Sprautar fólk og spilar í höllinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2021 18:00 Victor var hinn hressasti þegar fréttastofa ræddi við hann. Vísir/Sigurjón Um níu þúsund manns voru bólusettir gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Á meðan heilbrigðisstarfsmenn voru í óðaönn við að bólusetja mannskapinn stóð einn starfsmanna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins uppi í stúku og þeytti skífum. Um er að ræða lækninn og tónlistarmanninn Victor Guðmundsson, sem er betur þekktur sem Doctor Victor. Hann var í miklum gír þegar fréttastofa náði tali af honum í höllinni fyrr í dag. „Ég var að bólusetja hérna um daginn, því ég er að vinna á heilsugæslunni. Þau báðu mig um að koma og bólusetja og yfirhjúkkan spurði „Værir þú ekki til í að koma og spila hérna,“ og ég sagði bara, hvers vegna ekki?“ Hann segir daginn hafa verið góðan, enda hafi hann nú fengið reynslu af því að spila fyrir nýbólusetta auk þess að bólusetja sjálfur. Hann segir erfitt að svara því hvort sé skemmtilegra, að spila eða sprauta. Byrjar á bráðamóttökunni í dag „Ég er að byrja á bráðamóttökunni í dag, þannig að það má segja að dagurinn sé svolítið blandaður. Ég er að spila hérna fyrri partinn og svo er ég að fara á bráðamóttökuna á eftir.“ Hann segir magnað að fylgjast með gangi bólusetninga í höllinni. „Þetta er eins og smurð vél. Röð fyrir röð og ótrúlega gott skipulag. Svo er svo gaman að hafa svona tónlist. Það gefur svo mikið og er bara stemning,“ segir læknirinn, sem leiddist út í tónlistina í miðju læknanámi. Telja verður líklegt að þetta sé í fyrsta sinn sem hann sameinar þessa tvo þætti í lífi sínu með jafn áhrifaríkum hætti. „Þetta er kjörið tækifæri. Báðir heimar að mætast, bólusetning og tónlist.“ Tónlist Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira
Um er að ræða lækninn og tónlistarmanninn Victor Guðmundsson, sem er betur þekktur sem Doctor Victor. Hann var í miklum gír þegar fréttastofa náði tali af honum í höllinni fyrr í dag. „Ég var að bólusetja hérna um daginn, því ég er að vinna á heilsugæslunni. Þau báðu mig um að koma og bólusetja og yfirhjúkkan spurði „Værir þú ekki til í að koma og spila hérna,“ og ég sagði bara, hvers vegna ekki?“ Hann segir daginn hafa verið góðan, enda hafi hann nú fengið reynslu af því að spila fyrir nýbólusetta auk þess að bólusetja sjálfur. Hann segir erfitt að svara því hvort sé skemmtilegra, að spila eða sprauta. Byrjar á bráðamóttökunni í dag „Ég er að byrja á bráðamóttökunni í dag, þannig að það má segja að dagurinn sé svolítið blandaður. Ég er að spila hérna fyrri partinn og svo er ég að fara á bráðamóttökuna á eftir.“ Hann segir magnað að fylgjast með gangi bólusetninga í höllinni. „Þetta er eins og smurð vél. Röð fyrir röð og ótrúlega gott skipulag. Svo er svo gaman að hafa svona tónlist. Það gefur svo mikið og er bara stemning,“ segir læknirinn, sem leiddist út í tónlistina í miðju læknanámi. Telja verður líklegt að þetta sé í fyrsta sinn sem hann sameinar þessa tvo þætti í lífi sínu með jafn áhrifaríkum hætti. „Þetta er kjörið tækifæri. Báðir heimar að mætast, bólusetning og tónlist.“
Tónlist Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira