Keflvíkingar geta skrifað sögu úrslitakeppninnar í körfubolta í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 12:01 Keflvíkingar hafa ekki tapað leik síðan í febrúar. Vísir/Hulda Margrét Keflavík getur í kvöld orðið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta til að vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppni. Ekkert lið í 37 ára sögu úrslitakeppninnar hefur byrjað úrslitakeppni á svo mörgum sigrum í röð. Keflavík hefur sópað bæði Tindastól og KR í sumarfrí í fyrstu tveimur umferðum úrslitakeppninnar en Keflavíkurliðið hefur ekki tapað leik síðan 12. febrúar eða í 124 daga. Alls er Keflavíkurliðið búið að spila átján leiki í röð í Domino´s deildinni án þess að tapa því liðið vann tólf síðustu leiki sína í deildarkeppninni. Tvö önnur lið hafa byrjað úrslitakeppni á sex sigurleikjum. Snæfellingar náðu því fyrst vorið 2004 og KR-ingar léku það síðan eftir fimm árum síðar eða í úrslitakeppninni 2009. KR-liðið fór alla leið og varð Íslandsmeistari en Snæfell tapaði þremur síðustu leikjum úrslitakeppninnar á móti Keflavík. Hér áður fyrr þurfti að vinna færri leiki í úrslitakeppninni til að verða Íslandsmeistari. KR varð þannig fyrsta liðið til að vinna fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni 1990 en þá voru ekki fleiri leikir í boði. Njarðvíkingar hafa einnig unnið þrjá Íslandsmeistaratitla án þess að tapa leik en þeir unnu alla fjóra leiki sína í úrslitakeppnunum 1984, 1986 og 1987. Fyrsti leikur Keflavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður síðan hann gerður ítarlega upp á sömu stöð. Flestir sigurleikir í röð í upphafi úrslitakeppninnar: 6 - Snæfell 2004 (tapaði leik 7 í lokaúrslitum á móti Keflavík) 6 - Keflavík 2021 6 - KR 2009 (tapaði leik 7 í lokaúrslitum á móti Grindavík) 5 - Tindastóll 2015 (tapaði leik 6 í undanúrslitum á móti Haukum) 5 - KR 2014 (tapaði leik 6 í undanúrslitum á móti Stjörnunni) 5 - Grindavík 1997 (tapaði leik 6 í lokaúrslitum á móti Keflavík) 5 - KR 1990 (Vann alla leikina sína í úrslitakeppninni) Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Keflavík hefur sópað bæði Tindastól og KR í sumarfrí í fyrstu tveimur umferðum úrslitakeppninnar en Keflavíkurliðið hefur ekki tapað leik síðan 12. febrúar eða í 124 daga. Alls er Keflavíkurliðið búið að spila átján leiki í röð í Domino´s deildinni án þess að tapa því liðið vann tólf síðustu leiki sína í deildarkeppninni. Tvö önnur lið hafa byrjað úrslitakeppni á sex sigurleikjum. Snæfellingar náðu því fyrst vorið 2004 og KR-ingar léku það síðan eftir fimm árum síðar eða í úrslitakeppninni 2009. KR-liðið fór alla leið og varð Íslandsmeistari en Snæfell tapaði þremur síðustu leikjum úrslitakeppninnar á móti Keflavík. Hér áður fyrr þurfti að vinna færri leiki í úrslitakeppninni til að verða Íslandsmeistari. KR varð þannig fyrsta liðið til að vinna fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni 1990 en þá voru ekki fleiri leikir í boði. Njarðvíkingar hafa einnig unnið þrjá Íslandsmeistaratitla án þess að tapa leik en þeir unnu alla fjóra leiki sína í úrslitakeppnunum 1984, 1986 og 1987. Fyrsti leikur Keflavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður síðan hann gerður ítarlega upp á sömu stöð. Flestir sigurleikir í röð í upphafi úrslitakeppninnar: 6 - Snæfell 2004 (tapaði leik 7 í lokaúrslitum á móti Keflavík) 6 - Keflavík 2021 6 - KR 2009 (tapaði leik 7 í lokaúrslitum á móti Grindavík) 5 - Tindastóll 2015 (tapaði leik 6 í undanúrslitum á móti Haukum) 5 - KR 2014 (tapaði leik 6 í undanúrslitum á móti Stjörnunni) 5 - Grindavík 1997 (tapaði leik 6 í lokaúrslitum á móti Keflavík) 5 - KR 1990 (Vann alla leikina sína í úrslitakeppninni)
Flestir sigurleikir í röð í upphafi úrslitakeppninnar: 6 - Snæfell 2004 (tapaði leik 7 í lokaúrslitum á móti Keflavík) 6 - Keflavík 2021 6 - KR 2009 (tapaði leik 7 í lokaúrslitum á móti Grindavík) 5 - Tindastóll 2015 (tapaði leik 6 í undanúrslitum á móti Haukum) 5 - KR 2014 (tapaði leik 6 í undanúrslitum á móti Stjörnunni) 5 - Grindavík 1997 (tapaði leik 6 í lokaúrslitum á móti Keflavík) 5 - KR 1990 (Vann alla leikina sína í úrslitakeppninni)
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn