:31 Joachim Löw hefur sætt gagnrýni fyrir 3-4-3 kerfi Þýskalands. UEFA/UEFA via Getty Images Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, segist þurfa að breyta til, en þó ekki um of, fyrir leik liðsins við Evrópumeistara Portúgals í F-riðli Evrópumótsins í dag. Þjóðverjar þurfa sigur eftir tap í fyrsta leik. Þjóðverjar töpuðu 1-0 fyrir heimsmeisturum Frakka á Allianz-vellinum í München í fyrsta leik þar sem Mats Hummels skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik. „Á þriðjudagskvöldið vorum við allir vonsviknir því við töpuðum vegna óheppilegs sjálfsmarks. Við höfum farið vel yfir þann leik með það í huga að við þurfum að breyta til gegn Portúgal. Við gerðum vel varnarlega gegn Frökkum en sköpuðum ekki nægilega mörg færi til að skora. Við mætum einbeittir til leiks og öruggir um það að við getum náð í góð úrslit,“ sagði Löw á blaðamannafundi fyrir leik. Líkt og Löw kom inn á gekk þeim þýsku erfiðlega að skapa sér færi gegn Frökkum og hefur þjálfarinn verið gagnrýndur fyrir að spila 3-4-3 kerfi í stað hefðbundnara 4-3-3 kerfi sem einkenndi þýska liðið þegar best gekk síðasta áratuginn. Löw stendur þó með nýja kerfinu. „Taktískt þurfum við að koma með eitthvað nýtt í leikinn, sem þýðir umfram allt meiri sóknarkraftur. Við þurfum að bregðast öðruvísi við í einhverjum aðstæðum og fylla önnur svæði. Taktískar breytingar hafa ekkert með kerfið að gera. Hvaða leikmaður sem er getur framkvæmt þessar breytingar í hvaða stöðu sem hann spilar.“ sagði Löw. Portúgal er í góðri stöðu í riðlinum eftir 3-0 sigur á Ungverjum í fyrsta leik á meðan Þjóðverjar eru án stiga eftir tapið fyrir Frökkum. Liðin mætast klukkan 16:00 í dag og verður leikurinn í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Klukkan 13:00 er þá leikur Frakklands og Ungverjalands í sama riðli. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Þjóðverjar töpuðu 1-0 fyrir heimsmeisturum Frakka á Allianz-vellinum í München í fyrsta leik þar sem Mats Hummels skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik. „Á þriðjudagskvöldið vorum við allir vonsviknir því við töpuðum vegna óheppilegs sjálfsmarks. Við höfum farið vel yfir þann leik með það í huga að við þurfum að breyta til gegn Portúgal. Við gerðum vel varnarlega gegn Frökkum en sköpuðum ekki nægilega mörg færi til að skora. Við mætum einbeittir til leiks og öruggir um það að við getum náð í góð úrslit,“ sagði Löw á blaðamannafundi fyrir leik. Líkt og Löw kom inn á gekk þeim þýsku erfiðlega að skapa sér færi gegn Frökkum og hefur þjálfarinn verið gagnrýndur fyrir að spila 3-4-3 kerfi í stað hefðbundnara 4-3-3 kerfi sem einkenndi þýska liðið þegar best gekk síðasta áratuginn. Löw stendur þó með nýja kerfinu. „Taktískt þurfum við að koma með eitthvað nýtt í leikinn, sem þýðir umfram allt meiri sóknarkraftur. Við þurfum að bregðast öðruvísi við í einhverjum aðstæðum og fylla önnur svæði. Taktískar breytingar hafa ekkert með kerfið að gera. Hvaða leikmaður sem er getur framkvæmt þessar breytingar í hvaða stöðu sem hann spilar.“ sagði Löw. Portúgal er í góðri stöðu í riðlinum eftir 3-0 sigur á Ungverjum í fyrsta leik á meðan Þjóðverjar eru án stiga eftir tapið fyrir Frökkum. Liðin mætast klukkan 16:00 í dag og verður leikurinn í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Klukkan 13:00 er þá leikur Frakklands og Ungverjalands í sama riðli. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira