Segir Henderson ekki eiga að fara á EM: „Verður hann með spilagaldra?“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 08:00 Jordan Henderson er mikilvægur enska landsliðinu sem leiðtogi að mati landsliðsþjálfarans Gareths Southgate. Getty/Stu Forster Roy Keane botnar ekkert í því að varafyrirliði Englands, Jordan Henderson, skuli vera í enska EM-hópnum þrátt fyrir að hafa ekki getað spilað með Liverpool síðan í febrúar vegna meiðsla. Englendingar hafa gert eina breytingu á hópnum sínum vegna meiðsla. Ben White kemur inn í 26 manna EM-hópinn í stað Trents Alexander-Arnold sem meiddist í 1-0 sigri á Austurríki síðasta miðvikudag. Henderson lék sínar fyrstu mínútur síðan hann meiddist þegar hann kom inn á í upphafi seinni hálfleiks í 1-0 sigri Englands á Rúmeníu í vináttulandsleik í gær. Keane segir alveg ljóst að Henderson sé ekki klár í slaginn á EM þar sem fyrsti leikur Englands er stórleikur við Króatíu á sunnudaginn. „Ég var viss um að Jordan myndi spila um daginn. Ég tel að þetta valdi mikilli truflun – hann er augljóslega ekki tilbúinn,“ sagði Keane í þætti á ITV Sport. „Mér finnst að hann ætti ekki að vera valinn í hópinn. Ef hann gat ekki byrjað á móti Rúmeníu þá er hann ekki tilbúinn. Sá leikur var hvorki líkamlega né andlega svo erfiður fyrir hann, svo reynslumikinn leikmann. Hann er ekki búinn að sparka í bolta í þrjá og hálfan mánuð en er á leiðinni á EM? Það getur ekki passað,“ sagði Keane. Vill örugglega ekki vera þarna sem klappstýra Marcus Rashford skoraði sigurmark Englands úr víti í gær. Hann var farinn af velli þegar England fékk aðra vítaspyrnu sem Henderson tók en klúðraði. Gareth Southgate, þjálfari Englands, sagðist hafa búist við að Dominic Calvert-Lewin myndi taka vítið og að næst myndi hann skipa fyrir um hver tæki vítið. Southgate hefur hins vegar lýst því hve mikilvægur Henderson sé sem leiðtogi fyrir enska hópinn. Keane lætur sér fátt um finnast. „Ég hef heyrt ýmsa segja að þeir vilji hafa hann á svæðinu. Til hvers? Verður hann með spilagaldra? Tekur hann lagið? Sér hann um spurningakeppni á kvöldin? Hvað gerir hann? Þetta er ekki til að gleðja Liverpool heldur. Jordan vill alveg örugglega ekki vera á svæðinu sem einhvers konar klappstýra. Menn vilja spila og hann er greinilega ekki klár í slaginn,“ sagði Keane. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjá meira
Englendingar hafa gert eina breytingu á hópnum sínum vegna meiðsla. Ben White kemur inn í 26 manna EM-hópinn í stað Trents Alexander-Arnold sem meiddist í 1-0 sigri á Austurríki síðasta miðvikudag. Henderson lék sínar fyrstu mínútur síðan hann meiddist þegar hann kom inn á í upphafi seinni hálfleiks í 1-0 sigri Englands á Rúmeníu í vináttulandsleik í gær. Keane segir alveg ljóst að Henderson sé ekki klár í slaginn á EM þar sem fyrsti leikur Englands er stórleikur við Króatíu á sunnudaginn. „Ég var viss um að Jordan myndi spila um daginn. Ég tel að þetta valdi mikilli truflun – hann er augljóslega ekki tilbúinn,“ sagði Keane í þætti á ITV Sport. „Mér finnst að hann ætti ekki að vera valinn í hópinn. Ef hann gat ekki byrjað á móti Rúmeníu þá er hann ekki tilbúinn. Sá leikur var hvorki líkamlega né andlega svo erfiður fyrir hann, svo reynslumikinn leikmann. Hann er ekki búinn að sparka í bolta í þrjá og hálfan mánuð en er á leiðinni á EM? Það getur ekki passað,“ sagði Keane. Vill örugglega ekki vera þarna sem klappstýra Marcus Rashford skoraði sigurmark Englands úr víti í gær. Hann var farinn af velli þegar England fékk aðra vítaspyrnu sem Henderson tók en klúðraði. Gareth Southgate, þjálfari Englands, sagðist hafa búist við að Dominic Calvert-Lewin myndi taka vítið og að næst myndi hann skipa fyrir um hver tæki vítið. Southgate hefur hins vegar lýst því hve mikilvægur Henderson sé sem leiðtogi fyrir enska hópinn. Keane lætur sér fátt um finnast. „Ég hef heyrt ýmsa segja að þeir vilji hafa hann á svæðinu. Til hvers? Verður hann með spilagaldra? Tekur hann lagið? Sér hann um spurningakeppni á kvöldin? Hvað gerir hann? Þetta er ekki til að gleðja Liverpool heldur. Jordan vill alveg örugglega ekki vera á svæðinu sem einhvers konar klappstýra. Menn vilja spila og hann er greinilega ekki klár í slaginn,“ sagði Keane. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjá meira