7 dagar í EM: Þurftu hlutkesti og aukaleik á leið sinni að Evrópumeistaratitlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 12:01 Giacinto Facchetti lék 94 landsleiki fyrir Ítalíu frá 1963 til 1977 þar af 70 þeirra sem fyrirliði. Getty/Peter Robinson Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ítalir unnu EM í fyrsta og eina skiptið fyrir 53 árum en þurftu þá heldur betur að treysta á heppnina. Ítalir hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar í knattspyrnu en eini Evrópumeistaratitill Ítala kom í hús árið 1968. Í þá daga var úrslitakeppnin bara undanúrslit og úrslitaleikur. Lokakeppnin fór fram á Ítalíu fimm daga í júnímánuði 1968. Það áttu bara að vera tveir leikir hjá liði í úrslitakeppninni en Ítalir enduðu á að spila þrjá áður en þeir fengu að lyfta bikarnum. Giancinto Facchetti holds aloft the Euro 1968 Trophy following a 2-0 replay victory versus Yugoslavia at Stadio Olimpico, first-half goals by Luigi Riva & Pietro Anastasi sealing it for the Azzurri. pic.twitter.com/tRlHMctiSg— Fussball Geekz (@philharrison192) March 10, 2021 Undanúrslitaleikur Ítala og Sovétmanna endaði með markalausu jafntefli eftir framlengingu en Ítalir misstu Gianni Rivera meiddan af velli snemma leiks og þurftu að spila manni færri nær allan leikinn. Í þá daga voru engar skiptingar leyfðar. Í þá daga var heldur engin vítakeppni og úrslitin réðust því á endanum á hlutkesti. Fyrirliðar Ítalíu og Sovétríkjanna hittust þá í dómaraherberginu og Giacinto Facchetti, fyrirliði Ítala, valdi rétt og kom sínum mönnum í úrslitaleikinn. „Annar leikmaður hjá okkur var með mikinn krampa þannig að við endum í raun með níu og hálfan mann. Þýski dómarinn kallaði á okkur fyrirliðana og við fórum með honum niður dómaraherbergið. Hann tók þá fram gamlan pening og ég kallaði bakhliðina. Ég valdi rétt og Ítalía var komið í úrslitaleikinn. Ég hljóp þá upp til að fagna með liðsfélögunum. Leikvangurinn var ennþá fullur og sjötíu þúsund manns biðu eftir niðurstöðunni. Fagnaðarlæti mín sögðu þeim að þau gátu fagnað ítölskum sigri,“ sagði Giacinto Facchetti í samtali við heimasíðu UEFA. Liðsfélagi Facchetti hafði engar áhyggjur þegar hann frétti af því að Facchetti myndi velja fyrir Ítalíu. watch on YouTube „Einn af liðsfélögunum mínum [Tarcisio] Burgnich, spurði hver myndi velja fyrir okkur. Þegar þeir sögðu honum að það yrði ég þá sagði hann: Þetta er búið, Facchetti er svo heppinn. Sem betur fer þá hafði hann rétt fyrir sér,“ sagði Facchetti. Þetta var fyrsti úrslitaleikur Ítala á stórmóti í þrjátíu ár eða síðan á HM 1938 þegar þeir unnu. Úrslitaleikirnir á móti Júgóslavíu urðu á endanum tveir. Ítalir jöfnuðu metin tíu mínútum fyrir leikslok í fyrri leiknum með marki Angelo Domenghini en í aukaleiknum unnu Ítalir 2-0 sigur með mörkum Luigi Riva og Pietro Anastasi á fyrsta hálftíma leiksins. Í ítalska markinu stóð Dino Zoff. Hann var líka í markinu á HM 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar en þá hafði ítalska landsliðið ekki unnið stórmót síðan á EM í júní 1968. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 8 dagar í EM: Tvisvar Evrópumeistari án þess að spila eina mínútu á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Aðeins einn leikmaður hefur unnið þrenn verðlaun í sögu Evrópumótsins í knattspyrnu. 3. júní 2021 12:03 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Grikkir urðu mjög óvænt Evrópumeistarar á EM í Portúgal sumarið 2004. 