Magnús Scheving biðst afsökunar á ömurlegri orðræðu Árni Sæberg skrifar 12. júní 2021 00:00 Magnús Scheving við upptöku hlaðvarps. Magnús Scheving, sem flestir þekkja sem Íþróttaálfinn, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét nýverið falla í hlaðvarpi Begga Ólafs. Ummælin sem um ræðir lét Magnús falla þegar ofbeldi var rætt í hlaðvarpinu. Þá sagðist hann myndi leysa ofbeldisvandamál heimsins ef hann fengi að velja eitt vandamál til að leysa. Ekkert er athugavert að sjá við þessi ummæli og vonandi eru sem flestir sammála þeim. Hins vegar fylgdu þeim ummælum önnur og verri ummæli. Þá sagði Magnús: „Ofbeldi getur alveg verið þannig að þú ert giftur og viðkomandi fær ekki kynlíf hjá hinum, það getur verið ofbeldi.“ Magnús sagði einnig að kynsvelti karla af hálfu kvenna gæti verið rót ofbeldisvandans. „Það eru hóruhús úti um allt, þetta eru ekki hóruhús fyrir konur þetta eru hóruhús fyrir karla. Er hugsanlegur mögulegur að karlar fái ekki nógu mikið kynlíf?“ lét hann hafa eftir sér og bætti við: „Er það möguleiki?, af hverju er þessi eftirspurn?, eru karlar bara alltaf graðir bara endalaust og erum við þá komin með lausnina á því af hverju þeir haga sér eins og fávitar? Eigum við þá að gelda þá eða hvað eigum við að gera við þá, sprauta þá niður eða hvað er málið?“ Ummælum Magnúsar var vægast sagt ekki tekið vel á samfélagsmiðlum og fann hann sig því knúinn til að gefa út opinbera afsökunarbeiðni. „Orð mín voru ömurlega sögð“ Í morgun birti Magnús eftirfarandi afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlinum Instagram: „Orð mín voru því miður mjög ömurlega sögð og á því vil ég biðjast afsökunar á. Í umræddum podcastþætti barst umræðan að vissu màlefni, því miður komu orðin óboðlega út úr mér, heimskulega sagt og vona ég að þessi mistök mín um þetta þarfa màlefni, ofbeldi, sem ég því miður þekki vel sé ekki togað og teygt. Til allra þeirra sem ég kann að hafa sært með orðum mínum vil ég biðjast innilegrar afsökunar.“ Borið hefur á undanfarið að opinberar persónur gefi út afsökunarbeiðnir og er þeim misjafnlega tekið af landanum. Afsökunarbeiðni Magnúsar víkur ekki frá þeirri reglu, en hún hefur ekki fengið góðar viðtökur á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Ummælin sem um ræðir lét Magnús falla þegar ofbeldi var rætt í hlaðvarpinu. Þá sagðist hann myndi leysa ofbeldisvandamál heimsins ef hann fengi að velja eitt vandamál til að leysa. Ekkert er athugavert að sjá við þessi ummæli og vonandi eru sem flestir sammála þeim. Hins vegar fylgdu þeim ummælum önnur og verri ummæli. Þá sagði Magnús: „Ofbeldi getur alveg verið þannig að þú ert giftur og viðkomandi fær ekki kynlíf hjá hinum, það getur verið ofbeldi.“ Magnús sagði einnig að kynsvelti karla af hálfu kvenna gæti verið rót ofbeldisvandans. „Það eru hóruhús úti um allt, þetta eru ekki hóruhús fyrir konur þetta eru hóruhús fyrir karla. Er hugsanlegur mögulegur að karlar fái ekki nógu mikið kynlíf?“ lét hann hafa eftir sér og bætti við: „Er það möguleiki?, af hverju er þessi eftirspurn?, eru karlar bara alltaf graðir bara endalaust og erum við þá komin með lausnina á því af hverju þeir haga sér eins og fávitar? Eigum við þá að gelda þá eða hvað eigum við að gera við þá, sprauta þá niður eða hvað er málið?“ Ummælum Magnúsar var vægast sagt ekki tekið vel á samfélagsmiðlum og fann hann sig því knúinn til að gefa út opinbera afsökunarbeiðni. „Orð mín voru ömurlega sögð“ Í morgun birti Magnús eftirfarandi afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlinum Instagram: „Orð mín voru því miður mjög ömurlega sögð og á því vil ég biðjast afsökunar á. Í umræddum podcastþætti barst umræðan að vissu màlefni, því miður komu orðin óboðlega út úr mér, heimskulega sagt og vona ég að þessi mistök mín um þetta þarfa màlefni, ofbeldi, sem ég því miður þekki vel sé ekki togað og teygt. Til allra þeirra sem ég kann að hafa sært með orðum mínum vil ég biðjast innilegrar afsökunar.“ Borið hefur á undanfarið að opinberar persónur gefi út afsökunarbeiðnir og er þeim misjafnlega tekið af landanum. Afsökunarbeiðni Magnúsar víkur ekki frá þeirri reglu, en hún hefur ekki fengið góðar viðtökur á samfélagsmiðlum.
Samfélagsmiðlar 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira