Spilum ekki sem fimm einstaklingar heldur erum við fimm manna lið á vellinum Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 4. júní 2021 22:34 Dominykas Milka í baráttunni gegn KR. Vísir/Hulda Margrét Dominykas Milka var eðlilega mjög sáttur að loknum frábærum sigri Keflavíkur á KR í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Níu stiga sigur Keflavíkur, 91-82, kom liðinu 2-0 yfir í einvíginu og segja má að það sé komið með annan fótinn í úrslitaeinvígið. „Það er alltaf gott að vinna í úrslitakeppninni, allir sigrar telja og sérstaklega gegn KR á útivelli. Þetta er erfiður völlur að spila á og gott lið. Við erum ánægðir að vera komnir í 2-0 og núna þurfum við bara að fara heim og ná í einn sigur í viðbót,“ sagði Mikla að leik loknum. Hann var næst stigahæstur í liði Keflavíkur í kvöld með 21 stig ásamt því að taka 12 fráköst. „Lykillinn var að setja niður skot, þú þarft að skora meira en andstæðingurinn. Þeir eru með marka skotmenn sem geta skorað fullt af stigum. Tyler Sabin setti mörg erfið skot af löngu færi og við urðum að jafna það út sem lið. Við spilum ekki sem fimm einstaklingar heldur erum við fimm manna lið á vellinum.“ Ty Sabin elskar að skjóta boltanum enda einkar góður í því.Vísir/Hulda Margrét Valur Orri Valsson var stigahæstur í liði Keflavíkur með 24 stig í dag og byrjaði á að setja fyrstu fjóra þristanna sína niður. „Valur er frábær leikmaður og þetta er hans fyrst ár þar sem hann spilar ekki í sinni stöðu. Hann er meiri leikstjórnandi en skotmaður. Við höfum mikla trú á honum og við búumst við þessu í hverri frammistöðu. Við viljum að hann sé ákveðinn, setji opin skot og búi til stöður fyrir samherjana. Þegar allir fimm sem eru inn á eru í takti þá er erfitt að vinna okkur.“ Þurfa Keflvíkingar að gera eitthvað öðruvísi í leik þrjú eða áfram það sama? ,,Við getum enn bætt mikið í okkar leik, við gáfum of mörg sóknarfráköst og við vorum stundum út úr stöðum eftir slík. Við reynum að bæta okkur á æfingum milli leikja og vonandi náum við í sigur á mánudag sem klárar þessa seríu,“ sagði Milka að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 82-91 | Keflavík komið með annan fótinn í úrslitaeinvígið Keflavík keyrði yfir KR undir lok leiks í Vesturbænum og kom sér í 2-0 stöðu í einvígi liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar karla. Lokatölur 91-82 Keflavík í vil og deildarmeistararnir hársbreidd frá því að trygga sér sæti í úrslitum. 4. júní 2021 22:00 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
„Það er alltaf gott að vinna í úrslitakeppninni, allir sigrar telja og sérstaklega gegn KR á útivelli. Þetta er erfiður völlur að spila á og gott lið. Við erum ánægðir að vera komnir í 2-0 og núna þurfum við bara að fara heim og ná í einn sigur í viðbót,“ sagði Mikla að leik loknum. Hann var næst stigahæstur í liði Keflavíkur í kvöld með 21 stig ásamt því að taka 12 fráköst. „Lykillinn var að setja niður skot, þú þarft að skora meira en andstæðingurinn. Þeir eru með marka skotmenn sem geta skorað fullt af stigum. Tyler Sabin setti mörg erfið skot af löngu færi og við urðum að jafna það út sem lið. Við spilum ekki sem fimm einstaklingar heldur erum við fimm manna lið á vellinum.“ Ty Sabin elskar að skjóta boltanum enda einkar góður í því.Vísir/Hulda Margrét Valur Orri Valsson var stigahæstur í liði Keflavíkur með 24 stig í dag og byrjaði á að setja fyrstu fjóra þristanna sína niður. „Valur er frábær leikmaður og þetta er hans fyrst ár þar sem hann spilar ekki í sinni stöðu. Hann er meiri leikstjórnandi en skotmaður. Við höfum mikla trú á honum og við búumst við þessu í hverri frammistöðu. Við viljum að hann sé ákveðinn, setji opin skot og búi til stöður fyrir samherjana. Þegar allir fimm sem eru inn á eru í takti þá er erfitt að vinna okkur.“ Þurfa Keflvíkingar að gera eitthvað öðruvísi í leik þrjú eða áfram það sama? ,,Við getum enn bætt mikið í okkar leik, við gáfum of mörg sóknarfráköst og við vorum stundum út úr stöðum eftir slík. Við reynum að bæta okkur á æfingum milli leikja og vonandi náum við í sigur á mánudag sem klárar þessa seríu,“ sagði Milka að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 82-91 | Keflavík komið með annan fótinn í úrslitaeinvígið Keflavík keyrði yfir KR undir lok leiks í Vesturbænum og kom sér í 2-0 stöðu í einvígi liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar karla. Lokatölur 91-82 Keflavík í vil og deildarmeistararnir hársbreidd frá því að trygga sér sæti í úrslitum. 4. júní 2021 22:00 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 82-91 | Keflavík komið með annan fótinn í úrslitaeinvígið Keflavík keyrði yfir KR undir lok leiks í Vesturbænum og kom sér í 2-0 stöðu í einvígi liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar karla. Lokatölur 91-82 Keflavík í vil og deildarmeistararnir hársbreidd frá því að trygga sér sæti í úrslitum. 4. júní 2021 22:00
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn