Peter Schmeichel um ákvörðun UEFA eftir hjartastopp Eriksen: Þetta var algjörlega fáránlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 11:30 Kasper Schmeichel horfir á boltann í netinu eftir skalla Finnans Joel Pohjanpalo. AP/Martin Meissner Danska knattspyrnugoðsögnin Peter Schmeichel gagnrýndi harðlega ákvörðunartöku UEFA eftir að Christian Eriksen hné niður í leik Dana og Finna. Schmeichel var mjög ósáttur við að danska liðið hafi þurft að klára leikinn seinna um kvöldið. Eriksen fór í hjartastopp í lok fyrri hálfleiks og tók talsverðan tíma að koma hjarta hans aftur á stað niður á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Danski miðjumaðurinn er sagður vera í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi og hefur verið í sambandi við liðsfélaga sína. Denmark legend Peter Schmeichel says it was "absolutely ridiculous" that Saturday's #Euro2020 match carried on after Christian Eriksen's collapse. #bbceuro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2021 Sonur Peter Schmeichel, Kasper, er markvörður Dana og því einn af þeim leikmönnum liðsins sem þurftu að manna sig upp í að klára leikinn seinna um kvöldið eftir að hafa fengið það staðfest að þetta liti mun betur út hjá Christian Eriksen. Peter Schmeichel vildi koma einu á hreint í viðtali við BBC Radio 5 Live. „Ég vil að það komi formlega fram að mér finnst það algjörlega fáránlegt hjá UEFA að koma fram með þessa lausn,“ sagði Peter Schmeichel. „Svona hræðilegur hlutur gerist og UEFA gefur leikmönnum tvo möguleika. Þeir þurfa að velja á milli þess að klára þessar 55 mínútur seinna um kvöldið eða koma og spila þær frá hádegi daginn eftir. Ég spyr, hvers konar val er það,“ spurði Schmeichel. 'It was a ridiculous decision by UEFA' - Peter Schmeichel slams decision to continue Denmark Euro 2020 gamehttps://t.co/sOCwvVP0Um pic.twitter.com/QPBdmoLuNt— Independent Sport (@IndoSport) June 13, 2021 „Svo þú ferð aftur á hótelið þitt sem er í tilfelli Dana 45 mínútum í burtu. Þú getur ekkert sofið því það hefur djúp áhrif á þig að lenda í svona áfalli. Fara síðan aftur í liðsrútuna klukkan átta morguninn eftir til að spila þennan leik,“ sagði Schmeichel. „Þetta var ekki möguleiki heldur fáránleg ákvörðun hjá UEFA og þeir hefðu þurft að vinna að annarri laus og sýna smá samúð. Þeir gerðu það hins vegar ekki. Þetta var fáránlegt og úrslitin í leiknum skipta hér engu máli,“ sagði Schmeichel. „Þetta var mjög, mjög erfitt fyrir leikmennina og ég skildi bara ekki þessa ákvörðun. Leikurinn var algjört aukaatriði á þessari stundu. Hvernig getur þú spilað,“ spurði Peter Schmeichel. Finnar unnu 1-0 sigur á Dönum í leiknum. Eina mark leiksins lak í gegnum hendurnar á Kasper Schmeichel en Danir nýttu sér ekki mikla yfirburði út á velli og klikkuðu meðal annars á vítaspyrnu í leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Eriksen fór í hjartastopp í lok fyrri hálfleiks og tók talsverðan tíma að koma hjarta hans aftur á stað niður á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Danski miðjumaðurinn er sagður vera í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi og hefur verið í sambandi við liðsfélaga sína. Denmark legend Peter Schmeichel says it was "absolutely ridiculous" that Saturday's #Euro2020 match carried on after Christian Eriksen's collapse. #bbceuro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2021 Sonur Peter Schmeichel, Kasper, er markvörður Dana og því einn af þeim leikmönnum liðsins sem þurftu að manna sig upp í að klára leikinn seinna um kvöldið eftir að hafa fengið það staðfest að þetta liti mun betur út hjá Christian Eriksen. Peter Schmeichel vildi koma einu á hreint í viðtali við BBC Radio 5 Live. „Ég vil að það komi formlega fram að mér finnst það algjörlega fáránlegt hjá UEFA að koma fram með þessa lausn,“ sagði Peter Schmeichel. „Svona hræðilegur hlutur gerist og UEFA gefur leikmönnum tvo möguleika. Þeir þurfa að velja á milli þess að klára þessar 55 mínútur seinna um kvöldið eða koma og spila þær frá hádegi daginn eftir. Ég spyr, hvers konar val er það,“ spurði Schmeichel. 'It was a ridiculous decision by UEFA' - Peter Schmeichel slams decision to continue Denmark Euro 2020 gamehttps://t.co/sOCwvVP0Um pic.twitter.com/QPBdmoLuNt— Independent Sport (@IndoSport) June 13, 2021 „Svo þú ferð aftur á hótelið þitt sem er í tilfelli Dana 45 mínútum í burtu. Þú getur ekkert sofið því það hefur djúp áhrif á þig að lenda í svona áfalli. Fara síðan aftur í liðsrútuna klukkan átta morguninn eftir til að spila þennan leik,“ sagði Schmeichel. „Þetta var ekki möguleiki heldur fáránleg ákvörðun hjá UEFA og þeir hefðu þurft að vinna að annarri laus og sýna smá samúð. Þeir gerðu það hins vegar ekki. Þetta var fáránlegt og úrslitin í leiknum skipta hér engu máli,“ sagði Schmeichel. „Þetta var mjög, mjög erfitt fyrir leikmennina og ég skildi bara ekki þessa ákvörðun. Leikurinn var algjört aukaatriði á þessari stundu. Hvernig getur þú spilað,“ spurði Peter Schmeichel. Finnar unnu 1-0 sigur á Dönum í leiknum. Eina mark leiksins lak í gegnum hendurnar á Kasper Schmeichel en Danir nýttu sér ekki mikla yfirburði út á velli og klikkuðu meðal annars á vítaspyrnu í leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27
Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30
Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40