2. júní 2021 12:00 10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Ítalir hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar í knattspyrnu en eini Evrópumeistaratitill Ítala kom í hús árið 1968. Í þá daga var úrslitakeppnin bara undanúrslit og úrslitaleikur. Lokakeppnin fór fram á Ítalíu fimm daga í júnímánuði 1968. Það áttu bara að vera tveir leikir hjá liði í úrslitakeppninni en Ítalir enduðu á að spila þrjá áður en þeir fengu að lyfta bikarnum. Giancinto Facchetti holds aloft the Euro 1968 Trophy following a 2-0 replay victory versus Yugoslavia at Stadio Olimpico, first-half goals by Luigi Riva & Pietro Anastasi sealing it for the Azzurri. pic.twitter.com/tRlHMctiSg— Fussball Geekz (@philharrison192) March 10, 2021 Undanúrslitaleikur Ítala og Sovétmanna endaði með markalausu jafntefli eftir framlengingu en Ítalir misstu Gianni Rivera meiddan af velli snemma leiks og þurftu að spila manni færri nær allan leikinn. Í þá daga voru engar skiptingar leyfðar. Í þá daga var heldur engin vítakeppni og úrslitin réðust því á endanum á hlutkesti. Fyrirliðar Ítalíu og Sovétríkjanna hittust þá í dómaraherberginu og Giacinto Facchetti, fyrirliði Ítala, valdi rétt og kom sínum mönnum í úrslitaleikinn. „Annar leikmaður hjá okkur var með mikinn krampa þannig að við endum í raun með níu og hálfan mann. Þýski dómarinn kallaði á okkur fyrirliðana og við fórum með honum niður dómaraherbergið. Hann tók þá fram gamlan pening og ég kallaði bakhliðina. Ég valdi rétt og Ítalía var komið í úrslitaleikinn. Ég hljóp þá upp til að fagna með liðsfélögunum. Leikvangurinn var ennþá fullur og sjötíu þúsund manns biðu eftir niðurstöðunni. Fagnaðarlæti mín sögðu þeim að þau gátu fagnað ítölskum sigri,“ sagði Giacinto Facchetti í samtali við heimasíðu UEFA. Liðsfélagi Facchetti hafði engar áhyggjur þegar hann frétti af því að Facchetti myndi velja fyrir Ítalíu. watch on YouTube „Einn af liðsfélögunum mínum [Tarcisio] Burgnich, spurði hver myndi velja fyrir okkur. Þegar þeir sögðu honum að það yrði ég þá sagði hann: Þetta er búið, Facchetti er svo heppinn. Sem betur fer þá hafði hann rétt fyrir sér,“ sagði Facchetti. Þetta var fyrsti úrslitaleikur Ítala á stórmóti í þrjátíu ár eða síðan á HM 1938 þegar þeir unnu. Úrslitaleikirnir á móti Júgóslavíu urðu á endanum tveir. Ítalir jöfnuðu metin tíu mínútum fyrir leikslok í fyrri leiknum með marki Angelo Domenghini en í aukaleiknum unnu Ítalir 2-0 sigur með mörkum Luigi Riva og Pietro Anastasi á fyrsta hálftíma leiksins. Í ítalska markinu stóð Dino Zoff. Hann var líka í markinu á HM 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar en þá hafði ítalska landsliðið ekki unnið stórmót síðan á EM í júní 1968. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 8 dagar í EM: Tvisvar Evrópumeistari án þess að spila eina mínútu á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Aðeins einn leikmaður hefur unnið þrenn verðlaun í sögu Evrópumótsins í knattspyrnu. 3. júní 2021 12:03 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Grikkir urðu mjög óvænt Evrópumeistarar á EM í Portúgal sumarið 2004. 2. júní 2021 12:00 10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
8 dagar í EM: Tvisvar Evrópumeistari án þess að spila eina mínútu á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Aðeins einn leikmaður hefur unnið þrenn verðlaun í sögu Evrópumótsins í knattspyrnu. 3. júní 2021 12:03
9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Grikkir urðu mjög óvænt Evrópumeistarar á EM í Portúgal sumarið 2004. 2. júní 2021 12:00
10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01
11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01